Níræð kona í Coventry sú fyrsta sem er bólusett gegn Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2020 08:20 Hjúkrunarfræðingurinn Matron May Parsons bólusetur hér Margaret Keenan gegn Covid-19 upp úr klukkan hálfsjö í morgun. Getty/Jacob King Hin níræða Margaret Keenan varð í dag fyrsta manneskjan til þess að vera bólusett gegn Covid-19 í skipulagðri bólusetningu fyrir almenning. Keenan var bólusett á háskólasjúkrahúsinu í Coventry í Bretlandi en Bretar hófu bólusetningu í morgun, fyrstir þjóða, eftir að yfirvöld þar í landi samþykktu bóluefni Pfizer í liðinni viku. Keenan verður 91 árs í næstu viku og sagði að bólusetningin væri besta afmælisgjöf sem hún gæti hugsað sér. Hún átti skartgripaverslun og settist ekki í helgan stein fyrr en hún var orðin 86 ára. „Mér líður eins og ég njóti mikilla forréttinda að vera fyrsta manneskjan sem er bólusett gegn Covid-19, þetta er besta afmælisgjöf sem ég hefði getað óskað mér því þetta þýðir að ég get nú hlakkað til að verja tíma með fjölskyldu minni og vinum á nýju ári eftir að hafa verið alein mestan hluta þessa árs,“ sagði Keenan við tilefnið í morgun. These cards are a standard NHS reminder card for your follow-up appointment. Health Secretary @MattHancock says cards issued by the NHS after receiving a #coronavirus vaccine and are not an immunity certificate .Get the latest on #COVID19: https://t.co/W5Gk1IqLzX pic.twitter.com/8wX5n3apnl— Sky News (@SkyNews) December 8, 2020 Hjúkrunarfræðingurinn Matron May Parsons bólusetti Keeanan og sagði skartgripasalinn fyrrverandi að hún gæti ekki þakkað May og breska heilbrigðiskerfinu, NHS, nægilega fyrir að hugsa svo vel um sig. „Ég ráðlegg öllum að láta bólusetja sig. Ef ég get fengið bóluefnið 90 ára gömul getur þú fengið það líka,“ sagði Keenan. Þessi sögulegi dagur er kallaður V-day í Bretlandi með vísan í enska orðið fyrir bólusetningu, „vaccination“. 800 þúsund skammtar af bóluefni Pfizer verða gefnir í Bretlandi á næstu vikum. Í fyrstu atrennu í Englandi fær fólk yfir áttræðu sprautu með efninu frá Pfizer/BioNTech og einnig tilteknir heilbrigðisstarfsmenn. Í Skotlandi er annar háttur hafður á, þar fá þeir sem gefa bóluefnið fyrstir sprautu og í Wales og á Norður-Írlandi eru heilbrigðisstarfsmenn í fyrsta forgangi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Keenan var bólusett á háskólasjúkrahúsinu í Coventry í Bretlandi en Bretar hófu bólusetningu í morgun, fyrstir þjóða, eftir að yfirvöld þar í landi samþykktu bóluefni Pfizer í liðinni viku. Keenan verður 91 árs í næstu viku og sagði að bólusetningin væri besta afmælisgjöf sem hún gæti hugsað sér. Hún átti skartgripaverslun og settist ekki í helgan stein fyrr en hún var orðin 86 ára. „Mér líður eins og ég njóti mikilla forréttinda að vera fyrsta manneskjan sem er bólusett gegn Covid-19, þetta er besta afmælisgjöf sem ég hefði getað óskað mér því þetta þýðir að ég get nú hlakkað til að verja tíma með fjölskyldu minni og vinum á nýju ári eftir að hafa verið alein mestan hluta þessa árs,“ sagði Keenan við tilefnið í morgun. These cards are a standard NHS reminder card for your follow-up appointment. Health Secretary @MattHancock says cards issued by the NHS after receiving a #coronavirus vaccine and are not an immunity certificate .Get the latest on #COVID19: https://t.co/W5Gk1IqLzX pic.twitter.com/8wX5n3apnl— Sky News (@SkyNews) December 8, 2020 Hjúkrunarfræðingurinn Matron May Parsons bólusetti Keeanan og sagði skartgripasalinn fyrrverandi að hún gæti ekki þakkað May og breska heilbrigðiskerfinu, NHS, nægilega fyrir að hugsa svo vel um sig. „Ég ráðlegg öllum að láta bólusetja sig. Ef ég get fengið bóluefnið 90 ára gömul getur þú fengið það líka,“ sagði Keenan. Þessi sögulegi dagur er kallaður V-day í Bretlandi með vísan í enska orðið fyrir bólusetningu, „vaccination“. 800 þúsund skammtar af bóluefni Pfizer verða gefnir í Bretlandi á næstu vikum. Í fyrstu atrennu í Englandi fær fólk yfir áttræðu sprautu með efninu frá Pfizer/BioNTech og einnig tilteknir heilbrigðisstarfsmenn. Í Skotlandi er annar háttur hafður á, þar fá þeir sem gefa bóluefnið fyrstir sprautu og í Wales og á Norður-Írlandi eru heilbrigðisstarfsmenn í fyrsta forgangi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira