Segir ákvörðun um að opna ekki heilsuræktarstöðvar „átakanlega aðför að heilsu fólks“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. desember 2020 19:51 Linda Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hress. Aðsend/Sirrý Klemensdóttir Linda Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri heilsuræktarstöðvarinnar Hress, segir ákvörðun stjórnvalda um að leyfa heilsuræktarstöðvum ekki að opna vera átakanlega aðför að heilsu fólks í landinu. Það hafi gríðarleg áhrif á andlega líðan fólks og heilsu fólks sem glími við streitu og vanlíðan á erfiðum tímum. „Ég hugsa til þeirra sem eru þunglyndir, hafa misst vinnuna, með stoðkerfisvandamál, með verkjasjúkdóma, einmana, hafa orðið fyrir áföllum, endurhæfing fyrir þau sem fengið hafa Covid og fólk sem náð hefur að halda sig frá fíknisjúkdómum með heilsurækt,“ skrifar Linda í færslu sem hún birti á Facebook í dag. „Það er staðreynd að sjálfsvígstíðni hefur aukist og það er mikið um lífstílssjúkdóma í þjóðfélaginu. Maður veit að heilsurækt er lífsnauðsynleg svo mörgum sem eru að æfa hjá manni,“ segir Linda í samtali við fréttastofu. Hún segir heilsuræktarleysið farið að reyna verulega á fólk. Myrkrið, kuldinn og hálkan hafi gríðarleg áhrif á líðan fólks, bæði andlega og líkamlega og heimatilbúnar lausnir dugi ekki fyrir alla. Stöðin hefur verið lokuð í tæpt hálft ár.Aðsend/Sirrý Klemensdóttir „Það er ekki hægt að segja öllum að fara bara út að ganga eða gera heimaleikfimi. Fólk er þvílíkt að heltast aftur úr lestinni. Við þurftum svo á því að halda að koma fólki í hús núna með þessum tilslökunum,“ segir Linda. „Við myndum auðvitað leggja æru okkar við að halda sóttvörnum í hávegum.“ „Það er verið að taka svo stór lífsgæði frá fólki“ Hún bendir einnig á að besta forvörnin gegn sjúkdómum, bæði andlegum og líkamlegum, sé hreyfing. „Andleg heilsa hraustra þegna Íslands er í hættu. Ef þú færð að komast út úr húsi í klukkutíma, á góða æfingu, þú geturðu tekist á við hvað sem er eftir slíkt,“ segir Linda. „Ég fagna öllum stöðum sem hafa fengið að opna og ég er rosalega ánægð með það að það hafi ekki aukið smitin, til dæmis við það að opna hárgreiðslustofur og snyrtistofur. En þetta verða sex mánuðir þegar uppi er staðið ef við fáum að opna 12. janúar. Það er verið að taka svo stór lífsgæði frá fólki,“ segir Linda. Hún gagnrýnir að yfirvöld geri ráð fyrir því að allir geti breytt stefnu þegar kemur að hreyfingu. Ég get ekki orða bundist lengur. Það að fá ekki að opna heilsuræktarstöðvar er átakanleg aðför að heilsu fólksins í...Posted by Linda Hilmarsdottir on Wednesday, December 9, 2020 Sár og reið vegna frétta gærdagsins Hún segir fréttir gærdagsins um komandi tilslakanir hafa verið mikið áfall. „Ég var svo reið og sár og starfsfólkið mitt, við erum með fjölbreyttan hóp starfsfólks, til dæmis fólk sem eru með lítil börn eða í húsnæðiskaupum. Óvissan fyrir það er algjör.“ Heilsuræktarstöðin Hress var stofnuð árið 1987 og segir Linda að margir viðskiptavinanna hafi fylgt stöðinni í áraraðir. Hún sjái nú að mörgum þeirra fari hratt aftur, eftir að hafa ekki fengið að stunda heilsurækt í tæpt hálft ár. „Ég er að þjálfa æðislegan hóp af konum sem voru færar í flestan sjó þegar þetta skall á en núna eru margar þessara kvenna að tapa vöðvamassa, gömul meiðsl eru að taka sig upp aftur, þær eru að stífna í öxlunum, að fá vöðvabólgur. Þetta er ekki sama fólkið,“ segir Linda. Frá góðgerðaheilsuræktartíma sem haldinn er reglulega á vegum Hress.Aðsend/Linda „Fólk heldur að maður hafi fengið gjafabréfið lokunarstyrk“ Hún bendir einnig á að stöðin hafi enn ekki fengið lokunarstyrk sem hafi haft gríðarleg áhrif á rekstrarstöðu stöðvarinnar. „Við erum búin að vera til síðan 1987, við erum ekki búin að fá lokunarstyrk en í 33 ár höfum við borgað opinber gjöld í hverjum einasta mánuði og síðan auðvitað, skiljanlega, þurftum við að loka. En að vera í algerri óvissu með ævistarf sitt er svakalegt álag. Vanlíðan starfsfólks og áhyggjur eru svo stór þáttur líka. Maður er bara að reyna að stappa stálinu í alla en maður á orðið enga orku eða orð lengur,“ segir Linda. „Það er svo erfitt að fólk heldur að maður hafi fengið gjafabréfið lokunarstyrk þegar við þurftum að loka og maður sé í góðum málum en óvissan er nagandi. Hann hefur ekki borist, en vonumst að sjálfsögðu til að þar verði breyting á. Kúnnarnir eru margir búnir að kaupa sér áskriftarkort og eiga inni framlengingu á gildistímanum hjá manni. Það mun taka marga mánuði eða ár að ná þessu upp aftur.“ Hún segir þó að stöðin muni lifa þessa óvissutíma af enda viðskiptavinahópurinn stór, traustur og góður. Hún segir stöðina tilbúna til þess að grípa til harðra sóttvarnaaðgerða fengi hún að opna aftur. „Við ættum að vera reynslunni ríkari en það hefur enginn smitast eða verið sendur í sóttkví af minni stöð. Við treystum okkur í hvað sem er, að vera með grímu, tvo metra, sér inngang, sér salerni, að gestir fari ekki í sturtu,“ segir Linda. „Ég get bara ekki horft upp á suma viðskiptavinina mína koðna niður sem er annars lífsglatt og hraust fólk.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir „Þetta eru ekki bara við sem erum svona leiðinlegir“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir engar athugasemdir við það að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi að leita réttar síns vegna sóttvarnaaðgerða. Það sé réttur hvers manns að láta á það reyna telji hann sig hafa verið beittan misrétti. Hann segir að það séu ekki aðeins íslensk sóttvarnaryfirvöld sem meti áhættuna af því að halda líkamsræktarstöðvum opnum meiri en af því að hafa sundlaugar opnar, það geri alþjóðlegar stofnanir líka og við það sé stuðst. 9. desember 2020 18:03 Sjö sinnum fleiri smitast í líkamsræktarstöðvum en sundlaugum Smitrakningarteymi almannavarna hefur rakið 36 bein Covid-19 smit til líkamsræktarstöðva. Heildarfjöldi afleiddra smita er 74. Þetta kemur fram í skriflegu svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. Smit sem hafa verið rakin beint til sundlauga eru fimm talsins og afleidd smit tuttugu alls. 9. desember 2020 15:37 „Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira
„Ég hugsa til þeirra sem eru þunglyndir, hafa misst vinnuna, með stoðkerfisvandamál, með verkjasjúkdóma, einmana, hafa orðið fyrir áföllum, endurhæfing fyrir þau sem fengið hafa Covid og fólk sem náð hefur að halda sig frá fíknisjúkdómum með heilsurækt,“ skrifar Linda í færslu sem hún birti á Facebook í dag. „Það er staðreynd að sjálfsvígstíðni hefur aukist og það er mikið um lífstílssjúkdóma í þjóðfélaginu. Maður veit að heilsurækt er lífsnauðsynleg svo mörgum sem eru að æfa hjá manni,“ segir Linda í samtali við fréttastofu. Hún segir heilsuræktarleysið farið að reyna verulega á fólk. Myrkrið, kuldinn og hálkan hafi gríðarleg áhrif á líðan fólks, bæði andlega og líkamlega og heimatilbúnar lausnir dugi ekki fyrir alla. Stöðin hefur verið lokuð í tæpt hálft ár.Aðsend/Sirrý Klemensdóttir „Það er ekki hægt að segja öllum að fara bara út að ganga eða gera heimaleikfimi. Fólk er þvílíkt að heltast aftur úr lestinni. Við þurftum svo á því að halda að koma fólki í hús núna með þessum tilslökunum,“ segir Linda. „Við myndum auðvitað leggja æru okkar við að halda sóttvörnum í hávegum.“ „Það er verið að taka svo stór lífsgæði frá fólki“ Hún bendir einnig á að besta forvörnin gegn sjúkdómum, bæði andlegum og líkamlegum, sé hreyfing. „Andleg heilsa hraustra þegna Íslands er í hættu. Ef þú færð að komast út úr húsi í klukkutíma, á góða æfingu, þú geturðu tekist á við hvað sem er eftir slíkt,“ segir Linda. „Ég fagna öllum stöðum sem hafa fengið að opna og ég er rosalega ánægð með það að það hafi ekki aukið smitin, til dæmis við það að opna hárgreiðslustofur og snyrtistofur. En þetta verða sex mánuðir þegar uppi er staðið ef við fáum að opna 12. janúar. Það er verið að taka svo stór lífsgæði frá fólki,“ segir Linda. Hún gagnrýnir að yfirvöld geri ráð fyrir því að allir geti breytt stefnu þegar kemur að hreyfingu. Ég get ekki orða bundist lengur. Það að fá ekki að opna heilsuræktarstöðvar er átakanleg aðför að heilsu fólksins í...Posted by Linda Hilmarsdottir on Wednesday, December 9, 2020 Sár og reið vegna frétta gærdagsins Hún segir fréttir gærdagsins um komandi tilslakanir hafa verið mikið áfall. „Ég var svo reið og sár og starfsfólkið mitt, við erum með fjölbreyttan hóp starfsfólks, til dæmis fólk sem eru með lítil börn eða í húsnæðiskaupum. Óvissan fyrir það er algjör.“ Heilsuræktarstöðin Hress var stofnuð árið 1987 og segir Linda að margir viðskiptavinanna hafi fylgt stöðinni í áraraðir. Hún sjái nú að mörgum þeirra fari hratt aftur, eftir að hafa ekki fengið að stunda heilsurækt í tæpt hálft ár. „Ég er að þjálfa æðislegan hóp af konum sem voru færar í flestan sjó þegar þetta skall á en núna eru margar þessara kvenna að tapa vöðvamassa, gömul meiðsl eru að taka sig upp aftur, þær eru að stífna í öxlunum, að fá vöðvabólgur. Þetta er ekki sama fólkið,“ segir Linda. Frá góðgerðaheilsuræktartíma sem haldinn er reglulega á vegum Hress.Aðsend/Linda „Fólk heldur að maður hafi fengið gjafabréfið lokunarstyrk“ Hún bendir einnig á að stöðin hafi enn ekki fengið lokunarstyrk sem hafi haft gríðarleg áhrif á rekstrarstöðu stöðvarinnar. „Við erum búin að vera til síðan 1987, við erum ekki búin að fá lokunarstyrk en í 33 ár höfum við borgað opinber gjöld í hverjum einasta mánuði og síðan auðvitað, skiljanlega, þurftum við að loka. En að vera í algerri óvissu með ævistarf sitt er svakalegt álag. Vanlíðan starfsfólks og áhyggjur eru svo stór þáttur líka. Maður er bara að reyna að stappa stálinu í alla en maður á orðið enga orku eða orð lengur,“ segir Linda. „Það er svo erfitt að fólk heldur að maður hafi fengið gjafabréfið lokunarstyrk þegar við þurftum að loka og maður sé í góðum málum en óvissan er nagandi. Hann hefur ekki borist, en vonumst að sjálfsögðu til að þar verði breyting á. Kúnnarnir eru margir búnir að kaupa sér áskriftarkort og eiga inni framlengingu á gildistímanum hjá manni. Það mun taka marga mánuði eða ár að ná þessu upp aftur.“ Hún segir þó að stöðin muni lifa þessa óvissutíma af enda viðskiptavinahópurinn stór, traustur og góður. Hún segir stöðina tilbúna til þess að grípa til harðra sóttvarnaaðgerða fengi hún að opna aftur. „Við ættum að vera reynslunni ríkari en það hefur enginn smitast eða verið sendur í sóttkví af minni stöð. Við treystum okkur í hvað sem er, að vera með grímu, tvo metra, sér inngang, sér salerni, að gestir fari ekki í sturtu,“ segir Linda. „Ég get bara ekki horft upp á suma viðskiptavinina mína koðna niður sem er annars lífsglatt og hraust fólk.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir „Þetta eru ekki bara við sem erum svona leiðinlegir“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir engar athugasemdir við það að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi að leita réttar síns vegna sóttvarnaaðgerða. Það sé réttur hvers manns að láta á það reyna telji hann sig hafa verið beittan misrétti. Hann segir að það séu ekki aðeins íslensk sóttvarnaryfirvöld sem meti áhættuna af því að halda líkamsræktarstöðvum opnum meiri en af því að hafa sundlaugar opnar, það geri alþjóðlegar stofnanir líka og við það sé stuðst. 9. desember 2020 18:03 Sjö sinnum fleiri smitast í líkamsræktarstöðvum en sundlaugum Smitrakningarteymi almannavarna hefur rakið 36 bein Covid-19 smit til líkamsræktarstöðva. Heildarfjöldi afleiddra smita er 74. Þetta kemur fram í skriflegu svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. Smit sem hafa verið rakin beint til sundlauga eru fimm talsins og afleidd smit tuttugu alls. 9. desember 2020 15:37 „Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira
„Þetta eru ekki bara við sem erum svona leiðinlegir“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir engar athugasemdir við það að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi að leita réttar síns vegna sóttvarnaaðgerða. Það sé réttur hvers manns að láta á það reyna telji hann sig hafa verið beittan misrétti. Hann segir að það séu ekki aðeins íslensk sóttvarnaryfirvöld sem meti áhættuna af því að halda líkamsræktarstöðvum opnum meiri en af því að hafa sundlaugar opnar, það geri alþjóðlegar stofnanir líka og við það sé stuðst. 9. desember 2020 18:03
Sjö sinnum fleiri smitast í líkamsræktarstöðvum en sundlaugum Smitrakningarteymi almannavarna hefur rakið 36 bein Covid-19 smit til líkamsræktarstöðva. Heildarfjöldi afleiddra smita er 74. Þetta kemur fram í skriflegu svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. Smit sem hafa verið rakin beint til sundlauga eru fimm talsins og afleidd smit tuttugu alls. 9. desember 2020 15:37
„Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06