Járnfrúin vekur enn heitar tilfinningar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2020 22:17 Thatcher lést 8. apríl 2013. Getty Margaret Thatcher vekur enn heitar tilfinningar meðal Breta en ákvörðun bæjarráðsins í heimabæ hennar Grantham um að verja 100.000 pundum í athöfn þar sem stytta af „Járnfrúnni“ verður afhjúpuð hefur myndað gjá meðal íbúa. Talsmenn bæjaryfirvalda hafa varið ákvörðunina og segja að fjármunirnir verði sóttir í vasa einkaaðila en 2.300 manns melduðu sig á Facebook-viðburð, þar sem stefnt var að því að „eggja“ styttunina við athöfnina. Viðburðinum virðist hafa verið eytt. Forsaga málsins er sú að umrædd stytta hefur nú verið til um nokkurt skeið en fyrst stóð til að koma henni fyrir í Westminster. Því var hins vegar hafnað árið 2018, á þeim forsendum að ásýnd Thatcher myndi draga að skemmdarvarga og mótmælendur. Styttan var þá boðin Grantham en hefur verið í geymslu þar til nú. Guardian hefur eftir forsvarsmanni Verkamannaflokksins í bænum að fjáraustrið vegna afhjúpunarinnar sé „pervertískt“ þegar opinberir sjóðir séu að tæmast bæði á landsvísu og í einstaka sveitum. About time, this warehouse is frightfully full and a little cold. https://t.co/XzoK3zOiYj @GranthamJournal— Statue of Margaret Thatcher (@MaggiesStatue) January 4, 2020 Einn íbúa, Adam Burgess, gagnrýnir harðlega ákvörðun bæjarráðs á tímum þar sem sífellt fleiri verða heimilislausir og þurfa að leita á náðir svokallaðra matarbanka. „Það hljóta að vera til betri leiðir til að verja þessum peningum. Að reisa styttu af einhverjum sem olli mikilli sundrung og gerði verkafólki erfitt fyrir er bara skíta ákvörðun, ef ég á að vera hreinskilinn.“ Ralph Harrisson er ósammála. „Þetta er lítill bær sem hefur afrekað að ala manneskju sem er þekkt á alþjóðlega sviðinu og verður í sögubókunum. Ég skil að fólk hefur ólíkar skoðanir á Margaret Thatcher, hún er afar umdeild persóna, en þetta er spurning um afrek. Hún afrekaði þegar hún varð fyrsta konan til að verða forsætisráðherra.“ Guardian og Independent sögðu frá. Bretland Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Talsmenn bæjaryfirvalda hafa varið ákvörðunina og segja að fjármunirnir verði sóttir í vasa einkaaðila en 2.300 manns melduðu sig á Facebook-viðburð, þar sem stefnt var að því að „eggja“ styttunina við athöfnina. Viðburðinum virðist hafa verið eytt. Forsaga málsins er sú að umrædd stytta hefur nú verið til um nokkurt skeið en fyrst stóð til að koma henni fyrir í Westminster. Því var hins vegar hafnað árið 2018, á þeim forsendum að ásýnd Thatcher myndi draga að skemmdarvarga og mótmælendur. Styttan var þá boðin Grantham en hefur verið í geymslu þar til nú. Guardian hefur eftir forsvarsmanni Verkamannaflokksins í bænum að fjáraustrið vegna afhjúpunarinnar sé „pervertískt“ þegar opinberir sjóðir séu að tæmast bæði á landsvísu og í einstaka sveitum. About time, this warehouse is frightfully full and a little cold. https://t.co/XzoK3zOiYj @GranthamJournal— Statue of Margaret Thatcher (@MaggiesStatue) January 4, 2020 Einn íbúa, Adam Burgess, gagnrýnir harðlega ákvörðun bæjarráðs á tímum þar sem sífellt fleiri verða heimilislausir og þurfa að leita á náðir svokallaðra matarbanka. „Það hljóta að vera til betri leiðir til að verja þessum peningum. Að reisa styttu af einhverjum sem olli mikilli sundrung og gerði verkafólki erfitt fyrir er bara skíta ákvörðun, ef ég á að vera hreinskilinn.“ Ralph Harrisson er ósammála. „Þetta er lítill bær sem hefur afrekað að ala manneskju sem er þekkt á alþjóðlega sviðinu og verður í sögubókunum. Ég skil að fólk hefur ólíkar skoðanir á Margaret Thatcher, hún er afar umdeild persóna, en þetta er spurning um afrek. Hún afrekaði þegar hún varð fyrsta konan til að verða forsætisráðherra.“ Guardian og Independent sögðu frá.
Bretland Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira