Erlent

Fimm látnir eftir þyrlu­slys í Frakk­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Umrædd þyrla var af gerðinni Eurocopter AS350 Ecureuil.
Umrædd þyrla var af gerðinni Eurocopter AS350 Ecureuil. EPA

Fimm fórust þegar þyrla hrapaði til jarðar nærri bænum Bonvillard í Savoja-héraði í frönsku Ölpunum í gær. Einn komst lífs af úr slysinu, en hann er á sjúkrahúsi og ástandið sagt alvarlegt.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði frá þessu í gær, en þyrlan hrapaði í um 1.800 metra hæð.

Um borð í þyrlunni var björgunarlið í æfingaferð í fjöllunum. Segja franskir fjölmiðlar að flugmanninum hafi tekist að skjóta sig úr þyrlunni og senda neyðarboð. Fótgangandi björgunarsveitarmönnum tókst að koma flugmanninum til byggða.

Þrjár þyrlur voru sendar á vettvang, en ekki hefur tókst að lenda nærri slysstaðnum vegna mikillar þoku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×