Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Kjartan Kjartansson skrifar 7. desember 2020 11:23 Bræðurnir Ágúst Arnar (t.v.) og Einar (t.h.) Ágústssynir eru einu skráðu stjórnarmenn Zuism. Vísir Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. Auk bræðranna Ágústs Arnar Ágústssonar og Einars Ágústssonar er trúfélagið Zuism, einkahlutafélagið EAF sem Einar er í forsvari fyrir og bandaríska skúffufélagið Threescore LLC í Delaware ákært í málinu. Í ákæru héraðssaksóknara eru bræðurnir sakaðir um að hafa valdið íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártóni í reynd með því að styrkja og hagnýta sér ranga hugmynd embættismanna að trúfélagið Zuism uppfyllti skilyrði fyrir skráningu trúfélags. Á þeim forsendum hafi félagið fengið rúmlega 84,7 milljónir króna í sóknargjöld frá ríkinu. Af þeim fjármunum voru aðeins 1,27 milljónir króna eftir á bankareikningi Zuism 7. maí árið 2019. Héraðssaksóknari krefst upptöku á hátt í fimmtíu milljónum króna sem liggja hjá félögum Einars og Zuism. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur haldið eftir sóknargjöldum til Zuism í tæp tvö ár vegna óvissu um hvort að félagið uppfylli skilyrði laga um trúfélög. Ráðstöfuðu fjármunum í eigin þágu Blekkingar bræðranna eru sagðar hafa snúist um að innan Zuism væri lögð stund á trú í virkri og stöðugri starfsemi og að í því væri kjarni félagsmanna sem tæki þátt í starfsemi og styddi lífsgildi þess. „Í raun fór hins vegar ekki fram á vegum trúfélagsins nein eiginleg trúariðkun eða tengd starfsemi sem gat samræmst með réttu þessum lagaskilyrðum. Fjármunum sem runnu til trúfélagsins frá ríkissjóði var í raun ekki varið til eða í þágu eiginlegrar trúariðkunar eða tengdrar starfsemi í skilningi þessara lagaskilyrða heldur með öðrum og óskyldum hætti og þar á meðal ráðstafað til eða í eigin þágu ákærðu, sem fóru einir með prófkúru trúfélagsins, ráðstöfun fiármuna þess og stjórn þess í reynd,“ segir í ákærunni. Málið gegn þeim Ágústi Arnari og Einari verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur mánudaginn 14. desember. Allt að sex ára fangelsi liggur við hvoru tveggja fjársvikunum og peningaþvættinu. Samkvæmt upplýsingum sýslumanns á Norðurlandi eystra verða fljótlega stigin skref til að afskrá Zuism sem trúfélag. Áður verður stjórn félagsins gefinn kostur á að tjá sig um afskráningu. Einar Ágústsson var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum árið 2017. Einkahlutafélagið EAF kom einnig við sögu í því máli en gekk þá undir nafninu Tir ehf. Það var eitt nokkurra félaga sem Einar notaði til að taka við fjármunum og flytja á milli landa. Færðu fé Zuism á eigin reikninga annars staðar Bræðurnir eru sagðir hafa geymt, flutt, umbreytt og nýtt ávinning sinn af brotunum og leynt upplýsingum um uppruna hans, staðsetningu og ráðstöfun með ýmsum hætti. Töluverðan hluta ávinningsins hafi þeir nýtt í eigin þágu, að því er segir í peningaþvættiskafla ákærunnar. Einar er sagður hafa millifært tæplega 46,4 milljónir króna af bankareikningi Zuism inn á reikning einkahlutafélagsins EAF frá desember 2017, rétt eftir að sýslumaður viðurkenndi Ágúst Arnar forstöðumann trúfélagsins, til mars 2019. Skráður eigandi EAF var bandaríska félagið Skajaquoda Capital LLC sem var í raunverulegri eigu Einars. Þeir eru sagðir hafa látið það líta út fyrir að EAF stæði í lánaviðskiptum við Zuism og að trúfélagið hefði keypt EAF af Skajaquoda. Stóran hluta fjárhæðarinnar sem Einar millifærði af reikningi Zuism, um 39,6 milljónir króna, flutti hann úr landi á reikninga í Bretlandi og Bandaríkjunum sem voru í eigu Einars eða félags hans Threescore LLC. Þá notuðu bræðurnir 19,5 milljónir króna sem voru færðar af reikningi Zuism til að kaupa í verðbréfasjóði hjá Íslandsbanka og kaupa hlutabréf í Heimavöllum hf. og Arionbanka í nafni félagsins EAF. Ágúst Arnar og Einar millifærðu einnig fjármuni frá EAF sem komu upphaflega úr sjóðum Zuism á eigin reikninga. Í ákæru er Einar sagður hafa fengið hátt í sex milljónir króna á eigin reikning og Ágúst Arnar 1,2 milljónir króna á persónulegan reikning sinn og hálfa milljón króna til viðbótar á reikning einkahlutafélags síns RH16 ehf. Milljónir í veitingahús, áfengi og ferðir Þá fjármuni sem urðu eftir á bankareikningi Zuism nýttu bræðurnir sér með ýmsum hætti með fjölmörgum millifærslum af bankareikingum, reiðurfjárúttektum og gjaldfærslum með debitkortum sem þeir höfðu í nafni félagsins. Alls millifærðu bræðurnir rúmar 2,6 milljónir króna af reikningi Zuism inn á eigin bankareikninga, þar af 1,7 milljónir króna til Einars en rúmar 946 þúsund krónur til Ágústs Arnars. Þeir millifærðu einnig 250.000 krónur inn á reikning RH16, félags í eigu Ágústs Arnars. Með debitkortum félagsins tóku bræðurnir út 6,4 milljónir króna rúmar. Af því tók Ágúst Arnar út um 5,6 milljónir króna en Einar um 820.000 krónur. Gjaldfærðu þeir einnig milljónir króna af bankareikningi trúfélagsins með debitkortunum við kaup á ýmsum vörum og þjónustu, þar á meðal hjá veitingahúsum, áfengisverslunum, eldsneytisstöðvum, matvöruverslunum og fjarskiptafyrirtækjum en einnig vegna ferðakostnaðar og ýmissa annarra útgjaldaliða. Þrátt fyrir að hafa þegið tugi milljóna króna í sóknargjöld frá ríkinu á rúmlega tveggja ára tímabili stóð aðeins 1.275.491 króna eftir á bankareikningi Zuism 7. maí 2019. Á bankareikningi EAF, sem bræðurnir millifærðu stærstan hluta sóknargjaldanna, voru aðeins fjórar krónur 2. apríl 2019. Héraðssaksóknari gerir kröfu um að eignir Zuism, sem eftir standa, verði gerðar upptækar. Einnig krefst hann þess að EAF verði látið sæta upptöku á hlutabréfum í Arionbanka, söluandvirði hlutabréfa í Heimavöllum og öllum eignum félagsins á reikningi í Bretlandi sem voru kyrrsettar. Breskur eignirnar námu um 37,6 milljónum króna í lok september. Þá krefst saksóknari þess að eignir Threescore, félags Einars í Bandaríkjunum, sæti upptöku á jafnvirði um 10,5 milljónar króna á bandarískum reikningi sem voru kyrrsettar sömuleiðis. Endurgreiddu 6,6 milljónir til félagsmanna Fé Zuism fór þó ekki allt á reikninga bræðranna eða til þeirra eigin nota. Í ákærunni kemur fram að þeir hafi ráðstafað um 6,6 milljónum króna í endurgreiðslur á sóknargjöldum til skráðra félaga í Zuism. Ágúst Arnar auglýsti í tvígang endurgreiðslur á sóknargjöldum til félagsmanna eins og lýst er nánar neðar í þessari frétt. Um 2,4 milljónir króna fóru í styrkgreiðslur til góðgerðafélaga. Kvennaathvarfið og Barnaspítali Hringsins staðfestu við Vísi að Zuism hefði styrkt þau í nóvember árið 2018. Spítalinn fékk 1,1 milljón krónur en athvarfið eina milljón. Tilefni annarra útgjalda sem bræðurnir stofnuðu til í nafni félagsins er óljósara. Þeir greiddu 9,7 milljónir króna í lögfræðiskostnað sem gæti skýrst af ítrekuðum málaferlum félagsins gegn ríkinu, fyrst til að krefjast dráttarvaxta á sóknargjöldum sem ríkið hélt tímabundið eftir á meðan skorið var úr um hver færi raunverulega með forráð í félaginu og síðar til að hnekkja ákvörðun sýslumanns um að stöðva greiðslur sóknargjalda til félagsins. Rúmlega 2,3 milljónir króna fóru í ymsar aðrar greiðslur og kostnað, þar á meðal almannatengsla- og fjarskiptaþjónustu. Verulegur vafi á raunverulegri starfsemi Héraðssaksóknari gaf út ákæruna á hendur bræðrunum Ágústi Arnari Ágústssyni, forstöðumanni Zuism og bróður hans, Einari Ágústssyni í nóvember. Rannsókn héraðssaksóknara á fjárreiðum Zuism hófst seint á síðasta ári. Verulegur vafi hefur ríkt um að hvort að raunveruleg starfsemi fari fram á vegum Zuism. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur látið halda eftir sóknargjöldum félagsins frá því í byrjun árs 2019 vegna vafa um að það uppfylli skilyrði laga um trú- og lífsskoðunarfélög. Zuism reyndi að hnekkja þeirri ákvörðun sýslumanns en Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af kröfum félagsins í janúar. Ríkislögmaður hélt því fram fyrir dómi að Zuism væri „málamyndafélagsskapur“ sem hefði þann tilgang að komast yfir fjármuni skattgreiðenda. Í dómnum voru gerðar verulegar athugasemdir við þær upplýsingar um fjármál félagsins sem Ágúst Arnar lagði fram. Þær samræmdust hvorki lögum um ársreikninga né samþykktir Zuism sjálfs. Þá var gagnrýnt að engar skýringar væru á ýmsum liðum í reikningum, þar á meðal á níu milljón króna láni til „tengdra aðila“. Enn eru 1.213 manns skráðir í Zuism samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Misvísandi upplýsingar um fjármálin Mikil leynd hefur ríkt yfir fjármálum Zuism undanfarin ár. Ágúst Arnar hefur auglýst endurgreiðslur á sóknargjöldum til félagsmanna en hefur aldrei viljað upplýsa um hversu margir félagsmenn fái sóknargjöld endurgreitt eða hversu mikið þeir fái greitt. Zuism þáði um 84,7 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda, fyrst og fremst frá 2016 til 2018. Skýrslur sem Zuism hefur sent sýslumanni um fjárreiður félagsins í gegnum tíðina hafa einnig gefið misvísandi mynd af rekstri þess. Í ársskýrslu fyrir árið 2017 kom þannig fram að félagið hefði haft 35,6 milljónir króna í „óvenjuleg“ útgjöld án þess að þau væru útskýrð frekar. Engar eignir voru skráðar í skýrsluna. Þegar Zuism skilaði næst ársskýrslu fyrir árið 2018 var engan slíkan óvenjulegan lið að finna. Þá skráði félagsins hins vegar í fyrsta skipti að eignir á árinu 2017 hefðu numið á fimmta tug milljóna króna og að árið 2018 hefðu þær verið meira en 50 milljónir. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í janúar kemur fram að eftir að sýslumaður óskaði svara um fjármál Zuism í fyrra hafi Ágúst Arnar sent leiðrétta skýrslu fyrir árið 2017 í mars þar sem „óvenjulegir liðir“ voru felldir út og eign upp á 46,6 milljónir króna var skráð án frekari skýringa. Í efnahagsreikningi sem Ágúst Arnar lagði fram og dómari í málinu gerði verulegar athugasemdir við kom fram að Zuism hefði lánað „tengdum aðilum“ níu milljónir króna. Engar frekari skýringar voru að finna á hverjir þeir aðilar eru eða hvers vegna lánin voru veitt. Auk lánsins gaf Ágúst Arnar upp 2,4 milljóna króna styrk til „góðs málefnis“ sem var ekki tilgreint frekar, kaup á aðkeyptri þjónustu fyrir 6,8 milljónir króna og um 1,7 milljónir króna í kostnað sem hafi tengst viðburðum. Verulegar efasemdir voru þó settar fram í dómnum um að starfsemi færi fram á vegum Zuism. Ekki er ljóst hvort að efnahagsreikningurinn hafi gefið rétta mynd af fjármálum Zuism. Ágúst Arnar skrifaði sjálfur undir ársreikninginn þrátt fyrir að samþykktir Zuism geri ráð fyrir að löggiltur endurskoðandi sem er ekki félagsmaður geri upp bókhald og semji ársreikning félagsins. Ársreikingurinn uppfyllti heldur ekki skilyrði laga um ársreikninga um að skýringar þyrftu að vera í honum og samanburður liða við fyrra reikningsár. Loforð um endurgreiðslur og deilur um yfirráð Ágúst Arnar og Einar stofnuðu Zuism í félagi við þriðja mann, Ólaf Helga Þorgrímsson, árið 2013. Innanríkisráðuneytið samþykkti það sem trúfélag það ár þrátt fyrir að álitsnefnd hefði í tvígang lagst gegn því áður. Ólafur Helgi var skráður forstöðumaður Zuism þar til í febrúar árið 2014. Hann sagði Vísi í nóvember árið 2018 að hann hefði engin tengsl við félagið lengur. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Ólaf Helga í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 143 milljónir króna vegna meiriháttar skattalagabrota vegna reksturs á ferðastofunni Ævintýrareisum í júní í fyrra. Félaga í Zuism mátti telja á fingrum annarrar handar fyrstu árin eftir stofnun og virðist félagið ekki hafa haldið úti neinni starfsemi. Skilaði það ekki skýrslum um starfsemi sína sem því bar. Sýslumaður ætlaði að afskrá félagið árið 2015 en auglýsti áður eftir félagsmönnum sem teldu sig veita því forstöðu áður. Þá gaf sig fram hópur fólks, ótengdur upphaflegum stofnendum Zuism, sem sá sér leik á borði að mótmæla lagaumhverfi trú- og lífsskoðunarfélaga á Íslandi og sóknargjaldakerfinu. Sýslumaður viðurkenndi forsvarsmann hópsins sem forstöðumann Zuism. Með nýfengin yfirráð yfir trúfélaginu lofaði hópurinn að endurgreiða félagsmönnum sóknargjöld sem það fengi frá ríkinu. Loforðið laðaði fleiri en þrjú þúsund manns að Zuism þegar mest lét og var það þá á meðal fjölmennustu trúfélaga landsins. Þar með átti félagið rétt á tugum milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. Ágúst Arnar gerði þá kröfu um að hann yrði viðurkenndur forstöðumaður Zuism. Fjársýsla ríkisins hélt eftir sóknargjöldum til Zuism frá 2016 til 2017 á meðan greitt var úr því hver færi með yfirráð í félaginu. Sýslumaður viðurkenndi Ágúst Arnar loks sem forstöðumann í október árið 2017. Fjársýslan greiddi félaginu þá út rúmar fimmtíu milljónir króna í sóknargjöld. Endurgreiddi innan við 5% að eigin sögn Ágúst Arnar tók upp loforð hópsins um endurgreiðslurnar. Hann hefur tvisvar auglýst eftir umsóknum um endurgreiðslur, árið 2017 og 2018. Hann hefur hins vegar aldrei viljað greina frá því hversu margir félagsmenn hafi fengið endurgreitt eða hversu mikið. Í skjali sem Ágúst Arnar lagði fram þegar hann höfðaði mál gegn ríkinu vegna sóknargjaldanna sem sýslumaður lét halda eftir mátti þó lesa að Zuism endurgreiddi félagsmönnum innan við 5% þeirra sóknargjalda sem það þáði frá ríkinu árið 2017. Félagið sat því á hátt í fimmtíu milljónum króna ef marka má upplýsingarnar sem Ágúst Arnar skrifaði einn undir. Ætlaði að stíga til hliðar en hætti við Vísir hefur greint frá því að lítil sem engin starfsemi virðist fara fram á vegum Zuism og að það hafi alla tíð verið án fasts aðseturs. Ágúst Arnar hefur haldið því fram að félagið hafi haldið tugi viðburða og athafna. Engar auglýsingar um slíka viðburði hefur verið að finna á vefsíðu eða samfélagsmiðlasíðu Zuism. Ágúst Arnar hefur aldrei svarað fyrirspurnum Vísis eða beðist undan viðtali í gegnum millilið undanfarin ár. Hann tilkynnti að hann ætlaði að stíga til hliðar sem forstöðumaður í byrjun febrúar í fyrra. Ný stjórn félagsins, sem átti að hafa verið kjörin á aðalfundi í september árið 2018, myndi auglýsa stöðuna. Staða forstöðumanns var þó aldrei auglýst og þá hefur Zuism aldrei tilkynnt um nýja stjórn í félaginu. Skömmu síðar kom í ljós að sýslumaður hafði látið stöðva greiðslur sóknargjalda til félagsins. Ágúst Arnar sagðist þá ætla að halda forstöðumennskunni áfram til þar til málið væri til lykta leitt. Eftir að mál Zuism gegn ríkinu var tekið fyrir í desember veitti Ágúst Arnar Mbl.is viðtal þar sem hann boðaði að félaginu yrði slitið þegar dómsmálinu lyki. Um fimmtíu milljóna króna eignum yrði deilt til þeirra sem teldu sig eiga rétt á endurgreiðslum og afgangurinn til „góðgerðarmála“. Dómur féll í janúar og var honum ekki áfrýjað. Ekkert hefur frést af því að Zuism hafi verið slitið. Ágúst Arnar og Einar bróðir hans eru einu þekktu stjórnarmenn félagsins. Hafði 74 milljónir króna af fólki með fölskum fjárfestingarsjóði Saman hafa bræðurnir Ágúst Arnar og Einar verið þekktir sem „Kickstarter-bræður“ í fjölmiðlum vegna fjársafnana þeirra fyrir meintum nýsköpunarverkefnum á bandarísku hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter árið 2015. Einni söfnun þeirra bræðra var síðar lokað þegar tæpar tuttugu milljónir króna höfðu safnast. Kickstarter sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis á sínum tíma að fyrirtækið gæti ekki tjáð sig um ástæður þess að söfnuninni var lokað vegna samstarfs við löggæsluyfirvöld á Íslandi. Um svipað leyti kom fram að bræðurnir voru til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara sem þá hét vegna mögulegra gjaldeyrisbrota. Einar var síðar ákærður og sakfelldur fyrir að hafa fé af fjórum einstaklingum. Fólkið lét Einar fá samtals 74 milljónir króna í þeirri trú að það færi til fjárfestingarsjóðs Einars í Bandaríkjunum. Einn fjórmenninganna lét Einar fá 44 milljónir króna. Héraðsdómur taldi brotavilji Einars hafa verið einbeittan og brot hans „skipulögð og úthugsuð.“ Hægt væri að slá því föstu að fjárfestingarsjóðurinn sem hann sagði fólkinu að hann starfrækti hefði í raun ekki verið starfræktur. Félagið Skajaquoda sem bræðurnir notuðu í einni Kickstarter-söfnuninni kom einnig við sögu í fjársvikamáli Einars. Trúfélagið Zuism er nú skráður raunverulegur eigandi tveggja einkahlutafélaga sem Einar notaði til að féfletta fólk í því máli en hafa síðan skipt um nafn. Í gegnum áðurnefnt EAF á Zuism félagið Metropolis. Dómsmál Trúmál Zuism Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Auk bræðranna Ágústs Arnar Ágústssonar og Einars Ágústssonar er trúfélagið Zuism, einkahlutafélagið EAF sem Einar er í forsvari fyrir og bandaríska skúffufélagið Threescore LLC í Delaware ákært í málinu. Í ákæru héraðssaksóknara eru bræðurnir sakaðir um að hafa valdið íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártóni í reynd með því að styrkja og hagnýta sér ranga hugmynd embættismanna að trúfélagið Zuism uppfyllti skilyrði fyrir skráningu trúfélags. Á þeim forsendum hafi félagið fengið rúmlega 84,7 milljónir króna í sóknargjöld frá ríkinu. Af þeim fjármunum voru aðeins 1,27 milljónir króna eftir á bankareikningi Zuism 7. maí árið 2019. Héraðssaksóknari krefst upptöku á hátt í fimmtíu milljónum króna sem liggja hjá félögum Einars og Zuism. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur haldið eftir sóknargjöldum til Zuism í tæp tvö ár vegna óvissu um hvort að félagið uppfylli skilyrði laga um trúfélög. Ráðstöfuðu fjármunum í eigin þágu Blekkingar bræðranna eru sagðar hafa snúist um að innan Zuism væri lögð stund á trú í virkri og stöðugri starfsemi og að í því væri kjarni félagsmanna sem tæki þátt í starfsemi og styddi lífsgildi þess. „Í raun fór hins vegar ekki fram á vegum trúfélagsins nein eiginleg trúariðkun eða tengd starfsemi sem gat samræmst með réttu þessum lagaskilyrðum. Fjármunum sem runnu til trúfélagsins frá ríkissjóði var í raun ekki varið til eða í þágu eiginlegrar trúariðkunar eða tengdrar starfsemi í skilningi þessara lagaskilyrða heldur með öðrum og óskyldum hætti og þar á meðal ráðstafað til eða í eigin þágu ákærðu, sem fóru einir með prófkúru trúfélagsins, ráðstöfun fiármuna þess og stjórn þess í reynd,“ segir í ákærunni. Málið gegn þeim Ágústi Arnari og Einari verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur mánudaginn 14. desember. Allt að sex ára fangelsi liggur við hvoru tveggja fjársvikunum og peningaþvættinu. Samkvæmt upplýsingum sýslumanns á Norðurlandi eystra verða fljótlega stigin skref til að afskrá Zuism sem trúfélag. Áður verður stjórn félagsins gefinn kostur á að tjá sig um afskráningu. Einar Ágústsson var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum árið 2017. Einkahlutafélagið EAF kom einnig við sögu í því máli en gekk þá undir nafninu Tir ehf. Það var eitt nokkurra félaga sem Einar notaði til að taka við fjármunum og flytja á milli landa. Færðu fé Zuism á eigin reikninga annars staðar Bræðurnir eru sagðir hafa geymt, flutt, umbreytt og nýtt ávinning sinn af brotunum og leynt upplýsingum um uppruna hans, staðsetningu og ráðstöfun með ýmsum hætti. Töluverðan hluta ávinningsins hafi þeir nýtt í eigin þágu, að því er segir í peningaþvættiskafla ákærunnar. Einar er sagður hafa millifært tæplega 46,4 milljónir króna af bankareikningi Zuism inn á reikning einkahlutafélagsins EAF frá desember 2017, rétt eftir að sýslumaður viðurkenndi Ágúst Arnar forstöðumann trúfélagsins, til mars 2019. Skráður eigandi EAF var bandaríska félagið Skajaquoda Capital LLC sem var í raunverulegri eigu Einars. Þeir eru sagðir hafa látið það líta út fyrir að EAF stæði í lánaviðskiptum við Zuism og að trúfélagið hefði keypt EAF af Skajaquoda. Stóran hluta fjárhæðarinnar sem Einar millifærði af reikningi Zuism, um 39,6 milljónir króna, flutti hann úr landi á reikninga í Bretlandi og Bandaríkjunum sem voru í eigu Einars eða félags hans Threescore LLC. Þá notuðu bræðurnir 19,5 milljónir króna sem voru færðar af reikningi Zuism til að kaupa í verðbréfasjóði hjá Íslandsbanka og kaupa hlutabréf í Heimavöllum hf. og Arionbanka í nafni félagsins EAF. Ágúst Arnar og Einar millifærðu einnig fjármuni frá EAF sem komu upphaflega úr sjóðum Zuism á eigin reikninga. Í ákæru er Einar sagður hafa fengið hátt í sex milljónir króna á eigin reikning og Ágúst Arnar 1,2 milljónir króna á persónulegan reikning sinn og hálfa milljón króna til viðbótar á reikning einkahlutafélags síns RH16 ehf. Milljónir í veitingahús, áfengi og ferðir Þá fjármuni sem urðu eftir á bankareikningi Zuism nýttu bræðurnir sér með ýmsum hætti með fjölmörgum millifærslum af bankareikingum, reiðurfjárúttektum og gjaldfærslum með debitkortum sem þeir höfðu í nafni félagsins. Alls millifærðu bræðurnir rúmar 2,6 milljónir króna af reikningi Zuism inn á eigin bankareikninga, þar af 1,7 milljónir króna til Einars en rúmar 946 þúsund krónur til Ágústs Arnars. Þeir millifærðu einnig 250.000 krónur inn á reikning RH16, félags í eigu Ágústs Arnars. Með debitkortum félagsins tóku bræðurnir út 6,4 milljónir króna rúmar. Af því tók Ágúst Arnar út um 5,6 milljónir króna en Einar um 820.000 krónur. Gjaldfærðu þeir einnig milljónir króna af bankareikningi trúfélagsins með debitkortunum við kaup á ýmsum vörum og þjónustu, þar á meðal hjá veitingahúsum, áfengisverslunum, eldsneytisstöðvum, matvöruverslunum og fjarskiptafyrirtækjum en einnig vegna ferðakostnaðar og ýmissa annarra útgjaldaliða. Þrátt fyrir að hafa þegið tugi milljóna króna í sóknargjöld frá ríkinu á rúmlega tveggja ára tímabili stóð aðeins 1.275.491 króna eftir á bankareikningi Zuism 7. maí 2019. Á bankareikningi EAF, sem bræðurnir millifærðu stærstan hluta sóknargjaldanna, voru aðeins fjórar krónur 2. apríl 2019. Héraðssaksóknari gerir kröfu um að eignir Zuism, sem eftir standa, verði gerðar upptækar. Einnig krefst hann þess að EAF verði látið sæta upptöku á hlutabréfum í Arionbanka, söluandvirði hlutabréfa í Heimavöllum og öllum eignum félagsins á reikningi í Bretlandi sem voru kyrrsettar. Breskur eignirnar námu um 37,6 milljónum króna í lok september. Þá krefst saksóknari þess að eignir Threescore, félags Einars í Bandaríkjunum, sæti upptöku á jafnvirði um 10,5 milljónar króna á bandarískum reikningi sem voru kyrrsettar sömuleiðis. Endurgreiddu 6,6 milljónir til félagsmanna Fé Zuism fór þó ekki allt á reikninga bræðranna eða til þeirra eigin nota. Í ákærunni kemur fram að þeir hafi ráðstafað um 6,6 milljónum króna í endurgreiðslur á sóknargjöldum til skráðra félaga í Zuism. Ágúst Arnar auglýsti í tvígang endurgreiðslur á sóknargjöldum til félagsmanna eins og lýst er nánar neðar í þessari frétt. Um 2,4 milljónir króna fóru í styrkgreiðslur til góðgerðafélaga. Kvennaathvarfið og Barnaspítali Hringsins staðfestu við Vísi að Zuism hefði styrkt þau í nóvember árið 2018. Spítalinn fékk 1,1 milljón krónur en athvarfið eina milljón. Tilefni annarra útgjalda sem bræðurnir stofnuðu til í nafni félagsins er óljósara. Þeir greiddu 9,7 milljónir króna í lögfræðiskostnað sem gæti skýrst af ítrekuðum málaferlum félagsins gegn ríkinu, fyrst til að krefjast dráttarvaxta á sóknargjöldum sem ríkið hélt tímabundið eftir á meðan skorið var úr um hver færi raunverulega með forráð í félaginu og síðar til að hnekkja ákvörðun sýslumanns um að stöðva greiðslur sóknargjalda til félagsins. Rúmlega 2,3 milljónir króna fóru í ymsar aðrar greiðslur og kostnað, þar á meðal almannatengsla- og fjarskiptaþjónustu. Verulegur vafi á raunverulegri starfsemi Héraðssaksóknari gaf út ákæruna á hendur bræðrunum Ágústi Arnari Ágústssyni, forstöðumanni Zuism og bróður hans, Einari Ágústssyni í nóvember. Rannsókn héraðssaksóknara á fjárreiðum Zuism hófst seint á síðasta ári. Verulegur vafi hefur ríkt um að hvort að raunveruleg starfsemi fari fram á vegum Zuism. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur látið halda eftir sóknargjöldum félagsins frá því í byrjun árs 2019 vegna vafa um að það uppfylli skilyrði laga um trú- og lífsskoðunarfélög. Zuism reyndi að hnekkja þeirri ákvörðun sýslumanns en Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af kröfum félagsins í janúar. Ríkislögmaður hélt því fram fyrir dómi að Zuism væri „málamyndafélagsskapur“ sem hefði þann tilgang að komast yfir fjármuni skattgreiðenda. Í dómnum voru gerðar verulegar athugasemdir við þær upplýsingar um fjármál félagsins sem Ágúst Arnar lagði fram. Þær samræmdust hvorki lögum um ársreikninga né samþykktir Zuism sjálfs. Þá var gagnrýnt að engar skýringar væru á ýmsum liðum í reikningum, þar á meðal á níu milljón króna láni til „tengdra aðila“. Enn eru 1.213 manns skráðir í Zuism samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Misvísandi upplýsingar um fjármálin Mikil leynd hefur ríkt yfir fjármálum Zuism undanfarin ár. Ágúst Arnar hefur auglýst endurgreiðslur á sóknargjöldum til félagsmanna en hefur aldrei viljað upplýsa um hversu margir félagsmenn fái sóknargjöld endurgreitt eða hversu mikið þeir fái greitt. Zuism þáði um 84,7 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda, fyrst og fremst frá 2016 til 2018. Skýrslur sem Zuism hefur sent sýslumanni um fjárreiður félagsins í gegnum tíðina hafa einnig gefið misvísandi mynd af rekstri þess. Í ársskýrslu fyrir árið 2017 kom þannig fram að félagið hefði haft 35,6 milljónir króna í „óvenjuleg“ útgjöld án þess að þau væru útskýrð frekar. Engar eignir voru skráðar í skýrsluna. Þegar Zuism skilaði næst ársskýrslu fyrir árið 2018 var engan slíkan óvenjulegan lið að finna. Þá skráði félagsins hins vegar í fyrsta skipti að eignir á árinu 2017 hefðu numið á fimmta tug milljóna króna og að árið 2018 hefðu þær verið meira en 50 milljónir. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í janúar kemur fram að eftir að sýslumaður óskaði svara um fjármál Zuism í fyrra hafi Ágúst Arnar sent leiðrétta skýrslu fyrir árið 2017 í mars þar sem „óvenjulegir liðir“ voru felldir út og eign upp á 46,6 milljónir króna var skráð án frekari skýringa. Í efnahagsreikningi sem Ágúst Arnar lagði fram og dómari í málinu gerði verulegar athugasemdir við kom fram að Zuism hefði lánað „tengdum aðilum“ níu milljónir króna. Engar frekari skýringar voru að finna á hverjir þeir aðilar eru eða hvers vegna lánin voru veitt. Auk lánsins gaf Ágúst Arnar upp 2,4 milljóna króna styrk til „góðs málefnis“ sem var ekki tilgreint frekar, kaup á aðkeyptri þjónustu fyrir 6,8 milljónir króna og um 1,7 milljónir króna í kostnað sem hafi tengst viðburðum. Verulegar efasemdir voru þó settar fram í dómnum um að starfsemi færi fram á vegum Zuism. Ekki er ljóst hvort að efnahagsreikningurinn hafi gefið rétta mynd af fjármálum Zuism. Ágúst Arnar skrifaði sjálfur undir ársreikninginn þrátt fyrir að samþykktir Zuism geri ráð fyrir að löggiltur endurskoðandi sem er ekki félagsmaður geri upp bókhald og semji ársreikning félagsins. Ársreikingurinn uppfyllti heldur ekki skilyrði laga um ársreikninga um að skýringar þyrftu að vera í honum og samanburður liða við fyrra reikningsár. Loforð um endurgreiðslur og deilur um yfirráð Ágúst Arnar og Einar stofnuðu Zuism í félagi við þriðja mann, Ólaf Helga Þorgrímsson, árið 2013. Innanríkisráðuneytið samþykkti það sem trúfélag það ár þrátt fyrir að álitsnefnd hefði í tvígang lagst gegn því áður. Ólafur Helgi var skráður forstöðumaður Zuism þar til í febrúar árið 2014. Hann sagði Vísi í nóvember árið 2018 að hann hefði engin tengsl við félagið lengur. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Ólaf Helga í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 143 milljónir króna vegna meiriháttar skattalagabrota vegna reksturs á ferðastofunni Ævintýrareisum í júní í fyrra. Félaga í Zuism mátti telja á fingrum annarrar handar fyrstu árin eftir stofnun og virðist félagið ekki hafa haldið úti neinni starfsemi. Skilaði það ekki skýrslum um starfsemi sína sem því bar. Sýslumaður ætlaði að afskrá félagið árið 2015 en auglýsti áður eftir félagsmönnum sem teldu sig veita því forstöðu áður. Þá gaf sig fram hópur fólks, ótengdur upphaflegum stofnendum Zuism, sem sá sér leik á borði að mótmæla lagaumhverfi trú- og lífsskoðunarfélaga á Íslandi og sóknargjaldakerfinu. Sýslumaður viðurkenndi forsvarsmann hópsins sem forstöðumann Zuism. Með nýfengin yfirráð yfir trúfélaginu lofaði hópurinn að endurgreiða félagsmönnum sóknargjöld sem það fengi frá ríkinu. Loforðið laðaði fleiri en þrjú þúsund manns að Zuism þegar mest lét og var það þá á meðal fjölmennustu trúfélaga landsins. Þar með átti félagið rétt á tugum milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. Ágúst Arnar gerði þá kröfu um að hann yrði viðurkenndur forstöðumaður Zuism. Fjársýsla ríkisins hélt eftir sóknargjöldum til Zuism frá 2016 til 2017 á meðan greitt var úr því hver færi með yfirráð í félaginu. Sýslumaður viðurkenndi Ágúst Arnar loks sem forstöðumann í október árið 2017. Fjársýslan greiddi félaginu þá út rúmar fimmtíu milljónir króna í sóknargjöld. Endurgreiddi innan við 5% að eigin sögn Ágúst Arnar tók upp loforð hópsins um endurgreiðslurnar. Hann hefur tvisvar auglýst eftir umsóknum um endurgreiðslur, árið 2017 og 2018. Hann hefur hins vegar aldrei viljað greina frá því hversu margir félagsmenn hafi fengið endurgreitt eða hversu mikið. Í skjali sem Ágúst Arnar lagði fram þegar hann höfðaði mál gegn ríkinu vegna sóknargjaldanna sem sýslumaður lét halda eftir mátti þó lesa að Zuism endurgreiddi félagsmönnum innan við 5% þeirra sóknargjalda sem það þáði frá ríkinu árið 2017. Félagið sat því á hátt í fimmtíu milljónum króna ef marka má upplýsingarnar sem Ágúst Arnar skrifaði einn undir. Ætlaði að stíga til hliðar en hætti við Vísir hefur greint frá því að lítil sem engin starfsemi virðist fara fram á vegum Zuism og að það hafi alla tíð verið án fasts aðseturs. Ágúst Arnar hefur haldið því fram að félagið hafi haldið tugi viðburða og athafna. Engar auglýsingar um slíka viðburði hefur verið að finna á vefsíðu eða samfélagsmiðlasíðu Zuism. Ágúst Arnar hefur aldrei svarað fyrirspurnum Vísis eða beðist undan viðtali í gegnum millilið undanfarin ár. Hann tilkynnti að hann ætlaði að stíga til hliðar sem forstöðumaður í byrjun febrúar í fyrra. Ný stjórn félagsins, sem átti að hafa verið kjörin á aðalfundi í september árið 2018, myndi auglýsa stöðuna. Staða forstöðumanns var þó aldrei auglýst og þá hefur Zuism aldrei tilkynnt um nýja stjórn í félaginu. Skömmu síðar kom í ljós að sýslumaður hafði látið stöðva greiðslur sóknargjalda til félagsins. Ágúst Arnar sagðist þá ætla að halda forstöðumennskunni áfram til þar til málið væri til lykta leitt. Eftir að mál Zuism gegn ríkinu var tekið fyrir í desember veitti Ágúst Arnar Mbl.is viðtal þar sem hann boðaði að félaginu yrði slitið þegar dómsmálinu lyki. Um fimmtíu milljóna króna eignum yrði deilt til þeirra sem teldu sig eiga rétt á endurgreiðslum og afgangurinn til „góðgerðarmála“. Dómur féll í janúar og var honum ekki áfrýjað. Ekkert hefur frést af því að Zuism hafi verið slitið. Ágúst Arnar og Einar bróðir hans eru einu þekktu stjórnarmenn félagsins. Hafði 74 milljónir króna af fólki með fölskum fjárfestingarsjóði Saman hafa bræðurnir Ágúst Arnar og Einar verið þekktir sem „Kickstarter-bræður“ í fjölmiðlum vegna fjársafnana þeirra fyrir meintum nýsköpunarverkefnum á bandarísku hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter árið 2015. Einni söfnun þeirra bræðra var síðar lokað þegar tæpar tuttugu milljónir króna höfðu safnast. Kickstarter sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis á sínum tíma að fyrirtækið gæti ekki tjáð sig um ástæður þess að söfnuninni var lokað vegna samstarfs við löggæsluyfirvöld á Íslandi. Um svipað leyti kom fram að bræðurnir voru til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara sem þá hét vegna mögulegra gjaldeyrisbrota. Einar var síðar ákærður og sakfelldur fyrir að hafa fé af fjórum einstaklingum. Fólkið lét Einar fá samtals 74 milljónir króna í þeirri trú að það færi til fjárfestingarsjóðs Einars í Bandaríkjunum. Einn fjórmenninganna lét Einar fá 44 milljónir króna. Héraðsdómur taldi brotavilji Einars hafa verið einbeittan og brot hans „skipulögð og úthugsuð.“ Hægt væri að slá því föstu að fjárfestingarsjóðurinn sem hann sagði fólkinu að hann starfrækti hefði í raun ekki verið starfræktur. Félagið Skajaquoda sem bræðurnir notuðu í einni Kickstarter-söfnuninni kom einnig við sögu í fjársvikamáli Einars. Trúfélagið Zuism er nú skráður raunverulegur eigandi tveggja einkahlutafélaga sem Einar notaði til að féfletta fólk í því máli en hafa síðan skipt um nafn. Í gegnum áðurnefnt EAF á Zuism félagið Metropolis.
Dómsmál Trúmál Zuism Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira