Svandís gerði nokkrar breytingar á tillögunum í samráði við Þórólf Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. desember 2020 13:32 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir féllust saman á nokkrar breytingar í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra gerði nokkrar breytingar á tillögum sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á fimmtudag. Breytingarnar voru gerðar í samráði við þann síðarnefnda í gærkvöldi, að sögn ráðherra. Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýju sóttvarnareglunum sem taka gildi á fimmtudag. Verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verður sundlaugum heimilt að opna. Þá verða sundlaugar opnaðar með 50 prósent leyfilegs hámarksfjölda og sviðslistir heimilaðar á ný með takmörkunum. Innt eftir því hvort hún hefði alveg fylgt minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sem hann skilaði í gær, sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að hún hefði að mestu farið eftir tillögunum. „Ég gerði nokkrar breytingar en í samráði við hann. Til dæmis þetta sem lýtur að veitingastöðunum, að heimila 50 í útförum, þessi blöndun í leikskólunum. En þetta gerðum við í sameiningu og þetta var gert í samráði við hann í gærkvöldi og ég geri sérstaklega grein fyrir því í minnisblaði til ríkisstjórnar,“ sagði Svandís eftir kynningu á nýju aðgerðunum fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun. Þá sagði hún að einhugur hefði verið um aðgerðirnar í ríkisstjórn. Getur brugðið til beggja vona Fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis sem birt er í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins að ljóst sé að sæmileg tök hafi náðst á faraldrinum á þessari stundu. Staðan núna sé þó viðkvæm þar sem brugðið geti til beggja vona. Þá bendir sóttvarnalæknir á að smitstuðull sé nú um 1,5, samkvæmt útreikningum vísindamanna Háskóla Íslands. „Þetta styður þá skoðun að staðan á þessari stundu er viðkvæm og lítið þarf til að hleypa faraldrinum aftur í uppsveiflu. Spálíkan vísindamannanna bendir til að með áframhaldandi aðgerðum þá muni tilfellum fækka hægt og bítandi en þó er nokkur óvissa í spánni,“ segir sóttvarnalæknir. „Ég tel að þær sóttvarnaaðgerðir sem nú eru í gangi hafi skilað góðum árangri sem auðveldlega gæti tapast verði slakað of mikið á yfir jólahátíðina.“ Tillögur Þórólfs í minnisblaðinu virðast að nær öllu leyti þær sömu og fram koma í reglugerð heilbrigðisráðherra. Þórólfur leggur til að reglugerðin gildi „fram yfir áramót“. Það mun hún gera – nánar tiltekið til 12. janúar. Þá fellst ráðherra á tillögur Þórólfs um íþróttastarf, fjöldatakmörk í verslunum og sviðslistum, opnun sund- og baðstaða og almennar fjöldatakmarkanir. Ekkert er þó minnst á atriðin þrjú sem ráðherra nefndi í minnisblaðinu, þ.e. veitingastaði, blöndun á leikskólum og jarðarfarir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki skynsamlegt að beita mishörðum aðgerðum eftir landsvæðum að mati Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki skynsamlegt að beita mismunandi sóttvarnaraðgerðum á mismunandi landsvæðum á þessu stigi kórónuveirufaraldursins. 8. desember 2020 13:05 Margir vonuðust eflaust eftir 20 manna fjöldamörkum Heilbrigðisráðherra segir að margir hefðu eflaust viljað að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð í tuttugu manns með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Faraldurinn sé hins vegar á viðkvæmum stað og stíga þurfi varfærin skref. 8. desember 2020 13:01 Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýju sóttvarnareglunum sem taka gildi á fimmtudag. Verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verður sundlaugum heimilt að opna. Þá verða sundlaugar opnaðar með 50 prósent leyfilegs hámarksfjölda og sviðslistir heimilaðar á ný með takmörkunum. Innt eftir því hvort hún hefði alveg fylgt minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sem hann skilaði í gær, sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að hún hefði að mestu farið eftir tillögunum. „Ég gerði nokkrar breytingar en í samráði við hann. Til dæmis þetta sem lýtur að veitingastöðunum, að heimila 50 í útförum, þessi blöndun í leikskólunum. En þetta gerðum við í sameiningu og þetta var gert í samráði við hann í gærkvöldi og ég geri sérstaklega grein fyrir því í minnisblaði til ríkisstjórnar,“ sagði Svandís eftir kynningu á nýju aðgerðunum fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun. Þá sagði hún að einhugur hefði verið um aðgerðirnar í ríkisstjórn. Getur brugðið til beggja vona Fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis sem birt er í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins að ljóst sé að sæmileg tök hafi náðst á faraldrinum á þessari stundu. Staðan núna sé þó viðkvæm þar sem brugðið geti til beggja vona. Þá bendir sóttvarnalæknir á að smitstuðull sé nú um 1,5, samkvæmt útreikningum vísindamanna Háskóla Íslands. „Þetta styður þá skoðun að staðan á þessari stundu er viðkvæm og lítið þarf til að hleypa faraldrinum aftur í uppsveiflu. Spálíkan vísindamannanna bendir til að með áframhaldandi aðgerðum þá muni tilfellum fækka hægt og bítandi en þó er nokkur óvissa í spánni,“ segir sóttvarnalæknir. „Ég tel að þær sóttvarnaaðgerðir sem nú eru í gangi hafi skilað góðum árangri sem auðveldlega gæti tapast verði slakað of mikið á yfir jólahátíðina.“ Tillögur Þórólfs í minnisblaðinu virðast að nær öllu leyti þær sömu og fram koma í reglugerð heilbrigðisráðherra. Þórólfur leggur til að reglugerðin gildi „fram yfir áramót“. Það mun hún gera – nánar tiltekið til 12. janúar. Þá fellst ráðherra á tillögur Þórólfs um íþróttastarf, fjöldatakmörk í verslunum og sviðslistum, opnun sund- og baðstaða og almennar fjöldatakmarkanir. Ekkert er þó minnst á atriðin þrjú sem ráðherra nefndi í minnisblaðinu, þ.e. veitingastaði, blöndun á leikskólum og jarðarfarir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki skynsamlegt að beita mishörðum aðgerðum eftir landsvæðum að mati Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki skynsamlegt að beita mismunandi sóttvarnaraðgerðum á mismunandi landsvæðum á þessu stigi kórónuveirufaraldursins. 8. desember 2020 13:05 Margir vonuðust eflaust eftir 20 manna fjöldamörkum Heilbrigðisráðherra segir að margir hefðu eflaust viljað að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð í tuttugu manns með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Faraldurinn sé hins vegar á viðkvæmum stað og stíga þurfi varfærin skref. 8. desember 2020 13:01 Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Ekki skynsamlegt að beita mishörðum aðgerðum eftir landsvæðum að mati Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki skynsamlegt að beita mismunandi sóttvarnaraðgerðum á mismunandi landsvæðum á þessu stigi kórónuveirufaraldursins. 8. desember 2020 13:05
Margir vonuðust eflaust eftir 20 manna fjöldamörkum Heilbrigðisráðherra segir að margir hefðu eflaust viljað að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð í tuttugu manns með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Faraldurinn sé hins vegar á viðkvæmum stað og stíga þurfi varfærin skref. 8. desember 2020 13:01
Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“