Borgin mun að öllum líkindum stefna ríkinu vegna Jöfnunarsjóðs Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. desember 2020 13:27 Í dag rennur út sá frestur sem borgarlögmaður gaf ríkinu til að greiða vangoldin framlög úr Jöfnunarsjóði. Borgin hyggur á málsókn. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg mun að öllum líkindum höfða mál við ríkið vegna vangoldinna framlaga úr Jöfnunarsjóði. Í dag rennur út sá frestur sem borgarlögmaður gaf ríkinu til að greiða þá átta komma sjö milljarða króna sem borgin fer fram á. Í bréfi sem lögmaðurinn skrifaði ríkinu kemur fram að borgin hafi verið útilokuð með ólögmætum hætti frá jöfnunargreiðslum vegna grunnskóla og nýbúafræðslu. Formanni borgarráðs þykir ólíklegt að ráðherra málaflokksins bregðist við áður en dagurinn er úti. Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, hefur sagt að greiðslur til borgarinnar myndu koma úr jöfnunarsjóði og bitna á framlögum sjóðsins til annarra sveitarfélaga, það er, ef borgin vinnur málið fyrir dómstólum. Þetta hefur orðið til þess að sveitarstjórn Skagafjarðar hefur mótmælt kröfu Reykjavíkurborgar og safnar í raun liði gegn henni. Í fréttablaðinu í dag er haft eftir Stefáni Vagn Stefánssyni, formanni byggðarráðs, að krafa borgarinnar myndi stórskaða afkomu annarra sveitarfélaga, verði gengið að henni. Segir málflutning sveitarstjórnar Skagafjarðar byggjast á misskilningi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir sveitarstjórn Skagafjarðar misskilja málið. „Í fyrsta lagi þá erum við nú að sækja málið gegn ríkinu – alls ekki Jöfnunarsjóði. Það er bara ákvörðun á hverjum tíma fyrir sig, hvað varðar Jöfnunarsjóð, greiðslur inn í hann, hvernig þær eru og hvernig þær fara út úr honum. Við erum fyrst og síðast að höfða mál gegn ríkinu. Við teljum þetta vera mikilvægt mál fyrir okkur því þetta er sanngirnismál. Við erum þarna útilokuð frá þessum greiðslum bara vegna þess að við erum Reykjavík. Við getum ekki séð neina aðra skýringu á því. Svo finnst mér líka mikilvægt að segja það upphátt að við sem fulltrúar borgarinnar verðum líka að rækja skyldur borgarinnar og mér fyndist það vera „malpractice“ ef við færum ekki og tryggðum borginni sanngjarna meðferð fyrir dómstólum.“ Málið sé komið í allt of pólitískan farveg. „Mér finnst málið vera komið í óþarflega miklar pólitískar skotgrafir. Það þarf alls ekki að vera það. Ég myndi bara segja að fyrst við erum komin hingað og viðræður hafa ekki gengið hingað til þá eigum við bara að hætta pólitíkinni í þessu og fara lagalegu leiðina. Við erum þar núna. Ég held það sé algjör óþarfi fyrir sveitarfélög um allt land að hafa áhyggjur af þessu. Ég held að hvert einasta sveitarfélag, ef það væri í sömu stöðu, myndi sannarlega fara sömu leið og við. Þetta er sanngirnismál og fyrst og síðast þarf það að fara lagalega leið,“ sagði Þórdís Lóa. Reykjavík Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggðamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Eins og að saka starfsmann sem á inni laun um að stela frá vinnufélögunum Borgarfulltrúi í Reykjavík og formaður fjölmenningaráðs segir gagnrýni Sigurðar Inga Jóhannssonar sveitarstjórnarráðherra á pari við að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. 20. nóvember 2020 08:31 Segir ítrekun Reykjavíkurborgar um milljarða fráleita Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir 8,7 milljarða kröfu Reykjavíkurborgar fráleita og lýsir henni sem óskiljanlegri aðför borgarinnar. 18. nóvember 2020 23:39 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Í bréfi sem lögmaðurinn skrifaði ríkinu kemur fram að borgin hafi verið útilokuð með ólögmætum hætti frá jöfnunargreiðslum vegna grunnskóla og nýbúafræðslu. Formanni borgarráðs þykir ólíklegt að ráðherra málaflokksins bregðist við áður en dagurinn er úti. Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, hefur sagt að greiðslur til borgarinnar myndu koma úr jöfnunarsjóði og bitna á framlögum sjóðsins til annarra sveitarfélaga, það er, ef borgin vinnur málið fyrir dómstólum. Þetta hefur orðið til þess að sveitarstjórn Skagafjarðar hefur mótmælt kröfu Reykjavíkurborgar og safnar í raun liði gegn henni. Í fréttablaðinu í dag er haft eftir Stefáni Vagn Stefánssyni, formanni byggðarráðs, að krafa borgarinnar myndi stórskaða afkomu annarra sveitarfélaga, verði gengið að henni. Segir málflutning sveitarstjórnar Skagafjarðar byggjast á misskilningi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir sveitarstjórn Skagafjarðar misskilja málið. „Í fyrsta lagi þá erum við nú að sækja málið gegn ríkinu – alls ekki Jöfnunarsjóði. Það er bara ákvörðun á hverjum tíma fyrir sig, hvað varðar Jöfnunarsjóð, greiðslur inn í hann, hvernig þær eru og hvernig þær fara út úr honum. Við erum fyrst og síðast að höfða mál gegn ríkinu. Við teljum þetta vera mikilvægt mál fyrir okkur því þetta er sanngirnismál. Við erum þarna útilokuð frá þessum greiðslum bara vegna þess að við erum Reykjavík. Við getum ekki séð neina aðra skýringu á því. Svo finnst mér líka mikilvægt að segja það upphátt að við sem fulltrúar borgarinnar verðum líka að rækja skyldur borgarinnar og mér fyndist það vera „malpractice“ ef við færum ekki og tryggðum borginni sanngjarna meðferð fyrir dómstólum.“ Málið sé komið í allt of pólitískan farveg. „Mér finnst málið vera komið í óþarflega miklar pólitískar skotgrafir. Það þarf alls ekki að vera það. Ég myndi bara segja að fyrst við erum komin hingað og viðræður hafa ekki gengið hingað til þá eigum við bara að hætta pólitíkinni í þessu og fara lagalegu leiðina. Við erum þar núna. Ég held það sé algjör óþarfi fyrir sveitarfélög um allt land að hafa áhyggjur af þessu. Ég held að hvert einasta sveitarfélag, ef það væri í sömu stöðu, myndi sannarlega fara sömu leið og við. Þetta er sanngirnismál og fyrst og síðast þarf það að fara lagalega leið,“ sagði Þórdís Lóa.
Reykjavík Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggðamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Eins og að saka starfsmann sem á inni laun um að stela frá vinnufélögunum Borgarfulltrúi í Reykjavík og formaður fjölmenningaráðs segir gagnrýni Sigurðar Inga Jóhannssonar sveitarstjórnarráðherra á pari við að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. 20. nóvember 2020 08:31 Segir ítrekun Reykjavíkurborgar um milljarða fráleita Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir 8,7 milljarða kröfu Reykjavíkurborgar fráleita og lýsir henni sem óskiljanlegri aðför borgarinnar. 18. nóvember 2020 23:39 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Eins og að saka starfsmann sem á inni laun um að stela frá vinnufélögunum Borgarfulltrúi í Reykjavík og formaður fjölmenningaráðs segir gagnrýni Sigurðar Inga Jóhannssonar sveitarstjórnarráðherra á pari við að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. 20. nóvember 2020 08:31
Segir ítrekun Reykjavíkurborgar um milljarða fráleita Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir 8,7 milljarða kröfu Reykjavíkurborgar fráleita og lýsir henni sem óskiljanlegri aðför borgarinnar. 18. nóvember 2020 23:39