BioNTech, sem hefur þróað bóluefni í samstarfi við Pfizer, greindi frá því í dag að umsókn lyfjafyrirtækisins um að bóluefnið verði samþykkt til notkunar, hafi verið opnað á meðan á netárásinni stóð. BioNTech greindi þó frá því að ekki sé talið að netárásin muni hafa áhrif á tímann sem mun taka að samþykkja efnið.
Lyfjastofnunin vinnur nú að því að samþykkja tvö Covid-19 bóluefni og er gert ráð fyrir að niðurstöður muni liggja fyrir á næstu vikum.
Lyfjastofnunin greindi ekki frá því hvað hafi falist í netárásinni en að rannsókn á henni sé þegar hafin. Þá var greint frá því að gagnagrunnur stofnunarinnar sé enn starfandi og árásin hafi ekki valdið hruni á netþjóni þess.
Þá var greint frá því að ekki sé talið að persónuupplýsingar um þátttakendur í lyfjarannsóknum hafi náðst af árásarmönnunum.
Lyfjastofnun Evrópu ber ábyrgð á því að samþykkja notkun lyfja fyrir aðildarríki Evrópusambandsins. Nú vinnur stofnunin að því að greina hvort bóluefni BioNTech og Pfizer, sem þegar er í notkun á Bretlandi, og bóluefni Moderna séu örugg til notkunar.
Ekki hefur verið greint frá því hvort að netárásarmennirnir hafi í höndum gögn um bóluefni Moderna.