Sumaropnun leikskóla í Hafnarfirði Friðþjófur Helgi Karlsson og Sigrún Sverrisdóttir skrifa 10. desember 2020 08:30 Við í Hafnarfirði erum heppin með allt það flotta og faglega starfsfólk sem starfar í leikskólum bæjarins. Þetta góða fólk menntar yngstu börnin okkar, hlúir að þroska og lætur sér annt um velferð þeirra. Leikskólinn er fyrst og fremst menntastofnun, en ekki þjónustustofnun í þágu atvinnulífsins. Leikskólinn er skilgreindur í lögum sem fyrsta skólastigið. Mikilvægur hlekkur og grunnstoð í íslensku skólakerfi. Breytt skipulag – hverjum til heilla? Í febrúar á síðasta ári var tekin ákvörðun í fræðsluráði Hafnarfjarðar að leikskólar bæjarins yrðu opnir árið um kring frá og með sumri 2021 og lokuðu því ekki í fjórar vikur á sumrin eins og verið hefur. Nú geta börn og starfsmenn tekið sumarfrí hvenær sem er á tímabilinu frá 2. maí – 15. september. Þó verður frí barna alltaf að vera minnst í 4 vikur samfellt. Allir leikskólar bæjarins verða því opnir 12 mánuði á ári. Það kann að hljóma sem góð hugmynd en er afleitt þegar kemur að faglegu starfi, stöðugleika og velferð barnanna sem stunda nám í skólunum. Röskun á faglegu starfi og mikilvægum stöðugleika verður slík að ljóst er að þessi tilhögun verður ekki til heilla fyrir börnin. Ákvörðun tekin um sumaropnun í andstöðu við fagsamfélagið í leikskólunum Rúmlega 90% af starfsmönnum leikskóla skrifuðu undir harðorð mótmæli gegn því að þessi ákvörðun um sumaropnun leikskóla í Hafnarfirði yrði að veruleika. Stéttarfélög fagfélaga leikskólakennara og stjórnenda í leikskólum ásamt stéttarfélagi ófaglærðra starfsmanna leikskólans mótmæltu ákvörðuninni harðlega. Hún er röng, tekin á röngum forsendum. Þröngvað fram af fullkomnu skilningsleysi á grundvallarstarfi leikskólans sem er að mennta og efla þroska barnanna okkar. Að standa með börnunum Ákvörðunin er tekin í andstöðu við velferð barnanna sem stunda nám í skólunum. Það eru ekki hagsmunir barnanna sem ráð för en þeir eru í húfi. Í 3. gr. Barnasáttmálans segir að hagsmunir barna skuli ávallt ráða. Það sem barninu eru fyrir bestu skal ávallt ráða mestu. Og ef hagsmunir fullorðinna og barna vegast á, skulu hagsmunir barnsins vega þyngra. Í þessu máli eru hagsmunir barnanna fótum troðnir og þeir ekki hafðir að leiðarljósi við ákvarðanatökuna. Óskiljanleg vinnubrögð meirihlutans og Viðreisnar Við bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar höfum lagst hart gegn þessum breytingum. Ákvörðunin er byggð á röngum forsendum og á mjög veikum faglegum grunni. Hún er ekki tekin með hagsmuni barnanna í leikskólunum í huga og vinnur sem slík gegn velferð þeirra. Hún er tekin af illa upplýstum stjórnmálamönnum sem hlusta ekki á fagleg rök leikskólakennara. Minni stöðugleiki og veikara faglegt starf stefnir velferð og menntun barna í hættu Við vitum fyrir víst að foreldrar leikskólabarna vilja ekkert frekar en að börnin þeirra búi við stöðugleika, rútínu, fræðslu og heilsusamlegt umhverfi. Búi við umhverfi sem barnið þekkir og treystir. Umhverfi sem tryggir örugg samskipti við vini og leikskólakennara. Örvandi umhverfi sem eflir heilbrigðan þroska barnanna. Þessi ákvörðun er ekki börnunum fyrir bestu, veikir faglegt starf og stöðugleika í starfi skólanna þeirra og stefnir þannig velferð barnanna og menntun þeirra í hættu. Vinnubrögð meirihlutans eru slík að skömm er að Á fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 25. nóvember lögðum við, fulltrúar Samfylkingarinnar, fram tillögu þess efnis að bæjarstjórn myndi ógilda ákvörðun fræðsluráðs. Þeirri tillögu var hafnað af meirihlutanum og fulltrúa Viðreisnar. Það er því sorg í hjarta starfsmanna leikskólanna. Þeim finnst vera vegið að starfsheiðri sínum og faglegum metnaði. Þeim finnst að velferð og menntun barna í leikskólum Hafnarfjarðar sé fyrir borð borin. Fulltrúar meirihlutans og Viðreisnar í fræðsluráði og í bæjarstjórn láta rök þess góða fólks, sem af trúfestu og fagmennsku vinnur störf sín í leikskólum bæjarins, sem vind um eyru þjóta. Þessir fulltrúar hafa vaðið áfram með óboðlegum vinnubrögðum sem eru þeim öllum til vansa. Þá skömm sitja þeir uppi með. Höfundar eru bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Við í Hafnarfirði erum heppin með allt það flotta og faglega starfsfólk sem starfar í leikskólum bæjarins. Þetta góða fólk menntar yngstu börnin okkar, hlúir að þroska og lætur sér annt um velferð þeirra. Leikskólinn er fyrst og fremst menntastofnun, en ekki þjónustustofnun í þágu atvinnulífsins. Leikskólinn er skilgreindur í lögum sem fyrsta skólastigið. Mikilvægur hlekkur og grunnstoð í íslensku skólakerfi. Breytt skipulag – hverjum til heilla? Í febrúar á síðasta ári var tekin ákvörðun í fræðsluráði Hafnarfjarðar að leikskólar bæjarins yrðu opnir árið um kring frá og með sumri 2021 og lokuðu því ekki í fjórar vikur á sumrin eins og verið hefur. Nú geta börn og starfsmenn tekið sumarfrí hvenær sem er á tímabilinu frá 2. maí – 15. september. Þó verður frí barna alltaf að vera minnst í 4 vikur samfellt. Allir leikskólar bæjarins verða því opnir 12 mánuði á ári. Það kann að hljóma sem góð hugmynd en er afleitt þegar kemur að faglegu starfi, stöðugleika og velferð barnanna sem stunda nám í skólunum. Röskun á faglegu starfi og mikilvægum stöðugleika verður slík að ljóst er að þessi tilhögun verður ekki til heilla fyrir börnin. Ákvörðun tekin um sumaropnun í andstöðu við fagsamfélagið í leikskólunum Rúmlega 90% af starfsmönnum leikskóla skrifuðu undir harðorð mótmæli gegn því að þessi ákvörðun um sumaropnun leikskóla í Hafnarfirði yrði að veruleika. Stéttarfélög fagfélaga leikskólakennara og stjórnenda í leikskólum ásamt stéttarfélagi ófaglærðra starfsmanna leikskólans mótmæltu ákvörðuninni harðlega. Hún er röng, tekin á röngum forsendum. Þröngvað fram af fullkomnu skilningsleysi á grundvallarstarfi leikskólans sem er að mennta og efla þroska barnanna okkar. Að standa með börnunum Ákvörðunin er tekin í andstöðu við velferð barnanna sem stunda nám í skólunum. Það eru ekki hagsmunir barnanna sem ráð för en þeir eru í húfi. Í 3. gr. Barnasáttmálans segir að hagsmunir barna skuli ávallt ráða. Það sem barninu eru fyrir bestu skal ávallt ráða mestu. Og ef hagsmunir fullorðinna og barna vegast á, skulu hagsmunir barnsins vega þyngra. Í þessu máli eru hagsmunir barnanna fótum troðnir og þeir ekki hafðir að leiðarljósi við ákvarðanatökuna. Óskiljanleg vinnubrögð meirihlutans og Viðreisnar Við bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar höfum lagst hart gegn þessum breytingum. Ákvörðunin er byggð á röngum forsendum og á mjög veikum faglegum grunni. Hún er ekki tekin með hagsmuni barnanna í leikskólunum í huga og vinnur sem slík gegn velferð þeirra. Hún er tekin af illa upplýstum stjórnmálamönnum sem hlusta ekki á fagleg rök leikskólakennara. Minni stöðugleiki og veikara faglegt starf stefnir velferð og menntun barna í hættu Við vitum fyrir víst að foreldrar leikskólabarna vilja ekkert frekar en að börnin þeirra búi við stöðugleika, rútínu, fræðslu og heilsusamlegt umhverfi. Búi við umhverfi sem barnið þekkir og treystir. Umhverfi sem tryggir örugg samskipti við vini og leikskólakennara. Örvandi umhverfi sem eflir heilbrigðan þroska barnanna. Þessi ákvörðun er ekki börnunum fyrir bestu, veikir faglegt starf og stöðugleika í starfi skólanna þeirra og stefnir þannig velferð barnanna og menntun þeirra í hættu. Vinnubrögð meirihlutans eru slík að skömm er að Á fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 25. nóvember lögðum við, fulltrúar Samfylkingarinnar, fram tillögu þess efnis að bæjarstjórn myndi ógilda ákvörðun fræðsluráðs. Þeirri tillögu var hafnað af meirihlutanum og fulltrúa Viðreisnar. Það er því sorg í hjarta starfsmanna leikskólanna. Þeim finnst vera vegið að starfsheiðri sínum og faglegum metnaði. Þeim finnst að velferð og menntun barna í leikskólum Hafnarfjarðar sé fyrir borð borin. Fulltrúar meirihlutans og Viðreisnar í fræðsluráði og í bæjarstjórn láta rök þess góða fólks, sem af trúfestu og fagmennsku vinnur störf sín í leikskólum bæjarins, sem vind um eyru þjóta. Þessir fulltrúar hafa vaðið áfram með óboðlegum vinnubrögðum sem eru þeim öllum til vansa. Þá skömm sitja þeir uppi með. Höfundar eru bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun