Paul Scholes, goðsögn hjá Manchester United, segir að United hafi fengið það í bakið að klára ekki færin sín gegn PSG í Meistaradeildinni í gær en PSG vann leik liðanna 3-1 á Old Trafford.
Staðan var 1-1 í hálfleik og Anthony Martial fékk heldur betur færi til þess að koma United yfir en brenndi af algjöru dauðafæri. Scholes hrósaði hins vegar frammistöðu United í leiknum.
„United fékk það í bakið að nýta ekki færin. Færin hjá Martial voru rosaleg, ef hann hittir markið er það mark. Hann er að berjast við að skora núna en hann veit það best sjálfur að hann á að skora.“
„Ég held að hann verði mjög ánægður með frammistöðuna. Úrslitin voru ekki þau sem hann vildi en þetta var frábær frammistaða,“ bætti Scholes við og fyrrum samherji hans, Rio Ferdinand, tók í sama streng í settinu og hrósaði fremstu þremur mönnum United, fyrir utan það að koma boltanum í netið.
Ole Gunnar Solskjær var ánægður með leik síns liðs og hrósaði báðum liðum fyrir skemmtilegan leik. Hann sagði hins vegar að sínir menn þyrftu að klára færin sín betur.
„Þetta var mjög góður fótboltaleikur. Þegar þú sást byrjunarliðin hélstu að það yrðu mörk í þessum leik og bæði lið fengu færi. Við þurfum að klára færin okkar betur og þá vinnum við leikinn og þar liggur munurinn. Leikurinn klárast fyrir framan mark andstæðinganna.“
'Struggling' Anthony Martial should have put Man United 2-1 up against PSG, says Scholes https://t.co/VrXMhyM0ab
— MailOnline Sport (@MailSport) December 3, 2020