Lífið

Mad Max-leikarinn Hugh Kea­ys-Byrne er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Hugh Keays-Byrne fór með hlutverk Toecutter í Mad Max frá árinu 1979.
Hugh Keays-Byrne fór með hlutverk Toecutter í Mad Max frá árinu 1979.

Breski leikarinn Hugh Keays-Byrne er látinn, 73 ára að aldri. Keays-Byrne var helst þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk illmennisins Toecutter í fyrstu Mad Max myndinni frá 1979 þar sem Mel Gibson fór með aðalhlutverk.

Keays-Byrne fór einnig með hlutverk í Mad Max: Fury Road frá árinu 2015 með þeim Tom Hardy og Charlize Theron í aðalhlutverki. 

Hugh Keays-Byrne.Getty

Þar fór hann einnig með hlutverk illmennis, Immortan Joe, og hlaut hann fyrir það tilnefningu til kvikmyndaverðlauna MTV.

Hugh Keays-Byrne hóf leiklistarferil sinn hjá Royal Shakespeare Company í London, en eftir að hafa fari í vinnuferð með félaginu og sett upp sýningar á verkinu Jónsmessunótt víða um heim fluttist hann til Ástralíu þar sem hann festi rætur.

Skömmu eftir aldamót tók hann að sér hlutverk Grunchlk í vísindaskáldsagnasjónvarpsþáttunum  Farscape.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.