Erlent

Boris John­son fer til Brussel vegna Brexit

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Getty/WPA Pool

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fer til Brussel á morgun til þess að funda með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um Brexit.

Erfiðlega hefur gengið hjá samningsnefndum Bretlands og Evrópusambandsins að komast að samkomulagi um nokkur meginmál í fríverslunarsamningi sem taka á gildi eftir að aðlögunartímabili Bretlands áður en það yfirgefur innri markað Evrópu lýkur þann 31. desember.

Johnson og von der Leyen hafa verið beðin um að grípa inn í til þess að Bretland yfirgefi ekki innri markaðinn áður en samningar nást. Enn er deilt um nokkur meginatriði, þar á meðal fiskveiðiheimildir, samkeppnislög og eftirfylgni og eftirlit með samningnum.

Leiðtogarnir munu ræða þessi mikilvægu mál á fundi sínum.

Heimildamaður breska ríkisútvarpsins innan bresku ríkisstjórnarinnar segir að ríkisstjórnin þurfi að komast að pólitísku samkomulagi ef viðræðurnar munu halda áfram. Breska ríkisstjórnin þurfi að ræða hversu miklu megi fórna til þess að samningur náist í höfn.

Þá sagði heimildamaður innan samningsnefndar Evrópusambandsins að það verði æ líklegra að ekkert samkomulag náist fyrir áramót.


Tengdar fréttir

Flýgur til Brussel eftir að 90 mínútna símtal skilaði engu

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fljúga til Brussel í vikunni til fundar við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í von um að viðskiptasamningar náist. Johnson og von der Leyen ræddu saman í 90 mínútur í síma í kvöld en án árangurs.

Enn djúpur ágreiningur á þremur sviðum

Viðræðum Breta og Evrópusambandsins varðandi Brexit verður framhaldið á morgun. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu símleiðis í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×