Ferðaþjónustan föst í ruglinu? Guðbjörg Kristmundsdóttir skrifar 9. desember 2020 13:00 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sendir ASÍ vænan skammt af skömmum á visir.is vegna nýrrar skýrslu um framtíð ferðaþjónustunnar sem starfshópur á vegum ASÍ og undir formennsku minni sendi frá sér í liðinni viku. Grein Bjarnheiðar, „Vandræðalegar yfirlýsingar ASÍ um ferðaþjónustu“, einkennist af nokkru uppnámi. Slíkt uppþot er nú svo sem ekki óþekkt þegar gerðar eru athugasemdir við einstaka atvinnugreinar en með skýrslunni er lagt til að nýta alkul í ferðaþjónustu til að sníða augljósustu gallana af greininni. Bjarnheiður segir ASÍ „mála ferðaþjónustuna upp sem láglaunagrein og þrælakistu“ þar sem „atvinnurekendur keppast við að brjóta á starfsfólki og hafa af þeim laun og réttindi“. Þessi lýsing er fjarri sanni. Hitt er rétt að vakin er athygli á því að gróf og alvarleg lögbrot hafi verið framin innan atvinnugreinarinnar og má vísa í vandaða skýrslu ASÍ um íslenskan vinnumarkað frá árinu 2019. Þar kemur fram að aðildafélög ASÍ gera launakröfur upp á mörg hundruð milljónir króna á ári hverju vegna launaþjófnaðar og kjarasamningsbrota. Um helmingur krafnanna lýtur að ferðaþjónustu og tengdum greinum. Ferðaþjónusta er láglaunagrein Það vekur líka athygli að Bjarnheiður og aðrir sem stigið hafa fram fyrir hönd ferðaþjónustunnar vilja ekki kannast við að ferðaþjónusta sé láglaunagrein. Þetta eru nokkuð byltingarkenndar upplýsingar því ferðaþjónusta er nær alls staðar í heiminum láglaunagrein. Eða kannast einhver við að hafa haft kynni af hálaunafólki í þjónustustörfum í sumarfríum sínum eða vetrarferðum? Nei, einmitt, það er ekki líklegt og Ísland sker sig ekki þar úr, þótt vissulega séu störf innan ferðaþjónustu sem spanna allan launaskalann. Innan OECD hefur til að mynda verið fjallað um með hvaða hætti mætti auka góð störf í ferðaþjónustu en það er ljóst að slíkt gerist ekki að sjálfu sér, heldur með vandaðri stefnumörkun. Það er einmitt slík stefnumörkun sem ASÍ kallar eftir að eigi sér stað á Íslandi. Í tillögum sínum hefur ASÍ vakið athygli á því að í opinberri stefnumörkun um framtíð ferðaþjónustunnar er nánast aldrei vikið orði að starfsfólki í greininni. Bjarnheiður velur að skilja þessa athugasemd á þann veg að ASÍ skilji ekki framlag starfsfólks til greinarinnar en það þarf ásetning til að komast að þeirri niðurstöðu. Til að taka af allan vafa er rétt að taka fram að okkur sem störfum með og í þágu launafólks er vel kunnugt um framlag starfsfólks í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Það sem einkennir ferðaþjónustuna er þörf fyrir fjölhæft starfsfólk. Án þess stenst greinin ekki kröfuna um „samkeppnishæfni“. Laun starfsfólks eru hins vegar í engu samræmi við þær kröfur sem atvinnurekendur gera og þeirrar framtíðarsýnar sem stjórnvöld hafa til ferðaþjónustunnar. Byggjum aftur á nýjum grunni Bjarnheiður getur ekki frekar en kollegar hennar stillt sig um að endurtaka þá trúarsetningu að umsamdar launahækkanir muni valda hér efnahagslegum hörmungum. Þau ósannindi hafa margoft verið borin til baka. Það eru ekki umsamdar launahækkanir sem sérstaklega lyfta láglaunafólki sem ráða því hvort fyrirtæki innan ferðaþjónustu lifa eða deyja, heldur ferðatakmarkanir vegna heimsfaraldurs. Inn í spilar hversu vel fyrirtæki stóðu fyrir kófið en líka hvernig aðgerðir stjórnvalda mæta þeim vanda sem sannarlega er fyrir hendi innan atvinnugreinarinnar. Þar hefur ASÍ kallað eftir sértækum aðgerðum svo beina megi fjármagninu þangað sem þess er mest þörf. Ferðaþjónustu á Íslandi þarf að hugsa á nýjum grunni. Ferðaþjónustan óx hratt og óskipulega og nú er rétti tímapunkturinn til að koma skikki á hlutina. Tilgangurinn með skýrslu og tillögum ASÍ er ekki síst að lýsa yfir vilja launafólks til að taka þátt í heilbrigðri stefnumótun á sviði ferðaþjónustu til þess að samfélagið allt geti notið afrakstursins án þess að gengið sé á náttúruna og réttindi launafólks. Sá var nú allur glæpurinn. Höfundur er formaður Verkalýðs-og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sendir ASÍ vænan skammt af skömmum á visir.is vegna nýrrar skýrslu um framtíð ferðaþjónustunnar sem starfshópur á vegum ASÍ og undir formennsku minni sendi frá sér í liðinni viku. Grein Bjarnheiðar, „Vandræðalegar yfirlýsingar ASÍ um ferðaþjónustu“, einkennist af nokkru uppnámi. Slíkt uppþot er nú svo sem ekki óþekkt þegar gerðar eru athugasemdir við einstaka atvinnugreinar en með skýrslunni er lagt til að nýta alkul í ferðaþjónustu til að sníða augljósustu gallana af greininni. Bjarnheiður segir ASÍ „mála ferðaþjónustuna upp sem láglaunagrein og þrælakistu“ þar sem „atvinnurekendur keppast við að brjóta á starfsfólki og hafa af þeim laun og réttindi“. Þessi lýsing er fjarri sanni. Hitt er rétt að vakin er athygli á því að gróf og alvarleg lögbrot hafi verið framin innan atvinnugreinarinnar og má vísa í vandaða skýrslu ASÍ um íslenskan vinnumarkað frá árinu 2019. Þar kemur fram að aðildafélög ASÍ gera launakröfur upp á mörg hundruð milljónir króna á ári hverju vegna launaþjófnaðar og kjarasamningsbrota. Um helmingur krafnanna lýtur að ferðaþjónustu og tengdum greinum. Ferðaþjónusta er láglaunagrein Það vekur líka athygli að Bjarnheiður og aðrir sem stigið hafa fram fyrir hönd ferðaþjónustunnar vilja ekki kannast við að ferðaþjónusta sé láglaunagrein. Þetta eru nokkuð byltingarkenndar upplýsingar því ferðaþjónusta er nær alls staðar í heiminum láglaunagrein. Eða kannast einhver við að hafa haft kynni af hálaunafólki í þjónustustörfum í sumarfríum sínum eða vetrarferðum? Nei, einmitt, það er ekki líklegt og Ísland sker sig ekki þar úr, þótt vissulega séu störf innan ferðaþjónustu sem spanna allan launaskalann. Innan OECD hefur til að mynda verið fjallað um með hvaða hætti mætti auka góð störf í ferðaþjónustu en það er ljóst að slíkt gerist ekki að sjálfu sér, heldur með vandaðri stefnumörkun. Það er einmitt slík stefnumörkun sem ASÍ kallar eftir að eigi sér stað á Íslandi. Í tillögum sínum hefur ASÍ vakið athygli á því að í opinberri stefnumörkun um framtíð ferðaþjónustunnar er nánast aldrei vikið orði að starfsfólki í greininni. Bjarnheiður velur að skilja þessa athugasemd á þann veg að ASÍ skilji ekki framlag starfsfólks til greinarinnar en það þarf ásetning til að komast að þeirri niðurstöðu. Til að taka af allan vafa er rétt að taka fram að okkur sem störfum með og í þágu launafólks er vel kunnugt um framlag starfsfólks í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Það sem einkennir ferðaþjónustuna er þörf fyrir fjölhæft starfsfólk. Án þess stenst greinin ekki kröfuna um „samkeppnishæfni“. Laun starfsfólks eru hins vegar í engu samræmi við þær kröfur sem atvinnurekendur gera og þeirrar framtíðarsýnar sem stjórnvöld hafa til ferðaþjónustunnar. Byggjum aftur á nýjum grunni Bjarnheiður getur ekki frekar en kollegar hennar stillt sig um að endurtaka þá trúarsetningu að umsamdar launahækkanir muni valda hér efnahagslegum hörmungum. Þau ósannindi hafa margoft verið borin til baka. Það eru ekki umsamdar launahækkanir sem sérstaklega lyfta láglaunafólki sem ráða því hvort fyrirtæki innan ferðaþjónustu lifa eða deyja, heldur ferðatakmarkanir vegna heimsfaraldurs. Inn í spilar hversu vel fyrirtæki stóðu fyrir kófið en líka hvernig aðgerðir stjórnvalda mæta þeim vanda sem sannarlega er fyrir hendi innan atvinnugreinarinnar. Þar hefur ASÍ kallað eftir sértækum aðgerðum svo beina megi fjármagninu þangað sem þess er mest þörf. Ferðaþjónustu á Íslandi þarf að hugsa á nýjum grunni. Ferðaþjónustan óx hratt og óskipulega og nú er rétti tímapunkturinn til að koma skikki á hlutina. Tilgangurinn með skýrslu og tillögum ASÍ er ekki síst að lýsa yfir vilja launafólks til að taka þátt í heilbrigðri stefnumótun á sviði ferðaþjónustu til þess að samfélagið allt geti notið afrakstursins án þess að gengið sé á náttúruna og réttindi launafólks. Sá var nú allur glæpurinn. Höfundur er formaður Verkalýðs-og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun