Kaldasti tíminn í fyrramálið: „Kæmi ekki á óvart að sjá mæla skríða undir 20 stigin“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2020 07:01 Það herðir á frosti um allt land og verður mjög kalt í fyrramálið. Vísir/Vilhelm Norðanáttin er farin að gefa eftir en þá nær kalda loftið yfir landinu að komast niður að yfirborðinu og verður kaldasti tíminn í fyrramálið að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. „Lægstu tölurnar verða líklega inn til landsins og þá einna helst á Norðurlandi og kæmi ekki á óvart að sjá mæla skríða undir 20 stigin. Nær ströndinni ætti hitastigið að vera 3 til 7 stig og jafnvel gæti hitinn komist upp að frostmarki í Vestmannaeyjum. Til sunnudags dregur úr frosti um landið vestanvert en áfram verður kalt fyrir austan,“ segir í hugleiðingunum. Líkur eru á þetta sé mesta kuldakast í sjö ár og eru Veitur til að mynda í viðbragðsstöðu þar sem búist er við að notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu slái öll met í kuldanum. Er almenningur hvattur til að fara sparlega með heita vatnið og huga vel að því hvernig kyndingin er, til dæmis með því að hafa glugga lokaða, ofna rétt stillta og hafa útidyr ekki opnar of lengi. Veðurhorfur á landinu: Norðan 13-23 m/s, hvassast A-til, en hvassara í vindstrengjum sunnan Vatnajökuls. Snjókoma, él eða skafrenningur NA- og A-lands, en annars úrkomulaust að kalla. Dregur úr vindi og léttir til, fyrst V-til og kólnar í veðri. Norðlæg átt, víða 5-13 m/s í kvöld og stöku él fyrir austan, en bjartviðri í öðrum landshlutum. Frost 2 til 14 stig, mildast við SA-ströndina, en kaldast inn til landsins fyrir norðan. Breytileg átt 3-8 og léttskýjað á morgun, en líkur á éljum við SV-ströndina seinnipartinn. Frost 10 til 20 stig, en mildara við S- og SV-ströndina. Á laugardag: Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri, en dálítil él við SV-ströndina. Frost 4 til 18 stig, minnst syðst. Á sunnudag: Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og dálítil él við S- og V-ströndina, en annars bjartviðri. Dregur heldur úr frosti. Á mánudag og þriðjudag: Áfram hægar austlægar áttir með éljum á víð og dreif, einkum þó um landið vestanvert. Frost 0 til 6 stig, en sums staðar frostlaust við SV-ströndina. Á miðvikudag: Vaxandi austanátt með slyddu eða snjókomu syðst á landinu og hlýnandi veðri. Líklega rigning S- og V-til undir kvöld. Veður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Lægstu tölurnar verða líklega inn til landsins og þá einna helst á Norðurlandi og kæmi ekki á óvart að sjá mæla skríða undir 20 stigin. Nær ströndinni ætti hitastigið að vera 3 til 7 stig og jafnvel gæti hitinn komist upp að frostmarki í Vestmannaeyjum. Til sunnudags dregur úr frosti um landið vestanvert en áfram verður kalt fyrir austan,“ segir í hugleiðingunum. Líkur eru á þetta sé mesta kuldakast í sjö ár og eru Veitur til að mynda í viðbragðsstöðu þar sem búist er við að notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu slái öll met í kuldanum. Er almenningur hvattur til að fara sparlega með heita vatnið og huga vel að því hvernig kyndingin er, til dæmis með því að hafa glugga lokaða, ofna rétt stillta og hafa útidyr ekki opnar of lengi. Veðurhorfur á landinu: Norðan 13-23 m/s, hvassast A-til, en hvassara í vindstrengjum sunnan Vatnajökuls. Snjókoma, él eða skafrenningur NA- og A-lands, en annars úrkomulaust að kalla. Dregur úr vindi og léttir til, fyrst V-til og kólnar í veðri. Norðlæg átt, víða 5-13 m/s í kvöld og stöku él fyrir austan, en bjartviðri í öðrum landshlutum. Frost 2 til 14 stig, mildast við SA-ströndina, en kaldast inn til landsins fyrir norðan. Breytileg átt 3-8 og léttskýjað á morgun, en líkur á éljum við SV-ströndina seinnipartinn. Frost 10 til 20 stig, en mildara við S- og SV-ströndina. Á laugardag: Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri, en dálítil él við SV-ströndina. Frost 4 til 18 stig, minnst syðst. Á sunnudag: Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og dálítil él við S- og V-ströndina, en annars bjartviðri. Dregur heldur úr frosti. Á mánudag og þriðjudag: Áfram hægar austlægar áttir með éljum á víð og dreif, einkum þó um landið vestanvert. Frost 0 til 6 stig, en sums staðar frostlaust við SV-ströndina. Á miðvikudag: Vaxandi austanátt með slyddu eða snjókomu syðst á landinu og hlýnandi veðri. Líklega rigning S- og V-til undir kvöld.
Veður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira