Erlent

Vill Austin sem varnar­mála­ráð­herra

Atli Ísleifsson skrifar
Lloyd Austin stýrði aðgerðum Bandaríkjahers í Miðausturlöndum, Mið-Asíu og hluta Suður-Asíu á árunum 2013 til 2016.
Lloyd Austin stýrði aðgerðum Bandaríkjahers í Miðausturlöndum, Mið-Asíu og hluta Suður-Asíu á árunum 2013 til 2016. AP

Joe Biden hefur valið herforingjann fyrrverandi, Lloyd Austin, til að gegna embætti varnarmálaráðherra í ríkisstjórn sinni. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar þó að hvorki Biden né Austin hafi enn staðfest fréttirnar.

Verði Austin skipaður yrði hann fyrsti svarti maðurinn til að stýra bandaríska varnarmálaráðuneytinu Pentagon.

Politico segir valið á hinum 67 ára Austin komi nokkuð á óvart þar sem Michèle Flournoy, sem áður starfaði innan varnarmálaráðuneytisins, eða Jeh Johnson, fyrrverandi ráðherra öryggismála, hafi þótt líklegust til að verða fyrir valinu.

Segir Politico að Austin þyki líklegri en þau Flournoy eða Johnson til að fylgja stefnu Biden og að minni líkur sé á árekstrum.

Erfiðlega gæti reynst að fá öldungadeild Bandaríkjaþings til að samþykkja Austin þar sem þess er krafist að sjö ár hið minnsta skuli líða frá starfslokum innan bandaríska hersins áður en einstaklingur getur tekið við embætti varnarmálaráðherra. Það eigi ekki við um Austin og þurfi því sérstaka undanþágu.

Austin stýrði aðgerðum Bandaríkjahers í Miðausturlöndum, Mið-Asíu og hluta Suður-Asíu á árunum 2013 til 2016. Hann stýrði líka um tíma aðgerðum Bandaríkjahers í Írak.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×