Frumvarp um greiðslur til íþróttafélaga komið inn á Alþingi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2020 09:15 Framtíð íþróttastarfs á Íslandi er í húfi nú þegar herðir mjög mikið að hjá íslenskum íþróttafélögum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. UMFÍ Stjórnvöld á Íslandi ætla með nýju frumvarpi inn á Alþingi að koma til móts við hið mikla rekstraráfall sem íþróttahreyfingin hefur orðið fyrir á árinu vegna kórónuveirufaraldursins. Frumvarp félagamálaráðherra til laga um greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar á tímum kórónuverufaraldursins verður að öllum líkindum lagt fram á Alþingi í dag en UMFÍ vekur athygli á þessu á heimasíðu sinni. Íþróttastyrkjamálið er á dagskrá Alþingis í dag en það var tekið af dagskrá í gær. Margir í íþróttahreyfingunni bíða og vona að takist að afgreiða þetta mál sem fyrst enda er þörfin mikil hjá mörgum íþróttafélögum eftir erfiða rekstrarmánuðu í miðjum heimsfaraldri. Frumvarpið á eftir að fá efnislega meðferð á Alþingi en er ein af þremur aðgerðum ríkisstjórnarinnar til stuðnings íþrótta- og æskulýðsfélögum. Frumvarpið er lagt fram af Ásmundi Einari Daðasyni en hinar aðgerðirnar eru á borði mennta- og menningarmálaráðuneytis og snúa að stuðningi vegna tekjufalls og rekstrarkostnaðar. Heildarfjárhæð aðgerðanna þriggja er áætluð nema um 2-2,5 milljörðum króna á árinu ásamt styrkjum hins opinbera til æskulýðs- og íþróttafélaga sem ÍSÍ mun sjá um. Þórir Haraldsson, fulltrúi UMFÍ í vinnu við frumvarpið, þekkir afar vel til skipulags íþrótta- og æskulýðsstarfs. Hann er fyrrverandi formaður Ungmennafélags Selfoss, núverandi formaður handknattleiksdeildarinnar og hefur setið í stjórn UMFÍ ásamt því að koma að starfi fjölda nefnda og ráða hjá samtökunum. Þórir segir COVID-faraldurinn og áhrif hans hafa valdið því að tekjur margra félaga og deilda hafi hrunið, styrktaraðilar horfið og fleiri tekjuleiðir gufað upp. Það er geysilega mikils virði hversu vel stjórnvöld hafa sýnt skjót viðbrögð og komið kröftuglega til móts við þetta...Posted by UMFÍ - Ungmennafélag Íslands on Miðvikudagur, 2. desember 2020 „Mörg félög misstu stórar fjárraflanir í vor vegna lokana, sumarið var fjárhagslega mjög erfitt en þegar haustaði þá versnaði staðan enn með áframhaldandi tekjufalli, fækkun áhorfenda eða áhorfendabanni, samdrætti hjá stuðningsaðilum, og banni við starfsemi. Þau félög sem reka metnaðarfullt barna- og unglingastarf og þau sem eru til viðbótar með öfluga meistaraflokka eiga mjög erfitt með að lifa af tekjufall á haustmánuðum. Því er afar brýnt að bregðast hratt við tekjufalli haustmánaða áður en í óefni er komið,“ sagði Þórir Haraldsson í fréttinni á heimasíðu UMFÍ. Auðvitað skiptir fjárhagslegi hlutinn miklu máli en andlegi hlutinn er líka mjög mikilvægur. „Á sama tíma verðum við að gera allt sem hægt er til að veita þessa mikilvægu þjónustu og við höfum miklar áhyggjur af þeim ungmennum sem standa höllum fæti. Þegar mót og æfingar falla niður þá missa félögin tengslin við fólkið sitt, iðkendur, foreldra yngri iðkenda og sjálfboðaliðana sem eru tilbúnir til að leggja félaginu lið. Þetta er svo mikilvægur liður í starfinu og til mikils að vinna að halda honum lifandi. Það verður krefjandi verkefni að virkja aftur til átaka þann mikla mannauð sem liggur í þúsundum sjálfboðaliða,“ segir Þórir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Frumvarp félagamálaráðherra til laga um greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar á tímum kórónuverufaraldursins verður að öllum líkindum lagt fram á Alþingi í dag en UMFÍ vekur athygli á þessu á heimasíðu sinni. Íþróttastyrkjamálið er á dagskrá Alþingis í dag en það var tekið af dagskrá í gær. Margir í íþróttahreyfingunni bíða og vona að takist að afgreiða þetta mál sem fyrst enda er þörfin mikil hjá mörgum íþróttafélögum eftir erfiða rekstrarmánuðu í miðjum heimsfaraldri. Frumvarpið á eftir að fá efnislega meðferð á Alþingi en er ein af þremur aðgerðum ríkisstjórnarinnar til stuðnings íþrótta- og æskulýðsfélögum. Frumvarpið er lagt fram af Ásmundi Einari Daðasyni en hinar aðgerðirnar eru á borði mennta- og menningarmálaráðuneytis og snúa að stuðningi vegna tekjufalls og rekstrarkostnaðar. Heildarfjárhæð aðgerðanna þriggja er áætluð nema um 2-2,5 milljörðum króna á árinu ásamt styrkjum hins opinbera til æskulýðs- og íþróttafélaga sem ÍSÍ mun sjá um. Þórir Haraldsson, fulltrúi UMFÍ í vinnu við frumvarpið, þekkir afar vel til skipulags íþrótta- og æskulýðsstarfs. Hann er fyrrverandi formaður Ungmennafélags Selfoss, núverandi formaður handknattleiksdeildarinnar og hefur setið í stjórn UMFÍ ásamt því að koma að starfi fjölda nefnda og ráða hjá samtökunum. Þórir segir COVID-faraldurinn og áhrif hans hafa valdið því að tekjur margra félaga og deilda hafi hrunið, styrktaraðilar horfið og fleiri tekjuleiðir gufað upp. Það er geysilega mikils virði hversu vel stjórnvöld hafa sýnt skjót viðbrögð og komið kröftuglega til móts við þetta...Posted by UMFÍ - Ungmennafélag Íslands on Miðvikudagur, 2. desember 2020 „Mörg félög misstu stórar fjárraflanir í vor vegna lokana, sumarið var fjárhagslega mjög erfitt en þegar haustaði þá versnaði staðan enn með áframhaldandi tekjufalli, fækkun áhorfenda eða áhorfendabanni, samdrætti hjá stuðningsaðilum, og banni við starfsemi. Þau félög sem reka metnaðarfullt barna- og unglingastarf og þau sem eru til viðbótar með öfluga meistaraflokka eiga mjög erfitt með að lifa af tekjufall á haustmánuðum. Því er afar brýnt að bregðast hratt við tekjufalli haustmánaða áður en í óefni er komið,“ sagði Þórir Haraldsson í fréttinni á heimasíðu UMFÍ. Auðvitað skiptir fjárhagslegi hlutinn miklu máli en andlegi hlutinn er líka mjög mikilvægur. „Á sama tíma verðum við að gera allt sem hægt er til að veita þessa mikilvægu þjónustu og við höfum miklar áhyggjur af þeim ungmennum sem standa höllum fæti. Þegar mót og æfingar falla niður þá missa félögin tengslin við fólkið sitt, iðkendur, foreldra yngri iðkenda og sjálfboðaliðana sem eru tilbúnir til að leggja félaginu lið. Þetta er svo mikilvægur liður í starfinu og til mikils að vinna að halda honum lifandi. Það verður krefjandi verkefni að virkja aftur til átaka þann mikla mannauð sem liggur í þúsundum sjálfboðaliða,“ segir Þórir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti