„2018 tímabilið í KR var hrein martröð“ Anton Ingi Leifsson skrifar 6. desember 2020 11:31 Brynjar er margfaldur Íslandsmeistari. STÖÐ 2 SPORT SKJÁSKOT Brynjar Þór Björnsson gerði upp tímann hjá Tindastóli í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, sér ekki eftir því að hafa leikið með Tindastóli tímabilið 2018/2019. Hann segir að hann hafi þurft að breyta til, yfirgefa uppeldisfélagið KR og finna gleðina fyrir körfuboltanum á ný. Körfuboltakvöldið er á ís vegna kórónuveirunnar eins og er, en Brynjar hefur leikið með KR allan sinn feril á Íslandi ef undanskilið er tímabilið 2018/2019. Þá ákvað Brynjar að semja við Tindastól, sem kom mörgum í opna skjöldu, en Brynjar gerði upp tímann hjá Stólunum í Domino’s Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. „Þetta er áður en allt fór til fjandans,“ sagði Brynjar um leikinn gegn Breiðabliki þar sem hann setti Íslandsmet yfir flesta þrista í sögu efstu deildar í körfubolta. En hvað fór til fjandans? „Þetta var rosalega erfitt en þegar ég horfi til baka þá var þetta mjög gaman. Það voru teknar rangar ákvarðanir. Við leyfum Urald King að fara í eins og hálfs mánaðar fæðingarorlof á miðju tímabili. Við fáum leikmann sem fittaði meira inn í það sem við vorum að gera í PJ þó að Urald líti frábærlega út.“ „Það var góður stígandi og PJ var sendur heim því Urald átti að koma til baka en hann var ekki í sama forminu. Hann meiðist svo og lendum í spíral. Sjálfstraustið var í botni fyrir jól en svo fer PJ, Urald kemur aftur og ég ræddi við Dino, Króatann. Ég spurði hann hvort að við hefðum lent í SpaceJam því maður fann það að eitthvað hafði breyst.“ Brynjar sér ekki eftir að hafa flutt í Skagafjörðinn og hann segir að eftir tímabilið 2017/2018 hafi hann þurft að breyta til. „Þetta var geggjað. Það var frábært að fara þarna norður og upplifa lífið í Skagafirði. Maður á frábæra vini þarna og ég er fullur þakklætis að þeir hafi viljað fá mig norður. Ég kom ferskari til baka. Leið og ég mætti á svæðið þá fann ég fyrir tilfinningunni sem er ástæðan fyrir því að ég er að æfa og spila körfubolta.“ „Ég var búinn að missa hana í KR. 2018 tímabilið í KR var hrein martröð. Tölfræðin mín, tölfræði liðsins og allt sem var í gangi var mjög lélegt. Það er ótrúlegt að við höfum náð að vinna þann Íslandsmeistaratitil það árið. Það er Bjössa Kristjáns að þakka,“ sagði Brynjar. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Brynjar um tímann á Sauðárkróki Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll KR Mest lesið „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, sér ekki eftir því að hafa leikið með Tindastóli tímabilið 2018/2019. Hann segir að hann hafi þurft að breyta til, yfirgefa uppeldisfélagið KR og finna gleðina fyrir körfuboltanum á ný. Körfuboltakvöldið er á ís vegna kórónuveirunnar eins og er, en Brynjar hefur leikið með KR allan sinn feril á Íslandi ef undanskilið er tímabilið 2018/2019. Þá ákvað Brynjar að semja við Tindastól, sem kom mörgum í opna skjöldu, en Brynjar gerði upp tímann hjá Stólunum í Domino’s Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. „Þetta er áður en allt fór til fjandans,“ sagði Brynjar um leikinn gegn Breiðabliki þar sem hann setti Íslandsmet yfir flesta þrista í sögu efstu deildar í körfubolta. En hvað fór til fjandans? „Þetta var rosalega erfitt en þegar ég horfi til baka þá var þetta mjög gaman. Það voru teknar rangar ákvarðanir. Við leyfum Urald King að fara í eins og hálfs mánaðar fæðingarorlof á miðju tímabili. Við fáum leikmann sem fittaði meira inn í það sem við vorum að gera í PJ þó að Urald líti frábærlega út.“ „Það var góður stígandi og PJ var sendur heim því Urald átti að koma til baka en hann var ekki í sama forminu. Hann meiðist svo og lendum í spíral. Sjálfstraustið var í botni fyrir jól en svo fer PJ, Urald kemur aftur og ég ræddi við Dino, Króatann. Ég spurði hann hvort að við hefðum lent í SpaceJam því maður fann það að eitthvað hafði breyst.“ Brynjar sér ekki eftir að hafa flutt í Skagafjörðinn og hann segir að eftir tímabilið 2017/2018 hafi hann þurft að breyta til. „Þetta var geggjað. Það var frábært að fara þarna norður og upplifa lífið í Skagafirði. Maður á frábæra vini þarna og ég er fullur þakklætis að þeir hafi viljað fá mig norður. Ég kom ferskari til baka. Leið og ég mætti á svæðið þá fann ég fyrir tilfinningunni sem er ástæðan fyrir því að ég er að æfa og spila körfubolta.“ „Ég var búinn að missa hana í KR. 2018 tímabilið í KR var hrein martröð. Tölfræðin mín, tölfræði liðsins og allt sem var í gangi var mjög lélegt. Það er ótrúlegt að við höfum náð að vinna þann Íslandsmeistaratitil það árið. Það er Bjössa Kristjáns að þakka,“ sagði Brynjar. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Brynjar um tímann á Sauðárkróki Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll KR Mest lesið „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira