„Bara af því valdið er til staðar þá er því misbeitt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2020 21:59 Sveinn Rúnar Hauksson læknir segir að afnema þurfi lög sem heimila nauðungarvistun og lög sem heimila að gefa geðsjúkum lyf gegn þeirra vilja. Vísir/Arnar Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og stjórnarmaður í Geðhjálp til lengri tíma, segir breytingar á lögræðislögum nauðsynlegar. Fjarlægja þurfi greinar í lögunum, meðal annars þær sem heimila geðlæknum valdbeitingu gagnvart sjúklingi. Hann hafi gengið í gegnum það að vera sviptur sjálfræði fyrir löngu síðan og lítið hafi breyst í þeim efnum miðað við lýsingar félaga hans. Sveinn Rúnar settist í viðmælandasætið í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hans skoðun er að þrefalda þurfi útgjöld til geðheilbrigðismála á Íslandi svo þau fái nauðsynlegt fé miðað við aðra málaflokka á heilbrigðissviði. Meðferð fólks með geðræn vandamál þurfi að vera grundvölluð á mannréttindanálgun. „Að við komumst burt frá þessu staðnaða kerfi þar sem ofuráhersla hefur verið á lyflækningar, innilokun og þvingun gagnvart sjúklingnum.“ Mikill þyrnir í augum Sveinn Rúnar glímir sjálfur við geðhvörf og þekkir því geðræn vandamál af eigin raun. Hann hefur látið sig málaflokkinn varða lengi. Hann segir nánast ekkert ætlast til þátttöku sjúklingsins í dag. Allt eigi að lækna með lyfjum og raflosti. „Þetta er lýsingin og þetta er í grundvallaratriðum því miður nálgunin enn í dag. Það er það sem við þurfum að skoða og líta á þessi lögræðislög. Þau eru okkur mikill þyrnir í augum. Með lögræðislögunum er heimilað að svipta fólk sjálfræði ef svo ber undir.“ Viðmiðið, mörkin séu svo óskýr. „Það er talað um að ef viðkomandi er haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða að útlit sé fyrir það. Eða ætla megi. Það eru nógar líkur. Til þess að viðkomandi sé handtekinn, fluttur á geðdeild, tekinn þar gjarnan föstum tökum. Það er mín eigin reynsla, að fara í gegnum það. Það hefur því miður lítið breyst í því,“ segir Sveinn Rúnar. Eigi ekki að vera hægt Hann lýsir fyrstu móttökunum þannig að hópur manna, sex til sjö, ráðist á mann, felli og svo sé sprautaður í mann stór skammtur af sterku geðlyfi. „Ég er að lýsa því sem ég gekk í gegnum sjálfur oftar en einu sinni. Hjá mér var þetta fyrir 35 árum en hjá öðrum félögum mínum er þetta það sem er að gerast í dag.“ Með sjálfræði séu öll völd einstaklins yfir sjálfum sér fjarlægð. „Þetta á ekkert að vera hægt. Það á að útiloka þetta og sáttmálin um réttindi fólks með fatlanir styður okkur í því. Við þurfum engin lög eða sáttamála. Við vitum með sjálfum okkur, okkar siðferðisvitund segir okkur að svona eigi ekki að fara með fólk.“ Ég er meinleysis grey 28. grein lögræðislaganna sé verst af þeim öllum. Hún gefi vakthafandi geðlækni leyfi til að framkalla þessa svokölluðu þvinguðu lyfjagjöf. 28. grein laganna. „Þessi grein verður bara að fara.“ Auðvitað eigi sjúklingurinn að geta sagt nei við lyfjum. „Auðvitað á lyfjagjöfin að vera í samvinnu og með fullri virðingu. Ef virðingin brestur er lítil von um bata. Þarna er þessum vakthafandi geðlækni gefið allt of mikið valda, sem spillir.“ Hann vísar til 28. greinarinnar þar sem segi að vakthafandi læknir geti aðeins tekið ákvörðun um lyfjagjöf ef hann sé sjálfum sér eða öðrum hættulegur, eða ef lífi hans og heilsu sé stefnt í voða. „Það hefur aldrei átt við um mig. Ég er meinleysis grey. Ég hef aldrei verið hættulegur sjálfum mér né öðrum. Bara af því valdið er til staðar þá er því misbeitt.“ Heilbrigðismál Víglínan Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Hann hafi gengið í gegnum það að vera sviptur sjálfræði fyrir löngu síðan og lítið hafi breyst í þeim efnum miðað við lýsingar félaga hans. Sveinn Rúnar settist í viðmælandasætið í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hans skoðun er að þrefalda þurfi útgjöld til geðheilbrigðismála á Íslandi svo þau fái nauðsynlegt fé miðað við aðra málaflokka á heilbrigðissviði. Meðferð fólks með geðræn vandamál þurfi að vera grundvölluð á mannréttindanálgun. „Að við komumst burt frá þessu staðnaða kerfi þar sem ofuráhersla hefur verið á lyflækningar, innilokun og þvingun gagnvart sjúklingnum.“ Mikill þyrnir í augum Sveinn Rúnar glímir sjálfur við geðhvörf og þekkir því geðræn vandamál af eigin raun. Hann hefur látið sig málaflokkinn varða lengi. Hann segir nánast ekkert ætlast til þátttöku sjúklingsins í dag. Allt eigi að lækna með lyfjum og raflosti. „Þetta er lýsingin og þetta er í grundvallaratriðum því miður nálgunin enn í dag. Það er það sem við þurfum að skoða og líta á þessi lögræðislög. Þau eru okkur mikill þyrnir í augum. Með lögræðislögunum er heimilað að svipta fólk sjálfræði ef svo ber undir.“ Viðmiðið, mörkin séu svo óskýr. „Það er talað um að ef viðkomandi er haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða að útlit sé fyrir það. Eða ætla megi. Það eru nógar líkur. Til þess að viðkomandi sé handtekinn, fluttur á geðdeild, tekinn þar gjarnan föstum tökum. Það er mín eigin reynsla, að fara í gegnum það. Það hefur því miður lítið breyst í því,“ segir Sveinn Rúnar. Eigi ekki að vera hægt Hann lýsir fyrstu móttökunum þannig að hópur manna, sex til sjö, ráðist á mann, felli og svo sé sprautaður í mann stór skammtur af sterku geðlyfi. „Ég er að lýsa því sem ég gekk í gegnum sjálfur oftar en einu sinni. Hjá mér var þetta fyrir 35 árum en hjá öðrum félögum mínum er þetta það sem er að gerast í dag.“ Með sjálfræði séu öll völd einstaklins yfir sjálfum sér fjarlægð. „Þetta á ekkert að vera hægt. Það á að útiloka þetta og sáttmálin um réttindi fólks með fatlanir styður okkur í því. Við þurfum engin lög eða sáttamála. Við vitum með sjálfum okkur, okkar siðferðisvitund segir okkur að svona eigi ekki að fara með fólk.“ Ég er meinleysis grey 28. grein lögræðislaganna sé verst af þeim öllum. Hún gefi vakthafandi geðlækni leyfi til að framkalla þessa svokölluðu þvinguðu lyfjagjöf. 28. grein laganna. „Þessi grein verður bara að fara.“ Auðvitað eigi sjúklingurinn að geta sagt nei við lyfjum. „Auðvitað á lyfjagjöfin að vera í samvinnu og með fullri virðingu. Ef virðingin brestur er lítil von um bata. Þarna er þessum vakthafandi geðlækni gefið allt of mikið valda, sem spillir.“ Hann vísar til 28. greinarinnar þar sem segi að vakthafandi læknir geti aðeins tekið ákvörðun um lyfjagjöf ef hann sé sjálfum sér eða öðrum hættulegur, eða ef lífi hans og heilsu sé stefnt í voða. „Það hefur aldrei átt við um mig. Ég er meinleysis grey. Ég hef aldrei verið hættulegur sjálfum mér né öðrum. Bara af því valdið er til staðar þá er því misbeitt.“
Heilbrigðismál Víglínan Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira