Málflutningur lýtaskurðlæknisins ekki í takt við raunveruleg vísindi Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. desember 2020 18:05 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir málflutning lýtaskurðlæknis, sem fór hvorki í sóttkví né sýnatöku við komu til landsins um helgina, um kórónuveiruna alrangan. Margsannað sé að einkennalausir smiti út frá sér. Hann vonar að fólk taki ekki mark á orðum læknisins, sem ekki er lengur með lækningaleyfi á Íslandi. Fjallað hefur verið um mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis í fjölmiðlum um helgina en hún kom til landsins frá Danmörku á föstudag og fór ekki í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli. Daginn eftir mætti hún á mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum á Austurvelli og fór því heldur ekki eftir reglum um sóttkví. Elísabet var gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpsþætti hans Podcast með Sölva Tryggva 20. nóvember síðastliðinn. Þar hélt hún því m.a. fram að einkennalausir gætu ekki smitað annað fólk af kórónuveirunni. „Það eru engar rannsóknir til um það, það er búið að rannsaka þetta í 100 ár, meðal annars eftir 1918-faraldurinn, það er til einhver ein rannsókn þar sem kannski líklega einhver smitar af veiru áður en hann er kominn með einkenni. Þær eru ekki til. Við erum ekki að smita einkennalaus. Þú getur ekki greint Covid-19 nema þú sért með einkenni,“ sagði Elísabet. Margsannað að einkennalausir smiti aðra Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að þetta væri einfaldlega alrangt hjá Elísabetu. Það væri margbúið að sýna fram á það að einkennalausir smituðu út frá sér, líkt og sérfræðingar hafa ítrekað haldið fram síðustu mánuði. „Við sjáum það á þeim sýnum sem við erum að taka á einkennalausu fólki, þar sem mælist mjög mikið af veiru. Þannig að þetta er margsannað og þetta er bara ekki rétt það sem fjölmiðlar eru með. Ég hef nú ekki hlustað á það sem þú ert að vitna til en mér finnst það bara sorglegt að læknismenntað fólk skuli halda svona fram eftir að hafa fengið ágætismenntun í læknisfræði hér á Íslandi,“ sagði Þórólfur. „Þetta er alrangt. Þetta er mjög vel þekkt með inflúensu til dæmis, bæði heimsfaraldur inflúensu og árlegu inflúensuna. Menn eru byrjaðir að smita sólarhring áður en þeir veikjast enda er meðgöngutíminn þar mjög stuttur. Þetta gildir um inflúensu, aðrar veirur og svo sannarlega um kórónuveiruna sem nú er í gangi. Og það eru fjölmargar rannsóknir sem styðja þetta. Þannig að þetta er gjörsamlega rangt meðfarið.“ Ekki í takti við raunveruleg vísindi Inntur eftir því hvort hann hefði áhyggjur af því að fólk tæki málflutning Elísabetar trúanlegan sagði Þórólfur að erfitt væri að leggja mat á það en hann vonaði að svo væri ekki. „En þetta hljómar mjög undarlega og er ekki í neinum takti við raunveruleg vísindi eða raunverulegar niðurstöður rannsókna. Þannig að hvað liggur að baki því að menn tali svona veit ég nú ekki.“ Mál Elísabetar er nú til skoðunar hjá lögreglu á Suðurnesjum en hún virðist hafa brotið sóttvarnalög eftir að hafa ekki hlýtt sóttkví um helgina, líkt og áður var getið. Þá er Elísabet ekki lengur með starfsleysi til lækninga hér á landi, að því er fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins nú síðdegis. Þar segir að starfsleyfi hennar hafi verið takmarkað fyrir einhverjum árum og síðar tekið af henni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfi þykir miður að sjá kollega tala með þeim hætti sem Elísabet gerir „Mér þykir miður þegar mínir kollegar sem hafa gengið í gegnum ákveðið nám og fengið ákveðna reynslu tala með þessum hætti en við því er ekkert að gera en það hefur ekkert verið skoðað sérstaklega hvort það eigi að meðhöndla það einhvern veginn öðruvísi þótt fólk tali með þessum hætti.“ 7. desember 2020 12:20 Mál Elísabetar á borði lögreglu Mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis sem fór hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt heimildum fréttastofu. 6. desember 2020 10:24 Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Sjá meira
Fjallað hefur verið um mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis í fjölmiðlum um helgina en hún kom til landsins frá Danmörku á föstudag og fór ekki í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli. Daginn eftir mætti hún á mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum á Austurvelli og fór því heldur ekki eftir reglum um sóttkví. Elísabet var gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpsþætti hans Podcast með Sölva Tryggva 20. nóvember síðastliðinn. Þar hélt hún því m.a. fram að einkennalausir gætu ekki smitað annað fólk af kórónuveirunni. „Það eru engar rannsóknir til um það, það er búið að rannsaka þetta í 100 ár, meðal annars eftir 1918-faraldurinn, það er til einhver ein rannsókn þar sem kannski líklega einhver smitar af veiru áður en hann er kominn með einkenni. Þær eru ekki til. Við erum ekki að smita einkennalaus. Þú getur ekki greint Covid-19 nema þú sért með einkenni,“ sagði Elísabet. Margsannað að einkennalausir smiti aðra Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að þetta væri einfaldlega alrangt hjá Elísabetu. Það væri margbúið að sýna fram á það að einkennalausir smituðu út frá sér, líkt og sérfræðingar hafa ítrekað haldið fram síðustu mánuði. „Við sjáum það á þeim sýnum sem við erum að taka á einkennalausu fólki, þar sem mælist mjög mikið af veiru. Þannig að þetta er margsannað og þetta er bara ekki rétt það sem fjölmiðlar eru með. Ég hef nú ekki hlustað á það sem þú ert að vitna til en mér finnst það bara sorglegt að læknismenntað fólk skuli halda svona fram eftir að hafa fengið ágætismenntun í læknisfræði hér á Íslandi,“ sagði Þórólfur. „Þetta er alrangt. Þetta er mjög vel þekkt með inflúensu til dæmis, bæði heimsfaraldur inflúensu og árlegu inflúensuna. Menn eru byrjaðir að smita sólarhring áður en þeir veikjast enda er meðgöngutíminn þar mjög stuttur. Þetta gildir um inflúensu, aðrar veirur og svo sannarlega um kórónuveiruna sem nú er í gangi. Og það eru fjölmargar rannsóknir sem styðja þetta. Þannig að þetta er gjörsamlega rangt meðfarið.“ Ekki í takti við raunveruleg vísindi Inntur eftir því hvort hann hefði áhyggjur af því að fólk tæki málflutning Elísabetar trúanlegan sagði Þórólfur að erfitt væri að leggja mat á það en hann vonaði að svo væri ekki. „En þetta hljómar mjög undarlega og er ekki í neinum takti við raunveruleg vísindi eða raunverulegar niðurstöður rannsókna. Þannig að hvað liggur að baki því að menn tali svona veit ég nú ekki.“ Mál Elísabetar er nú til skoðunar hjá lögreglu á Suðurnesjum en hún virðist hafa brotið sóttvarnalög eftir að hafa ekki hlýtt sóttkví um helgina, líkt og áður var getið. Þá er Elísabet ekki lengur með starfsleysi til lækninga hér á landi, að því er fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins nú síðdegis. Þar segir að starfsleyfi hennar hafi verið takmarkað fyrir einhverjum árum og síðar tekið af henni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfi þykir miður að sjá kollega tala með þeim hætti sem Elísabet gerir „Mér þykir miður þegar mínir kollegar sem hafa gengið í gegnum ákveðið nám og fengið ákveðna reynslu tala með þessum hætti en við því er ekkert að gera en það hefur ekkert verið skoðað sérstaklega hvort það eigi að meðhöndla það einhvern veginn öðruvísi þótt fólk tali með þessum hætti.“ 7. desember 2020 12:20 Mál Elísabetar á borði lögreglu Mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis sem fór hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt heimildum fréttastofu. 6. desember 2020 10:24 Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Sjá meira
Þórólfi þykir miður að sjá kollega tala með þeim hætti sem Elísabet gerir „Mér þykir miður þegar mínir kollegar sem hafa gengið í gegnum ákveðið nám og fengið ákveðna reynslu tala með þessum hætti en við því er ekkert að gera en það hefur ekkert verið skoðað sérstaklega hvort það eigi að meðhöndla það einhvern veginn öðruvísi þótt fólk tali með þessum hætti.“ 7. desember 2020 12:20
Mál Elísabetar á borði lögreglu Mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis sem fór hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt heimildum fréttastofu. 6. desember 2020 10:24
Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32