Eigandi Dallas Mavericks býst við því að tapa tólf milljörðum á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2020 15:00 Mark Cuban með Luka Doncic þegar Slóveninn var kjörinn besti nýliðinn í NBA-deildinni í fyrra. Getty/Joe Scarnici Mark Cuban, eigandi NBA-liðsins Dallas Mavericks, er búinn að undirbúa sig fyrir það að tapa gríðarlegum fjárhæðum á 2020-21 tímabilinu vegna kórónuveirunnar. NBA tímabilið hefst rétt fyrir jól og að þessu sinni munu liðin spila í sínum heimahöllum en ekki í NBA búbblu. Það breytir ekki því að kórónuveiran mun áfram setja mikinn svip á deildina og lítið verður um áhorfendur í flestum höllum. Mark Cuban, hinn litríki eigandi Dallas Mavericks, ræddi rekstur NBA liðs í miðjum heimsfaraldri í útvarpsþættinum The Hardline á íþróttarás KTCK-AM útvarpsstöðvarinnar. Cuban var meðal annars spurður út í erfitt rekstrarumhverfi í þessu ástandi. „Mun ég tapa fullt af peningum á þessu tímabili? Já, það er enginn spurning um það. Meira en hundrað milljónum dollara þegar allt verður gert upp? Já engin vafi á því,“ sagði Mark Cuban. Hundrað milljónir dollara eru meira en tólf milljarðar íslenskra króna. Mark Cuban owner of the Dallas Mavericks estimates that he will lose more than $100 million during the 2020-21 NBA season due to the COVID-19 protocols and arena restrictions. pic.twitter.com/u3XDQZP1tO— Front Office Sports (@FOS) December 9, 2020 „Sem betur fer þá er ég í þeirri stöðu að ég hef efni á þessu. Ég mun halda áfram að borga okkar starfsfólki sem er það rétta í stöðunni,“ sagði Cuban. „Þrátt fyrir að ég geti þetta núna þá þurfum við að komast aftur í að sila okkar venjulega tímabil. Við munum ekki byrja mótið aftur í desember. Við vitum að fólk vill fá sportið á þeim tíma sem það er vant því að fá sportið sitt,“ sagði Cuban. „NBA deildin á að byrja í október og nóvember og enda í júní. Með því að byrja tímabilið í desember og spila færri leiki þá leggjum við grunninn að eðlilegu 2021-22 tímabili,“ sagði Cuban. „Vonandi getum við lifað okkar venjulega lífi eftir að bólusetningunni er lokið og að allt verði þá í lagi,“ sagði Cuban. Cuban býst við miklum áhuga á leikjum Dallas þegar fólk má aftur fara að fylla íþróttahallir. „Ég veðja á það að fólk verði orðið svo þreytt á því að hanga heima hjá sér að það mun allt verða brjálað þegar það kemst aftur á leiki. Það munu allir vilja fá tækifæri til að horfa á Luka [Doncic] og [Kristaps Porzingis] spila sem og allt Dallas Mavericks liðið. Það er óvissa með næstu mánuði en það verður svakalegt fjör hjá okkur þegar við verðum búin að fá bóluefnið,“ sagði Mark Cuban. NBA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
NBA tímabilið hefst rétt fyrir jól og að þessu sinni munu liðin spila í sínum heimahöllum en ekki í NBA búbblu. Það breytir ekki því að kórónuveiran mun áfram setja mikinn svip á deildina og lítið verður um áhorfendur í flestum höllum. Mark Cuban, hinn litríki eigandi Dallas Mavericks, ræddi rekstur NBA liðs í miðjum heimsfaraldri í útvarpsþættinum The Hardline á íþróttarás KTCK-AM útvarpsstöðvarinnar. Cuban var meðal annars spurður út í erfitt rekstrarumhverfi í þessu ástandi. „Mun ég tapa fullt af peningum á þessu tímabili? Já, það er enginn spurning um það. Meira en hundrað milljónum dollara þegar allt verður gert upp? Já engin vafi á því,“ sagði Mark Cuban. Hundrað milljónir dollara eru meira en tólf milljarðar íslenskra króna. Mark Cuban owner of the Dallas Mavericks estimates that he will lose more than $100 million during the 2020-21 NBA season due to the COVID-19 protocols and arena restrictions. pic.twitter.com/u3XDQZP1tO— Front Office Sports (@FOS) December 9, 2020 „Sem betur fer þá er ég í þeirri stöðu að ég hef efni á þessu. Ég mun halda áfram að borga okkar starfsfólki sem er það rétta í stöðunni,“ sagði Cuban. „Þrátt fyrir að ég geti þetta núna þá þurfum við að komast aftur í að sila okkar venjulega tímabil. Við munum ekki byrja mótið aftur í desember. Við vitum að fólk vill fá sportið á þeim tíma sem það er vant því að fá sportið sitt,“ sagði Cuban. „NBA deildin á að byrja í október og nóvember og enda í júní. Með því að byrja tímabilið í desember og spila færri leiki þá leggjum við grunninn að eðlilegu 2021-22 tímabili,“ sagði Cuban. „Vonandi getum við lifað okkar venjulega lífi eftir að bólusetningunni er lokið og að allt verði þá í lagi,“ sagði Cuban. Cuban býst við miklum áhuga á leikjum Dallas þegar fólk má aftur fara að fylla íþróttahallir. „Ég veðja á það að fólk verði orðið svo þreytt á því að hanga heima hjá sér að það mun allt verða brjálað þegar það kemst aftur á leiki. Það munu allir vilja fá tækifæri til að horfa á Luka [Doncic] og [Kristaps Porzingis] spila sem og allt Dallas Mavericks liðið. Það er óvissa með næstu mánuði en það verður svakalegt fjör hjá okkur þegar við verðum búin að fá bóluefnið,“ sagði Mark Cuban.
NBA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum