Gjörgæsluplássin nær öll í notkun á sjúkrahúsum í Stokkhólmi Atli Ísleifsson skrifar 9. desember 2020 14:11 Frá aðallestarstöðinni í Stokkhólmi. Alls hafa nú rúmlega sjö þúsund manns látist af völdum Covid-19 í Svíþjóð frá upphafi faraldursins. Getty Ástandið á sjúkrahúsum í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi er mjög alvarlegt og segir forstjóri heilbrigðisþjónustunnar þar að þörf sé á frekari aðstoð. 99 prósent sjúkrahúsplássa á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa borgarinnar eru nú í notkun og er það í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins sem hlutfallið er svo hátt. Björn Eriksson, forstjóri heilbrigðisþjónustunnar í Region Stockholm, hefur biðlað til yfirvalda um að fá aukinn mannafla til að hægt sé að sinna öllum þeim sem hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19. Alls séu 83 nú á gjörgæslu vegna Covid-19 í Stokkhólmi. Greint var frá því í morgun að dauðsföllum vegna Covid-19 í Svíþjóð hafi fjölgað um 96 síðan í gær. Alls hafi því 7.296 látist af völdum Covid-19 í Svíþjóð frá upphafi faraldursins. Smituðum hefur fjölgað um rúmlega sjö þúsund síðan í gær og hafa því alls um 305 þúsund manns greinst með sjúkdóminn í Svíþjóð frá upphafi. Alls er nú 261 á gjörgæslu í landinu vegna Covid-19. Gagnrýndi íbúa Stokkhólms harðlega Eriksson gagnrýndi íbúa í Stokkhólmi harðlega á fréttamannafundi í dag og sagði marga ekki taka ástandið nógu alvarlega. „Við höfum verið í mannmergð og verið í samskiptum við of marga utan heimilis. Þetta gengur upp núna þar sem heilbrigðisstarfsfólk skilar enn á ný stórkostlegu vinnuframlagi. En þetta gengur ekki til lengdar,“ sagði Eriksson. „Nú er komið nóg. Það getur ekki verið þess virði – að hafa alla þessa hittinga eftir vinnu og fara milli verslana í jólagjafainnkaupum eða hitta fólk í aðventukaffi. Afleiðingarnar verða skelfilegar,“ sagði Eriksson. Hann segir ekkert lát vera á fjölgun smittilfella í borginni. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. 9. desember 2020 15:03 Merkel kallar eftir hertum sóttvörnum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur kallað eftir hertum sóttvarnaraðgerðum í Þýskalandi í aðdraganda jólanna. Í ræðu á þýska þinginu í morgun lýsti Merkel yfir stuðningi við tillögur sóttvarnalæknis Þýskalands sem fela meðal annars í sér að loka verslunum strax eftir jól, að sem flestir vinni að heiman og að jólafrí skóla verði lengd, svo eitthvað sé nefnt. 9. desember 2020 13:36 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Björn Eriksson, forstjóri heilbrigðisþjónustunnar í Region Stockholm, hefur biðlað til yfirvalda um að fá aukinn mannafla til að hægt sé að sinna öllum þeim sem hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19. Alls séu 83 nú á gjörgæslu vegna Covid-19 í Stokkhólmi. Greint var frá því í morgun að dauðsföllum vegna Covid-19 í Svíþjóð hafi fjölgað um 96 síðan í gær. Alls hafi því 7.296 látist af völdum Covid-19 í Svíþjóð frá upphafi faraldursins. Smituðum hefur fjölgað um rúmlega sjö þúsund síðan í gær og hafa því alls um 305 þúsund manns greinst með sjúkdóminn í Svíþjóð frá upphafi. Alls er nú 261 á gjörgæslu í landinu vegna Covid-19. Gagnrýndi íbúa Stokkhólms harðlega Eriksson gagnrýndi íbúa í Stokkhólmi harðlega á fréttamannafundi í dag og sagði marga ekki taka ástandið nógu alvarlega. „Við höfum verið í mannmergð og verið í samskiptum við of marga utan heimilis. Þetta gengur upp núna þar sem heilbrigðisstarfsfólk skilar enn á ný stórkostlegu vinnuframlagi. En þetta gengur ekki til lengdar,“ sagði Eriksson. „Nú er komið nóg. Það getur ekki verið þess virði – að hafa alla þessa hittinga eftir vinnu og fara milli verslana í jólagjafainnkaupum eða hitta fólk í aðventukaffi. Afleiðingarnar verða skelfilegar,“ sagði Eriksson. Hann segir ekkert lát vera á fjölgun smittilfella í borginni.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. 9. desember 2020 15:03 Merkel kallar eftir hertum sóttvörnum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur kallað eftir hertum sóttvarnaraðgerðum í Þýskalandi í aðdraganda jólanna. Í ræðu á þýska þinginu í morgun lýsti Merkel yfir stuðningi við tillögur sóttvarnalæknis Þýskalands sem fela meðal annars í sér að loka verslunum strax eftir jól, að sem flestir vinni að heiman og að jólafrí skóla verði lengd, svo eitthvað sé nefnt. 9. desember 2020 13:36 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. 9. desember 2020 15:03
Merkel kallar eftir hertum sóttvörnum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur kallað eftir hertum sóttvarnaraðgerðum í Þýskalandi í aðdraganda jólanna. Í ræðu á þýska þinginu í morgun lýsti Merkel yfir stuðningi við tillögur sóttvarnalæknis Þýskalands sem fela meðal annars í sér að loka verslunum strax eftir jól, að sem flestir vinni að heiman og að jólafrí skóla verði lengd, svo eitthvað sé nefnt. 9. desember 2020 13:36