Allt að 250 þúsund Íslendingar þurfa bólusetningu Lillý Valgerður Pétursdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 7. desember 2020 19:30 Covid-sýnataka hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Heilsugæslan mun einnig halda utan um bólusetningar við veirunni þegar þar að kemur. Vísir/vilhelm Tvö hundruð og tuttugu til tvö hundruð og fimmtíu þúsund Íslendingar þurfa að fara í bólusetningu gegn kórónuveirunni til að bæla faraldurinn niður að mati sóttvarnalæknis. Hann segir engan verða skyldaðan til að fara í bólusetningu þó lykilatriði sé að sem flestir mæti. Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þeir voru allir í sóttkví. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með næsta miðvikudegi. Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í tilslakanir sér í lagi nú þegar jólahátíðin er framundan. „Ég held við séum á svolítið viðkvæmum tíma, jafnvel þó við séum komin svona vel niður þá er það bara í tiltölulega stuttan tíma, við megum ekki gleyma því. Og það þarf ekki mikið til þess að þetta rjúki upp eins og við höfum séð áður. Hafandi í huga þá reynslu þá held ég að við þurfum að fara varlega og sérstaklega þegar við erum að líta fram á aðventuna og allt sem gerist þá, og jólin,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Þórólfur segir engan verða skyldaðan til að fara í bólusetningu gegn kórónuveirunni. Lykilatriði er þó að fólk mæti. Sextíu til sjötíu prósent allra landsmanna þurfi að mæta í bólusetningu til að náað bæla faraldurinn niður. Íslendingar eru 364 þúsund í dag. Búið að er að ákveða að börn fjórtán ára og yngri verða ekki bólusett, nema í sérstökum tilfellum, en þau eru hátt í sjötíu þúsund eða tæp tuttugu prósent landsmanna. Flestir þeirra sem eru eldri en það þurfa því að fara í bólusetningu til að viðeigandi árangur náist en það eru 220 til 250 þúsund manns. Þórólfur hefur trú á því að Íslendingar fjölmenni í bólusetningu til að veiran hætti að stjórna lífi landsmanna. „Það hefur verið mjög góður vilji hér og almenningur, finnst mér, sér bólusetningar í réttu ljósi og ég vona að það haldi áfram.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Bretar mæla gegn bólusetningu ef þungun er fyrirhuguð innan þriggja mánaða Engar rannsóknaniðurstöður liggja fyrir um öryggi bóluefna gegn Covid-19 hjá þunguðum konum og því hafa bresk heilbrigðisyfirvöld ákveðið að bólusetja ekki þann hóp. 7. desember 2020 13:25 Mögulegt að bólusetja tugþúsundir á dag Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að ef nægt bóluefni gegn Covid-19 verður tiltækt hér á landi væri hægt að bólusetja alla þá sem það vilja á örfáum dögum. Mögulegt sé að bólusetja tugþúsundir einstaklinga á dag. 7. desember 2020 06:43 Óvissa um ferðaþjónustuna eftir bólusetningu Hagfræðingur segir að jákvæðar fréttir af bóluefni geti haft óbein áhrif á efnahagskerfið. Óvissa sé þó um hvað gerist í ferðaþjónustunni þegar búið er að bólusetja flestar þjóðir. 6. desember 2020 12:42 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þeir voru allir í sóttkví. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með næsta miðvikudegi. Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í tilslakanir sér í lagi nú þegar jólahátíðin er framundan. „Ég held við séum á svolítið viðkvæmum tíma, jafnvel þó við séum komin svona vel niður þá er það bara í tiltölulega stuttan tíma, við megum ekki gleyma því. Og það þarf ekki mikið til þess að þetta rjúki upp eins og við höfum séð áður. Hafandi í huga þá reynslu þá held ég að við þurfum að fara varlega og sérstaklega þegar við erum að líta fram á aðventuna og allt sem gerist þá, og jólin,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Þórólfur segir engan verða skyldaðan til að fara í bólusetningu gegn kórónuveirunni. Lykilatriði er þó að fólk mæti. Sextíu til sjötíu prósent allra landsmanna þurfi að mæta í bólusetningu til að náað bæla faraldurinn niður. Íslendingar eru 364 þúsund í dag. Búið að er að ákveða að börn fjórtán ára og yngri verða ekki bólusett, nema í sérstökum tilfellum, en þau eru hátt í sjötíu þúsund eða tæp tuttugu prósent landsmanna. Flestir þeirra sem eru eldri en það þurfa því að fara í bólusetningu til að viðeigandi árangur náist en það eru 220 til 250 þúsund manns. Þórólfur hefur trú á því að Íslendingar fjölmenni í bólusetningu til að veiran hætti að stjórna lífi landsmanna. „Það hefur verið mjög góður vilji hér og almenningur, finnst mér, sér bólusetningar í réttu ljósi og ég vona að það haldi áfram.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Bretar mæla gegn bólusetningu ef þungun er fyrirhuguð innan þriggja mánaða Engar rannsóknaniðurstöður liggja fyrir um öryggi bóluefna gegn Covid-19 hjá þunguðum konum og því hafa bresk heilbrigðisyfirvöld ákveðið að bólusetja ekki þann hóp. 7. desember 2020 13:25 Mögulegt að bólusetja tugþúsundir á dag Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að ef nægt bóluefni gegn Covid-19 verður tiltækt hér á landi væri hægt að bólusetja alla þá sem það vilja á örfáum dögum. Mögulegt sé að bólusetja tugþúsundir einstaklinga á dag. 7. desember 2020 06:43 Óvissa um ferðaþjónustuna eftir bólusetningu Hagfræðingur segir að jákvæðar fréttir af bóluefni geti haft óbein áhrif á efnahagskerfið. Óvissa sé þó um hvað gerist í ferðaþjónustunni þegar búið er að bólusetja flestar þjóðir. 6. desember 2020 12:42 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Bretar mæla gegn bólusetningu ef þungun er fyrirhuguð innan þriggja mánaða Engar rannsóknaniðurstöður liggja fyrir um öryggi bóluefna gegn Covid-19 hjá þunguðum konum og því hafa bresk heilbrigðisyfirvöld ákveðið að bólusetja ekki þann hóp. 7. desember 2020 13:25
Mögulegt að bólusetja tugþúsundir á dag Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að ef nægt bóluefni gegn Covid-19 verður tiltækt hér á landi væri hægt að bólusetja alla þá sem það vilja á örfáum dögum. Mögulegt sé að bólusetja tugþúsundir einstaklinga á dag. 7. desember 2020 06:43
Óvissa um ferðaþjónustuna eftir bólusetningu Hagfræðingur segir að jákvæðar fréttir af bóluefni geti haft óbein áhrif á efnahagskerfið. Óvissa sé þó um hvað gerist í ferðaþjónustunni þegar búið er að bólusetja flestar þjóðir. 6. desember 2020 12:42