Rúrik fer með hlutverk í Leynilöggunni: „Sé ekki eftir neinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. desember 2020 13:30 Rúrik hannaði nýjan SOS Barnaþorpin bol. „Ég byrjaði bara á því að taka mér gott frí, njóta lífsins, skoða landið og gera það sem mig langaði til að gera,“ segir Rúrik Gíslason fyrrverandi knattspyrnumaður sem lagði skóna á hilluna á dögunum eftir 17 ára feril sem atvinnumaður. Hann ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu í morgun. „Skrokkurinn er góður og ég er enn þá með þessa æfingamaníu og held mér við með því að hlaupa og lyfta, ketilbjöllur og eigin líkamsþyngdar æfingar. Ég myndi kjósa að vera í ræktinni eða í einhverskonar hópæfingum en hitt verður bara að virka núna.“ Rúrik segist fara erlendis í sólina í næstu viku og kemur sennilega ekki aftur til Íslands fyrr en í maí. Þar ætlar hann að njóta lífsins með kærustu sinni Nathalia Soliani. Rúrik hannaði nýjan bol fyrir SOS Barnaþorpin sem er farinn í sölur. „Þetta er samvinnuverkefni SOS barnaþorpa, 66 norður og mín. Allur ágóði rennur til SOS barnaþorpa. Ég er velgjörðasendiherra fyrir samtökin og hef haft mjög gaman af því. Við gerðum þetta í fyrra og bolurinn seldist upp á mjög skömmum tíma.“ Rúrik segist í raun ekkert sakna fótboltans. „Ég er svo þrjóskur að þegar ég tek ákvörðun um eitthvað þá sé ég ekki eftir neinu. Ég hef verið að leika í íslenskri bíómynd, lítið hlutverk reyndar, en þetta var mjög gaman. Þetta er kvikmyndin Leynilöggan og Hannes Þór Halldórsson fékk mig til að vera með í því,“ segir Rúrik en kvikmyndin er með þeim Auðunni Blöndal og Agli Einarssyni í aðalhlutverkum. Hannes Þór leikstýrir. „Ég get alveg hugsað mér að gera meira af þessu. Þetta er hrikalega gaman, að prófa eitthvað nýtt,“ segir Rúrik sem er einnig að vinna að því að gefa út tónlist. Hann segist vera svona að feta sig áfram hvað varðar framtíðina og framtíðarstarfið. „Ég er bara rólegur og leyfi bara tímanum að líða. Að það má segja að ég sé að reyna finna mig þegar kemur að framtíðarstarfinu,“ segir Rúrik sem hætti sem knattspyrnumaður í haust en á sannarlega framtíðina fyrir sér á öðrum vettvangi. Bíó og sjónvarp Bítið Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
„Skrokkurinn er góður og ég er enn þá með þessa æfingamaníu og held mér við með því að hlaupa og lyfta, ketilbjöllur og eigin líkamsþyngdar æfingar. Ég myndi kjósa að vera í ræktinni eða í einhverskonar hópæfingum en hitt verður bara að virka núna.“ Rúrik segist fara erlendis í sólina í næstu viku og kemur sennilega ekki aftur til Íslands fyrr en í maí. Þar ætlar hann að njóta lífsins með kærustu sinni Nathalia Soliani. Rúrik hannaði nýjan bol fyrir SOS Barnaþorpin sem er farinn í sölur. „Þetta er samvinnuverkefni SOS barnaþorpa, 66 norður og mín. Allur ágóði rennur til SOS barnaþorpa. Ég er velgjörðasendiherra fyrir samtökin og hef haft mjög gaman af því. Við gerðum þetta í fyrra og bolurinn seldist upp á mjög skömmum tíma.“ Rúrik segist í raun ekkert sakna fótboltans. „Ég er svo þrjóskur að þegar ég tek ákvörðun um eitthvað þá sé ég ekki eftir neinu. Ég hef verið að leika í íslenskri bíómynd, lítið hlutverk reyndar, en þetta var mjög gaman. Þetta er kvikmyndin Leynilöggan og Hannes Þór Halldórsson fékk mig til að vera með í því,“ segir Rúrik en kvikmyndin er með þeim Auðunni Blöndal og Agli Einarssyni í aðalhlutverkum. Hannes Þór leikstýrir. „Ég get alveg hugsað mér að gera meira af þessu. Þetta er hrikalega gaman, að prófa eitthvað nýtt,“ segir Rúrik sem er einnig að vinna að því að gefa út tónlist. Hann segist vera svona að feta sig áfram hvað varðar framtíðina og framtíðarstarfið. „Ég er bara rólegur og leyfi bara tímanum að líða. Að það má segja að ég sé að reyna finna mig þegar kemur að framtíðarstarfinu,“ segir Rúrik sem hætti sem knattspyrnumaður í haust en á sannarlega framtíðina fyrir sér á öðrum vettvangi.
Bíó og sjónvarp Bítið Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira