Góður svefn og meira kynlíf Sandra Mjöll Jónsdóttir- Buch skrifar 7. desember 2020 11:01 Nýlegar rannsóknir sýna, svo ekki sé um villst, að góður svefn er okkur lífsnauðsynlegur og bætir líðan og frammistöðu á mörgum sviðum. Þar á meðal innan veggja svefnherbergisins. Því miður eru svefnvandamál samt gífurlega algeng og skerða lífsgæði fólks um allan heim verulega. Mikil vitundarvakning um mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu hefur þó sem betur fer átt sér stað undanfarin ár og hafa sérfræðingar bent á ýmis heilsuvandamál sem geta fylgt skertum svefni. En hvaða áhrif hefur svefnleysi á kynlíf, kynlöngun og frjósemi? Þegar kynlífsvenjur fólks eru skoðaðar í rannsóknum kemur í ljós að við stundum minna kynlíf nú en áður. Þegar fólk er spurt hvers vegna það stundi ekki meira kynlíf, þá er algengasta svarið að það sé of þreytt til þess. Þetta á sérstaklega við um konur, en um 40% kvenna segjast hafa litla kynlöngun. Þessar konur eru oft leiðar á ástandinu og vilja finna lausnir til að auka kynhvöt. Það vilja bólfélagar þeirra oft líka. Svefnvandamál skerða kynlöngun Talið er líklegt að í sumum tilvikum sé hægt að rekja skerta kynlöngun til svefnvandamála og hafa bættar svefnvenjur gefið góða raun hjá fólki sem kvartar undan kyndeyfð. Þá hafa rannsóknir sýnt að konur eru mun líklegri til að stunda kynlíf daginn eftir að hafa fengið nægan svefn og upplifa að eigin sögn meiri löngun. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar skoðað er hversu algeng svefnvandamál eru, sérstaklega meðal kvenna. Það er algengt að svefntruflanir kvenna komi í kjölfar hormónabreytinga sem eiga sér til dæmis stað við barneignir, á meðgöngu, við kynþroska og tíðahvörf. Þessi svefnvandamál geta í mörgum tilfellum þróast yfir í langvarandi svefnleysi sem hefur áhrif á kynlöngun og kynhvöt kvenna til langs tíma ef ekkert er að gert. Svefntruflanir geta valdið risvandamálum Skertur svefn og svefntruflanir hafa líka bein áhrif á kynlíf karlmanna. Of lítill svefn getur dregið úr magni sáðfruma hjá körlum og eru risvandamál algengari hjá þeim körlum sem vakna oft upp á nóttunni, til dæmis hjá þeim sem eru með kæfisvefn. Í báðum tilfellum er framleiðsla kynhormónsins testósteróns minnkuð, en karlar framleiða og losa testósterón meðan þeir sofa. Það er því ljóst að góður svefn gegnir mjög mikilvægu hlutverki í frjósemi og kynheilsu karlmanna. Svefn og kynlíf eru hvoru tveggja hluti af grunnþörfum mannsins, en þrátt fyrir að mikil vitundarvakning hafi átt sér stað undanfarið virðast fáir tengja þessa tvo mikilvægu þætti saman. Því er enn margt á huldu varðandi samspilið þeirra á milli. Við vitum þó að góður og nægur svefn er grundvallarþáttur í vellíðan einstaklinga, minnkar líkur á ýmsum sjúkdómum og getur aukið lífshamingjuna til muna, t.d. með því að bæta kynlífið. Til eru fjölmörg ráð til að bæta svefninn og hvet ég lesendur til að kynna sér þau og huga vel að svefninum, því ávinningurinn er mikill. Höfundur er doktor í líf- og læknavísindum, frumkvöðull og starfar hjá Florealis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svefn Kynlíf Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlegar rannsóknir sýna, svo ekki sé um villst, að góður svefn er okkur lífsnauðsynlegur og bætir líðan og frammistöðu á mörgum sviðum. Þar á meðal innan veggja svefnherbergisins. Því miður eru svefnvandamál samt gífurlega algeng og skerða lífsgæði fólks um allan heim verulega. Mikil vitundarvakning um mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu hefur þó sem betur fer átt sér stað undanfarin ár og hafa sérfræðingar bent á ýmis heilsuvandamál sem geta fylgt skertum svefni. En hvaða áhrif hefur svefnleysi á kynlíf, kynlöngun og frjósemi? Þegar kynlífsvenjur fólks eru skoðaðar í rannsóknum kemur í ljós að við stundum minna kynlíf nú en áður. Þegar fólk er spurt hvers vegna það stundi ekki meira kynlíf, þá er algengasta svarið að það sé of þreytt til þess. Þetta á sérstaklega við um konur, en um 40% kvenna segjast hafa litla kynlöngun. Þessar konur eru oft leiðar á ástandinu og vilja finna lausnir til að auka kynhvöt. Það vilja bólfélagar þeirra oft líka. Svefnvandamál skerða kynlöngun Talið er líklegt að í sumum tilvikum sé hægt að rekja skerta kynlöngun til svefnvandamála og hafa bættar svefnvenjur gefið góða raun hjá fólki sem kvartar undan kyndeyfð. Þá hafa rannsóknir sýnt að konur eru mun líklegri til að stunda kynlíf daginn eftir að hafa fengið nægan svefn og upplifa að eigin sögn meiri löngun. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar skoðað er hversu algeng svefnvandamál eru, sérstaklega meðal kvenna. Það er algengt að svefntruflanir kvenna komi í kjölfar hormónabreytinga sem eiga sér til dæmis stað við barneignir, á meðgöngu, við kynþroska og tíðahvörf. Þessi svefnvandamál geta í mörgum tilfellum þróast yfir í langvarandi svefnleysi sem hefur áhrif á kynlöngun og kynhvöt kvenna til langs tíma ef ekkert er að gert. Svefntruflanir geta valdið risvandamálum Skertur svefn og svefntruflanir hafa líka bein áhrif á kynlíf karlmanna. Of lítill svefn getur dregið úr magni sáðfruma hjá körlum og eru risvandamál algengari hjá þeim körlum sem vakna oft upp á nóttunni, til dæmis hjá þeim sem eru með kæfisvefn. Í báðum tilfellum er framleiðsla kynhormónsins testósteróns minnkuð, en karlar framleiða og losa testósterón meðan þeir sofa. Það er því ljóst að góður svefn gegnir mjög mikilvægu hlutverki í frjósemi og kynheilsu karlmanna. Svefn og kynlíf eru hvoru tveggja hluti af grunnþörfum mannsins, en þrátt fyrir að mikil vitundarvakning hafi átt sér stað undanfarið virðast fáir tengja þessa tvo mikilvægu þætti saman. Því er enn margt á huldu varðandi samspilið þeirra á milli. Við vitum þó að góður og nægur svefn er grundvallarþáttur í vellíðan einstaklinga, minnkar líkur á ýmsum sjúkdómum og getur aukið lífshamingjuna til muna, t.d. með því að bæta kynlífið. Til eru fjölmörg ráð til að bæta svefninn og hvet ég lesendur til að kynna sér þau og huga vel að svefninum, því ávinningurinn er mikill. Höfundur er doktor í líf- og læknavísindum, frumkvöðull og starfar hjá Florealis.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun