Framkvæmdastjóri HSÍ: Verulegt áhyggjuefni Anton Ingi Leifsson skrifar 8. desember 2020 15:17 Úr leik HK og ÍBV fyrr á leiktíðinni, í þeim fáum leikjum sem spilaðir hafa verið síðan í mars 2020. vísir/vilhelm Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að mörgum spurningum sé enn ósvarað hvað varðar æfingar liða á Íslandi eftir nýjustu sóttvarnareglur sem tilkynnt var um í dag. Þær gilda frá 10. desember til 12. janúar. Æfingabanni á Íslandi, sem hefur verið í gildi síðan í byrjun október, hefur nú verið aflétt fyrir það íþróttafólk sem leikur í efstu deildum. Þetta staðfesti Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra í dag. „Fyrstu viðbrögð er sú að það er ýmsu enn ósvarað í þessu öllu,“ sagði Róbert Geir í samtali við Vísi í dag. „Það er gott að fá hluta inn á æfingar en það er verulegt áhyggjuefni að það séu bara efstu deildirnar en ekki þær deildir sem eru samhangandi [1. deildin]. Við höfum verulegar áhyggjur að þær geti ekki hafið æfingar.“ Ungmenni hafi hvorki æft né spilað síðan í byrjun október og saknar Róbert þess að þau fái einnig að komast inn í íþróttahúsin á nýjan leik. Að neðan má sjá reglurnar sem kynntar voru í dag sem snúa að íþróttum: Íþróttir ÍSÍ: Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar. „Það er jafn mikið áhyggjuefni að ekkert sé talað um ungmennin, 16-18 til ára. Ungmennin geta hvorki farið í skólann, líkamsræktina né æfingar. Það er verulegt áhyggjuefni og gríðarleg vonbrigði.“ „Við erum að bíða eftir svörum frá ÍSÍ og yfirvöldum varðandi hvað þetta þýðir. Það gæti verið að eitthvað standi í reglugerðinni sem er ekki í upptalningunni.“ Róbert segir að þessar nýjustu reglur muni hafa einhver áhrif á mótahald HSÍ. „Það er ekki hægt að hefja leik eins snemma í Olís deild kvenna og við vonuðumst eftir. Ef 1. deildarliðin fá ekki að æfa þá er það fyrst í febrúar sem þau geta byrjað að spila. Þetta er mismunun á milli félaga,“ sagði Róbert. Reglugerðin mismuni einnig liðum innan félaga sé horft til jafnréttissjónarmiða. „Við erum að horfa upp á félög sem þurfa að funda með leikmannahópum sínum og tilkynna að kvennaliðið geti æft en ekki karlaliðið og öfugt,“ sagði Róbert. Vísar hann til þess að sum félög séu með karlalið í efstu deild en kvennalið í næstefstu deild svo dæmi sé tekið. Íslenski handboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Afturelding ætlar á toppinn Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Sjá meira
Æfingabanni á Íslandi, sem hefur verið í gildi síðan í byrjun október, hefur nú verið aflétt fyrir það íþróttafólk sem leikur í efstu deildum. Þetta staðfesti Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra í dag. „Fyrstu viðbrögð er sú að það er ýmsu enn ósvarað í þessu öllu,“ sagði Róbert Geir í samtali við Vísi í dag. „Það er gott að fá hluta inn á æfingar en það er verulegt áhyggjuefni að það séu bara efstu deildirnar en ekki þær deildir sem eru samhangandi [1. deildin]. Við höfum verulegar áhyggjur að þær geti ekki hafið æfingar.“ Ungmenni hafi hvorki æft né spilað síðan í byrjun október og saknar Róbert þess að þau fái einnig að komast inn í íþróttahúsin á nýjan leik. Að neðan má sjá reglurnar sem kynntar voru í dag sem snúa að íþróttum: Íþróttir ÍSÍ: Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar. „Það er jafn mikið áhyggjuefni að ekkert sé talað um ungmennin, 16-18 til ára. Ungmennin geta hvorki farið í skólann, líkamsræktina né æfingar. Það er verulegt áhyggjuefni og gríðarleg vonbrigði.“ „Við erum að bíða eftir svörum frá ÍSÍ og yfirvöldum varðandi hvað þetta þýðir. Það gæti verið að eitthvað standi í reglugerðinni sem er ekki í upptalningunni.“ Róbert segir að þessar nýjustu reglur muni hafa einhver áhrif á mótahald HSÍ. „Það er ekki hægt að hefja leik eins snemma í Olís deild kvenna og við vonuðumst eftir. Ef 1. deildarliðin fá ekki að æfa þá er það fyrst í febrúar sem þau geta byrjað að spila. Þetta er mismunun á milli félaga,“ sagði Róbert. Reglugerðin mismuni einnig liðum innan félaga sé horft til jafnréttissjónarmiða. „Við erum að horfa upp á félög sem þurfa að funda með leikmannahópum sínum og tilkynna að kvennaliðið geti æft en ekki karlaliðið og öfugt,“ sagði Róbert. Vísar hann til þess að sum félög séu með karlalið í efstu deild en kvennalið í næstefstu deild svo dæmi sé tekið.
Íþróttir ÍSÍ: Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar.
Íslenski handboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Afturelding ætlar á toppinn Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Sjá meira