Óskaði eftir ódýrri PS4 tölvu en fékk hana gefins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. desember 2020 14:51 Dagmar til vinstri þegar hún var nýbúin að taka við tölvunni. Siggeir er á myndinni til hægri. Vísir - Aðsend/Siggeir Dagmar Ósk Héðinsdóttir fékk að upplifa sannkallaðan jólaanda, eins og hún kallaði það, á dögunum þegar hún óskaði eftir að fá að kaupa PlayStation 4 tölvu á lágu verði. Hún birti auglýsingu á Facebook-síðunni Brask og brall.is og það leið ekki að löngu þar til velviljaður maður bauðst til þess að gefa henni tölvu. „Mamma heyrði í mér og spurði hvort ég ætti PlayStation 4 tölvu til að selja ódýrt,“ segir Siggeir Karl Kristjánsson, sem gaf Dagmar tölvuna. „Hún sagði mér að það væri kona sem ætti ekki efni á nýrri tölvu sem óskaði eftir tölvu ódýrt. Ég sagði strax já og var bara tilbúinn að gefa henni hana,“ segir Siggeir. Siggeir skrifaði athugasemd við færslu Dagmar þar sem hann bauðst til að gefa henni tölvuna. Ákvörðun Siggeirs vakti mikla athygli inni á hópnum, 1500 manns hafa „lækað“ svarið hans og um fimmtíu manns hrósað Siggeiri fyrir velvild hans. Viðbrögðin hafa verið gríðarleg við gjafmildi Siggeirs.Facebook „Hún var rosalega ánægð og heyrði í mér strax og þakkaði mér fyrir, bróðir hennar hafði líka samband og þakkaði mér fyrir.“ „Mér fannst bara mjög gott að geta gert þetta fyrir hana og vonandi hvetur þetta fleiri til að gera eins,“ segir Siggeir. Hann segir að tölvan muni nýtast Dagmar mun betur en honum. Dagmar er með einhverfu, væga þroskahömlun og kvíða og hefur Dagmar vakið athygli áður en hún er ein nokkurra íslenskra kvenna sem að undanförnu hafa fengið sér dúkkur sem þær kalla dúkkubörn. Dagmar er komin með tölvuna í hendurnar en velvild Siggeirs blés öðrum von í brjóst og bauðst fyrirtækið Sending til þess að skutla tölvunni til Dagmarar endurgjaldslaust. Hún segist afar sátt með tölvuna og segist mjög þakklát fyrir þetta sem „ég kalla sannan jólaanda,“ segir Dagmar. Siggeir segist vonast til þess að gjafmildi hans hvetji fleiri sem geta til að gera góða hluti nú á aðventunni. Jól Góðverk Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
„Mamma heyrði í mér og spurði hvort ég ætti PlayStation 4 tölvu til að selja ódýrt,“ segir Siggeir Karl Kristjánsson, sem gaf Dagmar tölvuna. „Hún sagði mér að það væri kona sem ætti ekki efni á nýrri tölvu sem óskaði eftir tölvu ódýrt. Ég sagði strax já og var bara tilbúinn að gefa henni hana,“ segir Siggeir. Siggeir skrifaði athugasemd við færslu Dagmar þar sem hann bauðst til að gefa henni tölvuna. Ákvörðun Siggeirs vakti mikla athygli inni á hópnum, 1500 manns hafa „lækað“ svarið hans og um fimmtíu manns hrósað Siggeiri fyrir velvild hans. Viðbrögðin hafa verið gríðarleg við gjafmildi Siggeirs.Facebook „Hún var rosalega ánægð og heyrði í mér strax og þakkaði mér fyrir, bróðir hennar hafði líka samband og þakkaði mér fyrir.“ „Mér fannst bara mjög gott að geta gert þetta fyrir hana og vonandi hvetur þetta fleiri til að gera eins,“ segir Siggeir. Hann segir að tölvan muni nýtast Dagmar mun betur en honum. Dagmar er með einhverfu, væga þroskahömlun og kvíða og hefur Dagmar vakið athygli áður en hún er ein nokkurra íslenskra kvenna sem að undanförnu hafa fengið sér dúkkur sem þær kalla dúkkubörn. Dagmar er komin með tölvuna í hendurnar en velvild Siggeirs blés öðrum von í brjóst og bauðst fyrirtækið Sending til þess að skutla tölvunni til Dagmarar endurgjaldslaust. Hún segist afar sátt með tölvuna og segist mjög þakklát fyrir þetta sem „ég kalla sannan jólaanda,“ segir Dagmar. Siggeir segist vonast til þess að gjafmildi hans hvetji fleiri sem geta til að gera góða hluti nú á aðventunni.
Jól Góðverk Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira