Enski boltinn

Bruno fær ríflega launahækkun

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bruno fagnar marki gegn Istanbul Basaksehir í Meistaradeildinni á dögunum.
Bruno fagnar marki gegn Istanbul Basaksehir í Meistaradeildinni á dögunum. Matthew Peters/Getty

Einungis ellefu mánuðum eftir komuna á Old Trafford bíður Portúgalans nýtt samningstilboð.

Manchester United íhugar nú að bjóða miðjumanninum Bruno Fernandes nýjan samning sem myndi gefa honum 200 þúsund pund í laun á viku.

Mirror greinir frá þessu í morgun en Bruno hefur farið á kostum hjá Man. United eftir að hafa verið keyptur til United í byrjun ársins frá Sporting Lissabon.

Hann hefur skorað 22 mörk og lagt upp önnur fjórtán í þeim 37 leikjum sem hann hefur spilað fyrir Ole Gunnar Solskjær frá komunni í janúar. Hann átti m.a. þátt í sigri United á West Ham í gær.

Portúgalinn er einungis búinn með ellefu mánuði af árunum fjórum sem hann skrifaði undir fyrst er hann kom en nú vill United lengja samninginn um eitt ár og tvöfalda launin hans.

Hann myndi því fara úr hundrað þúsund pundum í tvö hundruð þúsund pund á viku en David De Gea fær t.a.m. 350 þúsund pund á viku og Paul Pogba 300 þúsund pund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×