Lífið

Innlit í Air Force One

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ein stærsta þota heims. 
Ein stærsta þota heims. 

Forsetaþotan Air Force One er án efa þekktasta flugvél heims en hún er til umráða fyrir forseta Bandaríkjanna. Á YouTube-síðunni Tech Vision má sjá innslag um flugvélina.

Umrætt þota var tekin í notkun árið 2015 og hefur Donald Trump verið sá forseti sem hefur fengið að ferðast um í nýju Air Force One vélinni.

Um er að ræða Boeing 747-8 sem er ein lengsta farþegaþotan sem til er á markaði. Þotan er 76,3 metrar á lengd og með 68,5 metra vænghaf. Þotan er sex metrum lengri en fyrrverandi forsetaþota.

Um borð er fundarsalur, skrifstofa, gestarými, svæði fyrir öryggissveitir, rými fyrir fjölmiðlamenn og sérstök svíta forsetans þar sem forsetinn getur meðal annars stundað líkamsrækt.

Í innslaginu má einnig sjá inn í fyrrum þotur Bandaríkjaforseta. 

Hér að neðan má sjá innlit í forsetaþotuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.