Yfirmenn hjá FBI sleppa við refsingar vegna ásakana um kynferðisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2020 14:56 Fyrrverandi starfsmaður Alríkislögreglunnar sem kölluð er Becky, segir yfirmann sinn hafa sleikt sig og káfað á sér í samkvæmi. AP/David Zalubowski Yfirmenn hjá Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa ítrekað verið sakaðir um kynferðisbrot á undanförnum árum. Engum hefur þó verið refsað, jafnvel þó rannsóknir hafi stutt ásakanir gegn þeim. Í einu tilfelli settist aðstoðarframkvæmdastjóri í helgan stein eftir að hann var sakaður um að káfa á konu. Annar yfirmaður hætti eftir að hafa áreitt minnst átta starfsmenn sína kynferðislega. Einn til viðbótar settist einnig í helgan stein eftir að hann var sakaður um að hafa kúgað unga samstarfskonu sína til kynlífsathafna. Þetta er meðal dæma sem rannsókn AP fréttaveitunnar hefur leitt í ljós og í öllum þessum tilvikum héldu mennirnir fullum eftirlaunum sínum og öðrum kjörum og var ekkert refsað. Rannsókn AP sýndi fram á að minnst sex yfirmenn hafa verið sakaðir um kynferðisbrot á síðustu fimm árum. Þar á meðal eru tvær nýjar ásakanir sem litu dagsins ljós í þessari viku þar sem konur segja yfirmenn sína hafa brotið á sér kynferðislega. Þar eru ekki talin með tilfelli þar sem yfirmenn í FBI hafa ekki gefið upp að þeir hafi átt í sambandi við undirmenn sína. Þeim tilfellum hefur víst farið mjög fjölgandi á undanförnum árum. Svo mikið að rannsakendur hjá innri endurskoðenda FBI hafa lýst yfir áhyggjum af því og kallað eftir stefnubreytingu. Einn viðmælandi fréttaveitunnar kvartaði yfir því að yfirmaður hennar hefði sleikt hana í framan og káfað á henni í samkvæmi árið 2017. Hún segir kvörtunum sem þessum sópað undir teppið. Höfuðstöðvar Alríkislögreglu Bandaríkjanna í Washington DC.AP/J. David Ake Segir mönnum gert kleift að sleppa við refsingu Lögmaður konunnar sem hefur sakað yfirmann sinn um að kúga sig til kynferðisathafna segir það stefnu meðal yfirmanna FBI að gera stjórnendum sem hafa verið sakaðir um kynferðisbrot kleift að setjast hljóðlega í helgan stein og sleppa þannig við nokkurs konar refsingu. AP segir einnig að ásakanirnar hafi fangað athygli þingmanna og annarra sem hafa látið þessi mál sig varða. Kallað hefur verið eftir því að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til að fara yfir innri rannsóknir FBI og að uppljóstrarar fái ákveðna vernd. Rúmlega 35 þúsund manns starfa hjá FBI og fréttaveitan segir embættið gefa lítið upp verðandi ásakanir um kynferðislegt ofbeldi. Bandaríkin Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Í einu tilfelli settist aðstoðarframkvæmdastjóri í helgan stein eftir að hann var sakaður um að káfa á konu. Annar yfirmaður hætti eftir að hafa áreitt minnst átta starfsmenn sína kynferðislega. Einn til viðbótar settist einnig í helgan stein eftir að hann var sakaður um að hafa kúgað unga samstarfskonu sína til kynlífsathafna. Þetta er meðal dæma sem rannsókn AP fréttaveitunnar hefur leitt í ljós og í öllum þessum tilvikum héldu mennirnir fullum eftirlaunum sínum og öðrum kjörum og var ekkert refsað. Rannsókn AP sýndi fram á að minnst sex yfirmenn hafa verið sakaðir um kynferðisbrot á síðustu fimm árum. Þar á meðal eru tvær nýjar ásakanir sem litu dagsins ljós í þessari viku þar sem konur segja yfirmenn sína hafa brotið á sér kynferðislega. Þar eru ekki talin með tilfelli þar sem yfirmenn í FBI hafa ekki gefið upp að þeir hafi átt í sambandi við undirmenn sína. Þeim tilfellum hefur víst farið mjög fjölgandi á undanförnum árum. Svo mikið að rannsakendur hjá innri endurskoðenda FBI hafa lýst yfir áhyggjum af því og kallað eftir stefnubreytingu. Einn viðmælandi fréttaveitunnar kvartaði yfir því að yfirmaður hennar hefði sleikt hana í framan og káfað á henni í samkvæmi árið 2017. Hún segir kvörtunum sem þessum sópað undir teppið. Höfuðstöðvar Alríkislögreglu Bandaríkjanna í Washington DC.AP/J. David Ake Segir mönnum gert kleift að sleppa við refsingu Lögmaður konunnar sem hefur sakað yfirmann sinn um að kúga sig til kynferðisathafna segir það stefnu meðal yfirmanna FBI að gera stjórnendum sem hafa verið sakaðir um kynferðisbrot kleift að setjast hljóðlega í helgan stein og sleppa þannig við nokkurs konar refsingu. AP segir einnig að ásakanirnar hafi fangað athygli þingmanna og annarra sem hafa látið þessi mál sig varða. Kallað hefur verið eftir því að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til að fara yfir innri rannsóknir FBI og að uppljóstrarar fái ákveðna vernd. Rúmlega 35 þúsund manns starfa hjá FBI og fréttaveitan segir embættið gefa lítið upp verðandi ásakanir um kynferðislegt ofbeldi.
Bandaríkin Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira