Dómarakapall í Landsrétti Heimir Már Pétursson skrifar 2. desember 2020 19:21 Frá því Landsréttur var stofnaður hafa tveir þeirra sem Sigríður Andersen færði niður 15-manna lista hæfnisnefndar fengið dómarastöðu við réttinn. Þá hafa þrír af þeim fjórum dómurum sem Sigríður færði upp listann verðið endurskipaðir í embætti. Vísir/Vilhelm Þrír af fjórum dómurum við Landsrétt sem þáverandi dómsmálaráðherra færði upp á lista hæfnisnefndar hafa fengið nýja skipun við réttinn. Dómararnir sögðu ekki af sér samkvæmt fyrri skipunum fyrr en eftir að þeir voru skipaðir á nýjan leik. Nú er staða við réttinn laus til umsóknar. Allir landsréttardómararnir fjórir sem Sigríður Andersen skipti inn á í fimmtán dómara hóp þegar skipað var í dóminn fyrst árið 2017 fóru í leyfi frá störfum eftir fyrri dóm Mannréttindadómstólsins í fyrra sumar. Hér er listi yfir þá fimmtán sem hæfnisnefnd taldi hæfasta í jafnmörg embætti við Landsrétt vorið 2017. Þeir sem merktir eru með rauðu færði Sigríður niður lista þeirra tuttugu og þriggja sem hún mat hæfasta. Á listanum til hægri er síðan listi Sigríðar þar sem þau fjögur sem hún færði upp listann eru merkt með bláu. Töluverð tilfærsla hefur verið á dómaraembættunum fimmtán við Landsrétt frá því hann var fyrst skipaður vorið 2017.Grafík/ HÞ Þau fóru öll í leyfi frá dómarastörfum eftir fyrri dóm Mannréttindadómstólsins í fyrrasumar en þrjú þeirra hafa síðan fengið endurskipun í ákveðnum dómarakapli sem hófst þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson sagði af sér embætti sökum aldurs haustið 2019. Eftir auglýsingu var Eiríkur Jónsson sem áður hafði verið tekinn af 15-listanum skipaður í stað Vilhjálms. Þegar Ingveldur Einarsdóttir var skipuð hæstaréttardómari í desember 2019 sótti Ásmundur Helgason um hennar embætti og var endurskipaður í Landsrétt í apríl á þessu ári. Hann sagði þá af sér samkvæmt fyrri skipun þar sem skipun dómara gildir í raun til lífstíðar. Þá losnaði fyrri staða hans sem Arnfríður Einarsdóttir sótti um og fékk í júlí á þessu ári. Við það losnaði fyrri staða hennar ásamt stöðu Sigurðar Tómasar Magnússonar sem hafði fengið skipun í Hæstarétt. Þá fékk Ragnheiður Bragadóttir endurskipun og Jón Höskuldsson sem Sigríður hafði áður fært af 15-listanum var einnig skipaður í embætti landsréttardómara. Nú er staðan sú að fyrri staða Ragnheiðar er laus til umsóknar og rennur umsóknarfresturinn út hinn 7. desember. Jón Finnbjörnsson er sá eini fjórmenninganna sem Sigríður færði upp listann sem enn er í leyfi og ekki fengið endurskipun. Í samtali við fréttastofu vildi hann ekki gefa upp hvort hann hyggðist sækja um embættið og fá þannig mögulega endurskipun eins og hinir dómararnir þrír. Mannréttindadómstóll Evrópu Landsréttarmálið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómstólar Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa axlað ábyrgð Forsætisráðherra segir dóm Mannréttindadómstólsins verða skoðaðan ítarlega af stjórnvöldum. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi sagt af sér eftir fyrri dóm undirdeildar og því axlað ábyrgð á málinu, Dómsmálaráðherra segir dóminn nú ekki kalla á viðbrögð að hálfu stjórnvalda. 1. desember 2020 19:20 Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Allir landsréttardómararnir fjórir sem Sigríður Andersen skipti inn á í fimmtán dómara hóp þegar skipað var í dóminn fyrst árið 2017 fóru í leyfi frá störfum eftir fyrri dóm Mannréttindadómstólsins í fyrra sumar. Hér er listi yfir þá fimmtán sem hæfnisnefnd taldi hæfasta í jafnmörg embætti við Landsrétt vorið 2017. Þeir sem merktir eru með rauðu færði Sigríður niður lista þeirra tuttugu og þriggja sem hún mat hæfasta. Á listanum til hægri er síðan listi Sigríðar þar sem þau fjögur sem hún færði upp listann eru merkt með bláu. Töluverð tilfærsla hefur verið á dómaraembættunum fimmtán við Landsrétt frá því hann var fyrst skipaður vorið 2017.Grafík/ HÞ Þau fóru öll í leyfi frá dómarastörfum eftir fyrri dóm Mannréttindadómstólsins í fyrrasumar en þrjú þeirra hafa síðan fengið endurskipun í ákveðnum dómarakapli sem hófst þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson sagði af sér embætti sökum aldurs haustið 2019. Eftir auglýsingu var Eiríkur Jónsson sem áður hafði verið tekinn af 15-listanum skipaður í stað Vilhjálms. Þegar Ingveldur Einarsdóttir var skipuð hæstaréttardómari í desember 2019 sótti Ásmundur Helgason um hennar embætti og var endurskipaður í Landsrétt í apríl á þessu ári. Hann sagði þá af sér samkvæmt fyrri skipun þar sem skipun dómara gildir í raun til lífstíðar. Þá losnaði fyrri staða hans sem Arnfríður Einarsdóttir sótti um og fékk í júlí á þessu ári. Við það losnaði fyrri staða hennar ásamt stöðu Sigurðar Tómasar Magnússonar sem hafði fengið skipun í Hæstarétt. Þá fékk Ragnheiður Bragadóttir endurskipun og Jón Höskuldsson sem Sigríður hafði áður fært af 15-listanum var einnig skipaður í embætti landsréttardómara. Nú er staðan sú að fyrri staða Ragnheiðar er laus til umsóknar og rennur umsóknarfresturinn út hinn 7. desember. Jón Finnbjörnsson er sá eini fjórmenninganna sem Sigríður færði upp listann sem enn er í leyfi og ekki fengið endurskipun. Í samtali við fréttastofu vildi hann ekki gefa upp hvort hann hyggðist sækja um embættið og fá þannig mögulega endurskipun eins og hinir dómararnir þrír.
Mannréttindadómstóll Evrópu Landsréttarmálið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómstólar Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa axlað ábyrgð Forsætisráðherra segir dóm Mannréttindadómstólsins verða skoðaðan ítarlega af stjórnvöldum. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi sagt af sér eftir fyrri dóm undirdeildar og því axlað ábyrgð á málinu, Dómsmálaráðherra segir dóminn nú ekki kalla á viðbrögð að hálfu stjórnvalda. 1. desember 2020 19:20 Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Forsætisráðherra segir fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa axlað ábyrgð Forsætisráðherra segir dóm Mannréttindadómstólsins verða skoðaðan ítarlega af stjórnvöldum. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi sagt af sér eftir fyrri dóm undirdeildar og því axlað ábyrgð á málinu, Dómsmálaráðherra segir dóminn nú ekki kalla á viðbrögð að hálfu stjórnvalda. 1. desember 2020 19:20
Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20
Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14