Enginn landshluti sleppur Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2020 19:03 Stormviðvaranir eru í gildi víðast hvar á landinu fram á morgundaginn og sums staðar fram á föstudag. Enginn landshluti sleppur við hvassviðrið sem gengur nú yfir landið í kvöld og næstu daga, að sögn veðurfræðings. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi á öllu landinu og búast má við hviðum allt að 45 m/s á Suðausturlandi. Þá verða næstu dagar litaðir miklu kuldakasti, sem til að mynda verður trúlega það mesta á höfuðborgarsvæðinu í sjö ár. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur ræddi veðrið í kvöld og næstu daga í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann sagði að vissulega hefði orðið nokkuð kalt undanfarna vetur en þau kuldaköst oftast nær verið í hægviðri. „Núna hins vegar sjáum við að það er heimskautaloft á leið til okkar úr norðri þannig að vindkælingin bætist ofan á. Kannski ekki eins mikið frost og verður hérna hvað mest en vel fyrir neðan frostmark og hreyfing á loftinu, þannig að það er vindkæling. Það hefur aðeins önnur áhrif á þá sem eru úti og hvernig gengur að kynda hús og híbýli,“ sagði Einar. Allur vindur úr honum á laugardag Þegar væri tekið að kólna talsvert og mjög kalt yrði næstu daga. Kuldakastið stæði yfir á fimmtudag og föstudag. „Og reyndar fram á laugardag en þá er allur vindur úr honum og komin heiðríkja og kalt í stillu. Það er þá sem er mesta frostið en áhrifin af þessu kuldakasti eru kannski meiri meðan enn blæs.“ Þá sagði Einar að mesti blásturinn yrði um austanvert landið, þar sem spáð væri 20-25 m/s í nótt. Þar væri hitinn þó ekki mjög langt undir frostmarki. „Svo nær þessi strengur yfir landið allt. Það er enginn landshluti sem sleppur,“ sagði Einar. Á höfuðborgarsvæðinu gerði Einar ráð fyrir fimm til sjö stiga frosti og vindi 9-10 m/s næstu tvo daga. Hann lagði áherslu á að fólk þyrfti að vera vel búið í kuldanum en benti á að fínu veðri væri spáð yfir helgina; hægum vindi og bjartviðri. Þá væri útlit fyrir að hlýnaði í næstu viku. Hættulegt að vera á ferðinni Gular stormviðvaranir eru í gildi á öllu landinu í kvöld og appelsínugul viðvörun tók gildi á Suðausturlandi nú klukkan fjögur. Þar er búist við 20-28 m/s og vindhviðum um og yfir 45 m/s. Veðurstofan hvetur fólk í landshlutanum að sýna aðgát og tryggja lausamuni og þá sé hættulegt að vera á ferðinni. Þá er færð slæm víðast hvar á landinu, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Holtavörðuheiði og Fróðárheiði hefur verið lokað vegna veðurs og ófært er um Bröttubrekku. Ófært er um Þröskulda, Klettsháls og Steingrímsfjarðarheiði, auk þess sem óvissustig er í gildi í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Veginum um Þverárfjall hefur verið lokað, sem og vegi um Víkurskarð. Þá er óvissustig vegna snjóflóðahættu á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarmúla. Einnig er ófært um Hófaskarð. Þá hefur veginum um Öxi verið lokað og Breiðdalshæði er ófær. Óvissustig er auk þess á Fjarðarheiði og Fagradal og verður þeim leiðum mögulega lokað í kvöld. Vegna kuldakastsins gæti einnig borið á heitavatnsskorti, að sögn Veitna. Guðmundur Óli Gunnarsson starfandi forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í dag að gripið hefði verið til ákveðinna ráðstafana til að auka afl í hitaveitukerfinu en einnig væri biðlað til almennings að spara heitavatnið. Mælt sé með því að fólk haldi gluggum og dyrum lokuðum, láti vera að skella sér í heita potta og minnki innspýtingu í snjóbræðslukerfi. „Eins skerðum við það vatn sem hægt er að skerða. Það eru m.a. sundlaugar og iðnaður og annars konar viðskiptavinir sem eru með þannig starfsemi að þeir geta orðið fyrir skorti án alvarlegra afleiðinga,“ sagði Guðmundur. Veður Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur ræddi veðrið í kvöld og næstu daga í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann sagði að vissulega hefði orðið nokkuð kalt undanfarna vetur en þau kuldaköst oftast nær verið í hægviðri. „Núna hins vegar sjáum við að það er heimskautaloft á leið til okkar úr norðri þannig að vindkælingin bætist ofan á. Kannski ekki eins mikið frost og verður hérna hvað mest en vel fyrir neðan frostmark og hreyfing á loftinu, þannig að það er vindkæling. Það hefur aðeins önnur áhrif á þá sem eru úti og hvernig gengur að kynda hús og híbýli,“ sagði Einar. Allur vindur úr honum á laugardag Þegar væri tekið að kólna talsvert og mjög kalt yrði næstu daga. Kuldakastið stæði yfir á fimmtudag og föstudag. „Og reyndar fram á laugardag en þá er allur vindur úr honum og komin heiðríkja og kalt í stillu. Það er þá sem er mesta frostið en áhrifin af þessu kuldakasti eru kannski meiri meðan enn blæs.“ Þá sagði Einar að mesti blásturinn yrði um austanvert landið, þar sem spáð væri 20-25 m/s í nótt. Þar væri hitinn þó ekki mjög langt undir frostmarki. „Svo nær þessi strengur yfir landið allt. Það er enginn landshluti sem sleppur,“ sagði Einar. Á höfuðborgarsvæðinu gerði Einar ráð fyrir fimm til sjö stiga frosti og vindi 9-10 m/s næstu tvo daga. Hann lagði áherslu á að fólk þyrfti að vera vel búið í kuldanum en benti á að fínu veðri væri spáð yfir helgina; hægum vindi og bjartviðri. Þá væri útlit fyrir að hlýnaði í næstu viku. Hættulegt að vera á ferðinni Gular stormviðvaranir eru í gildi á öllu landinu í kvöld og appelsínugul viðvörun tók gildi á Suðausturlandi nú klukkan fjögur. Þar er búist við 20-28 m/s og vindhviðum um og yfir 45 m/s. Veðurstofan hvetur fólk í landshlutanum að sýna aðgát og tryggja lausamuni og þá sé hættulegt að vera á ferðinni. Þá er færð slæm víðast hvar á landinu, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Holtavörðuheiði og Fróðárheiði hefur verið lokað vegna veðurs og ófært er um Bröttubrekku. Ófært er um Þröskulda, Klettsháls og Steingrímsfjarðarheiði, auk þess sem óvissustig er í gildi í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Veginum um Þverárfjall hefur verið lokað, sem og vegi um Víkurskarð. Þá er óvissustig vegna snjóflóðahættu á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarmúla. Einnig er ófært um Hófaskarð. Þá hefur veginum um Öxi verið lokað og Breiðdalshæði er ófær. Óvissustig er auk þess á Fjarðarheiði og Fagradal og verður þeim leiðum mögulega lokað í kvöld. Vegna kuldakastsins gæti einnig borið á heitavatnsskorti, að sögn Veitna. Guðmundur Óli Gunnarsson starfandi forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í dag að gripið hefði verið til ákveðinna ráðstafana til að auka afl í hitaveitukerfinu en einnig væri biðlað til almennings að spara heitavatnið. Mælt sé með því að fólk haldi gluggum og dyrum lokuðum, láti vera að skella sér í heita potta og minnki innspýtingu í snjóbræðslukerfi. „Eins skerðum við það vatn sem hægt er að skerða. Það eru m.a. sundlaugar og iðnaður og annars konar viðskiptavinir sem eru með þannig starfsemi að þeir geta orðið fyrir skorti án alvarlegra afleiðinga,“ sagði Guðmundur.
Veður Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“