Ryanair hefur þegar skrifað undir kaupsamning á 135 flugvélum. Vélarnar 75 sem bætt hefur verið við munu hækka kaupverðið upp í 22 milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 2.800 milljörðum íslenskra króna.
Nýlega afléttu eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum flugbanninu eftir 20 mánaða langt flugbann vélanna. Flugöryggisstofnun Evrópusambandsins á enn eftir að aflétta banninu en talið er að það gæti gerst í janúar næstkomandi.
Ryanair vonast til þess að það geti tekið við nýju flugvélunum á fyrri hluta næsta árs.
Boeing neyddist til þess að taka hönnun vélanna til skoðunar eftir að tvær vélar af 737 Max gerð hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu árin 2018 og 2019. 346 dóu í slysunum. Í kjölfarið vöknuðu upp spurningar um öryggi vélanna og voru þær settar í flugbann á meðan gerðar voru grundvallabreytingar á hönnun þeirra.