Skýrsla tekin af Ivönku Trump vegna fjármálamisferlismáls Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2020 11:01 Ivanka Trump (t.h.) með eiginmanni sínum Jared Kushner. Dómsmálaráðherra Washington-borgar stefndi henni, stjúpmóður hennar Melaniu og Thomas Barrack, nánum vini föður hennar, um gögn vegna fjárútláta embættistökunefndarinnar árið 2017. AP/Patrick Semansky Lögmenn frá dómsmálaráðherra Washington-borgar tóku skýrslu af Ivönku Trump, dóttur fráfarandi Bandaríkjaforseta og ráðgjafa hans, í tengslum við málsókn vegna meints misferlis með framlög til nefndar sem undirbjó innsetningarathöfn Trump árið 2017. Innsetningarnefnd Trump sem skipulagði hátíðarhöld í kringum embættistöku Trump í Washington-borg 20. janúar árið 2017 safnaði meira fé en nokkur slík nefnd í sögunni. Dómsmálaráðherrann í borginni heldur því fram að nefndin hafi misfarið með fjármunina sem bakhjarlar Trump létu af hendi rakna. Slíkar nefndir eru reknar sem sjálfseignarstofnanir. Karl Racine, dómsmálaráðherrann, telur að meira en ein milljón dollara, jafnvirði meira en 125 milljóna íslenskra króna, sem nefndin greiddi Trump-hótelinu í Washington-borg fyrir leigu á veislusal hafi verið hluti af áætlun um að „ofgreiða stórlega“ til að fóðra vasa fjölskyldu forsetans, að sögn AP-fréttastofunnar. Nefndarmenn eiga að hafa átt í samráði við stjórnendur hótelsins og Trump-fjölskylduna um þetta. „Lög svæðisins kveða á um að félög sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni skuli nota fjármuni sína í opinber markmið sín, ekki til þess að einstaklingar eða fyrirtæki hagnist á þeim. Í þessu máli sækjumst við eftir því að endurheimta fjármuni sjálfseignastofnunarinnar sem var veitt á óeðlilegan hátt til fyrirtækja Trump-fjölskyldunnar,“ segir Racine sem er demókrati. Segist hafa látið rukka „sanngjarnt markaðsverð“ Alan Garten, lögmaður Ivönku Trump, fullyrðir að eina aðkoma hennar að málinu hafi verið að hafa milligöngu um samskipti á milli málsaðilanna og að skipa hótelinu að rukka „sanngjarnt markaðsverð“ fyrir þjónustu sína. Trump segist sjálf hafa varið meira en fimm klukkustundum í að gefa skýrslu þar sem hún var spurð út í verðskrá Trump-hótelsins í kringum embættisinnsetninguna. „Ég deildi með þeim tölvupósti frá því fyrir fjórum árum þar sem ég sendi hótelinu fyrirmæli um að rukka „sanngjarnt markaðsverð“ sem hótelið svo gerði. Þessi „rannsókn“ er önnur birtingarmynd pólitískrar hefnigirni og sóun á fjármunum skattgreiðenda,“ tísti forsetadóttirin. pic.twitter.com/DERU9YJLcL— Ivanka Trump (@IvankaTrump) December 3, 2020 Áður hefur komið fram að umdæmissaksóknarar í New York rannsaki hvort að Trump-fyrirtækið hafi notað ráðgjafargreiðslur til Ivönku Trump til þess að lækka skattbyrði sína á ólögmætan hátt. Hún hefur einnig afskrifað þá rannsókn sem pólitíska atlögu að sér. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Greiðslur til Ivönku Trump til rannsóknar í New York Skattaafskriftir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, eru nú viðfangsefni tveggja rannsókna í New York. Rannsóknirnar beinast meðal annars að ráðgjafargreiðslum sem virðast hafa runnið til Ivönku Trump, dóttur forsetans. 20. nóvember 2020 10:17 Eiga Ivanka og Jared afturkvæmt til New York? „[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“ 14. nóvember 2020 23:31 Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Innsetningarnefnd Trump sem skipulagði hátíðarhöld í kringum embættistöku Trump í Washington-borg 20. janúar árið 2017 safnaði meira fé en nokkur slík nefnd í sögunni. Dómsmálaráðherrann í borginni heldur því fram að nefndin hafi misfarið með fjármunina sem bakhjarlar Trump létu af hendi rakna. Slíkar nefndir eru reknar sem sjálfseignarstofnanir. Karl Racine, dómsmálaráðherrann, telur að meira en ein milljón dollara, jafnvirði meira en 125 milljóna íslenskra króna, sem nefndin greiddi Trump-hótelinu í Washington-borg fyrir leigu á veislusal hafi verið hluti af áætlun um að „ofgreiða stórlega“ til að fóðra vasa fjölskyldu forsetans, að sögn AP-fréttastofunnar. Nefndarmenn eiga að hafa átt í samráði við stjórnendur hótelsins og Trump-fjölskylduna um þetta. „Lög svæðisins kveða á um að félög sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni skuli nota fjármuni sína í opinber markmið sín, ekki til þess að einstaklingar eða fyrirtæki hagnist á þeim. Í þessu máli sækjumst við eftir því að endurheimta fjármuni sjálfseignastofnunarinnar sem var veitt á óeðlilegan hátt til fyrirtækja Trump-fjölskyldunnar,“ segir Racine sem er demókrati. Segist hafa látið rukka „sanngjarnt markaðsverð“ Alan Garten, lögmaður Ivönku Trump, fullyrðir að eina aðkoma hennar að málinu hafi verið að hafa milligöngu um samskipti á milli málsaðilanna og að skipa hótelinu að rukka „sanngjarnt markaðsverð“ fyrir þjónustu sína. Trump segist sjálf hafa varið meira en fimm klukkustundum í að gefa skýrslu þar sem hún var spurð út í verðskrá Trump-hótelsins í kringum embættisinnsetninguna. „Ég deildi með þeim tölvupósti frá því fyrir fjórum árum þar sem ég sendi hótelinu fyrirmæli um að rukka „sanngjarnt markaðsverð“ sem hótelið svo gerði. Þessi „rannsókn“ er önnur birtingarmynd pólitískrar hefnigirni og sóun á fjármunum skattgreiðenda,“ tísti forsetadóttirin. pic.twitter.com/DERU9YJLcL— Ivanka Trump (@IvankaTrump) December 3, 2020 Áður hefur komið fram að umdæmissaksóknarar í New York rannsaki hvort að Trump-fyrirtækið hafi notað ráðgjafargreiðslur til Ivönku Trump til þess að lækka skattbyrði sína á ólögmætan hátt. Hún hefur einnig afskrifað þá rannsókn sem pólitíska atlögu að sér.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Greiðslur til Ivönku Trump til rannsóknar í New York Skattaafskriftir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, eru nú viðfangsefni tveggja rannsókna í New York. Rannsóknirnar beinast meðal annars að ráðgjafargreiðslum sem virðast hafa runnið til Ivönku Trump, dóttur forsetans. 20. nóvember 2020 10:17 Eiga Ivanka og Jared afturkvæmt til New York? „[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“ 14. nóvember 2020 23:31 Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Greiðslur til Ivönku Trump til rannsóknar í New York Skattaafskriftir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, eru nú viðfangsefni tveggja rannsókna í New York. Rannsóknirnar beinast meðal annars að ráðgjafargreiðslum sem virðast hafa runnið til Ivönku Trump, dóttur forsetans. 20. nóvember 2020 10:17
Eiga Ivanka og Jared afturkvæmt til New York? „[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“ 14. nóvember 2020 23:31
Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21