Max-flugvélar aftur í áætlunarflug Atli Ísleifsson skrifar 9. desember 2020 13:13 Vél af gerðinni Boeing 737-800 Max. Getty Brasilíska flugfélagið Gol er byrjað að nota flugvélar af gerðinni Boeing 737 Max á ný í áætlunarflugi sínu. Flugvélar af þeirri tegund voru kyrrsettar í mars 2019 í kjölfar tveggja flugslysa á um hálfu ári þar sem 346 manns fórust. Flugmálayfirvöld í Brasilíu og Bandaríkjunum hafa veitt heimild til notkunar flugvélanna eftir umfangsmikla yfirferð. Fyrsta Boeing 737 Max vélin til að taka á loft á ný í áætlunarflugi fór frá São Paulo í Brasilíu og til borgarinnar Porto Alegre í dag, að því er fram kemur í frétt BBC. AFP segir frá því að vélin hafi lent heilu og höldnu. #BREAKING Boeing 737 MAX lands safely in Brazil after first commercial flight since crashes pic.twitter.com/C6YUojxXr9— AFP News Agency (@AFP) December 9, 2020 Gol hafði áður tilkynnt að 140 flugmenn félagsins hafi gengist undir þjálfun á hinum uppfærðu Max-vélum. Gol er stærsta flugfélagið til að sinna innanlandsflugi í Brasilíu og er með sjö Max-vélar í sínum flota. Stendur til að nota vélarnar á 27 flugleiðum í Brasilíu. Talið er að Flugöryggisstofnun Evrópu muni aflétta banni á notkun Max-vélanna í Evrópu í janúar. Icelandair tilkynnti um kaup á sextán MAX-vélum árið 2013, en eftir að samið var við Boeing eftir kyrrsetningu mun Icelandair nú eignast samtals tólf slíkar vélar í stað sextán. Einhverjar þeirra höfðu þegar verið teknar í notkun þegar ákveðið var um kyrrsetningu. Boeing Fréttir af flugi Brasilía Tengdar fréttir Ryanair kaupir 210 Boeing 737 Max vélar Írska flugfélagið Ryanair hefur skrifað undir samning um kaup á 75 Boeing 737 Max flugvélum til viðbótar við 135 sem félagið hafði þegar keypt. Flugbanni, sem sett var á eftir tvö mannskæð flugslys, verður líklega létt í Evrópu í janúar. 3. desember 2020 22:50 Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður líklega aflétt í janúar Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður aflétt í janúar. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum bundu í síðustu viku endi á 20 mánaða langt flugbann vélanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu. 21. nóvember 2020 23:36 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Flugmálayfirvöld í Brasilíu og Bandaríkjunum hafa veitt heimild til notkunar flugvélanna eftir umfangsmikla yfirferð. Fyrsta Boeing 737 Max vélin til að taka á loft á ný í áætlunarflugi fór frá São Paulo í Brasilíu og til borgarinnar Porto Alegre í dag, að því er fram kemur í frétt BBC. AFP segir frá því að vélin hafi lent heilu og höldnu. #BREAKING Boeing 737 MAX lands safely in Brazil after first commercial flight since crashes pic.twitter.com/C6YUojxXr9— AFP News Agency (@AFP) December 9, 2020 Gol hafði áður tilkynnt að 140 flugmenn félagsins hafi gengist undir þjálfun á hinum uppfærðu Max-vélum. Gol er stærsta flugfélagið til að sinna innanlandsflugi í Brasilíu og er með sjö Max-vélar í sínum flota. Stendur til að nota vélarnar á 27 flugleiðum í Brasilíu. Talið er að Flugöryggisstofnun Evrópu muni aflétta banni á notkun Max-vélanna í Evrópu í janúar. Icelandair tilkynnti um kaup á sextán MAX-vélum árið 2013, en eftir að samið var við Boeing eftir kyrrsetningu mun Icelandair nú eignast samtals tólf slíkar vélar í stað sextán. Einhverjar þeirra höfðu þegar verið teknar í notkun þegar ákveðið var um kyrrsetningu.
Boeing Fréttir af flugi Brasilía Tengdar fréttir Ryanair kaupir 210 Boeing 737 Max vélar Írska flugfélagið Ryanair hefur skrifað undir samning um kaup á 75 Boeing 737 Max flugvélum til viðbótar við 135 sem félagið hafði þegar keypt. Flugbanni, sem sett var á eftir tvö mannskæð flugslys, verður líklega létt í Evrópu í janúar. 3. desember 2020 22:50 Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður líklega aflétt í janúar Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður aflétt í janúar. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum bundu í síðustu viku endi á 20 mánaða langt flugbann vélanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu. 21. nóvember 2020 23:36 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Ryanair kaupir 210 Boeing 737 Max vélar Írska flugfélagið Ryanair hefur skrifað undir samning um kaup á 75 Boeing 737 Max flugvélum til viðbótar við 135 sem félagið hafði þegar keypt. Flugbanni, sem sett var á eftir tvö mannskæð flugslys, verður líklega létt í Evrópu í janúar. 3. desember 2020 22:50
Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður líklega aflétt í janúar Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður aflétt í janúar. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum bundu í síðustu viku endi á 20 mánaða langt flugbann vélanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu. 21. nóvember 2020 23:36