Mikil aðsókn í sund og snjalllausnir í kortunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. desember 2020 18:08 Mikil aðsókn var í Vesturbæjarlaug í morgun. Vísir/Vilhelm Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg, segir að mikil aðsókn hafi verið í sundlaugar Reykjavíkur í morgun. Víða voru raðir þegar laugarnar opnuðu en þó sé aðsóknin ekki jafn mikil og hún var í byrjun maí þegar sundlaugar opnuðu eftir lokanir í fyrstu bylgju faraldursins. „Við opnuðum klukkan hálf sjö í morgun og það fór rólega af stað. Það var samt töluvert af gestum en í venjulegu árferði og þegar komið er fram í miðjan desember þá er farið að draga aðeins úr aðsókn þannig að þetta fer rólega af stað. En samt, það hefur gengið vel á öllum stöðum,“ sagði Steinþór þegar hann ræddi sundlaugamál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segist ekki vita hversu margir hafi mætt í sund í Reykjavík í dag. „Það voru biðraðir í morgun við staðina en síðan hefur gengið alveg ágætlega og það er auðvitað enn í gangi skólasund og annað þannig að þau eru ekki talin inn í þessa takmörkun, grunnskólabörnin, en það hefur allt gengið vel. Það var ekki eins og var þegar við opnuðum um miðjan maí,“ segir Steinþór. Snjalllausnir koma til greina Einhverjar laugar hafa tekið upp á því að sýna á netinu í rauntíma hve margir séu ofan í lauginni. Steinþór segir hafa komið til greina að innleiða slíkt kerfi í sundlaugum Reykjavíkur. „Það er hluti af ýmsum snjalllausnum sem verið er að taka í notkun í Reykjavíkurborg. Það er ekki í sundlaugunum okkar núna eins og er og við teljum enn handvirkt ofan í laugarnar en það er ekki hægt að sjá það, ekki eins og staðan er í dag. Það geta alveg komið tímar að við getum ekki tekið við öllum. Svo er það líka þannig þegar takmörk eru að við viljum að fólk passi upp á tvo metrana og að menn hafi grímunotkun í huga. Manni fannst það í laugunum í morgun, og manni fannst það bara almennt, að grímunotkun var í gangi. Við höfum lagt áherslu á það að fólk haldi þessu bili og fólk sýni tillitssemi,“ segir Steinþór. Aukin þrif og sóttvarnir í fyrirrúmi Ekki er grímuskylda í gildi í sundlaugunum en Steinþór segir grímuskylduna orðna almenna og fólk noti grímurnar þegar það kemur inn í almenningsrými en taki þær svo niður þegar það fer inn í búningsklefa. „Það er ekki að fara með grímurnar í pottana. En ef fólk er ekki með grímur eru til sölu grímur í laugunum. Þannig að við leggjum áherslu á það að verið sé að fara eftir öllum þeim fyrirmælum sem okkur ber að fara eftir. Við erum þakklát fyrir að geta opnað og þess vegna viljum við að allir taki tillit hver til annars,“ segir hann. Hann segir að vel sé hugað að sóttvörnum inni í búningsklefum, þar sem sameiginlegir snertifletir eru margir. Þrif hafi verið aukin á öllum snertiflötum. Víðast hvar hafa hlutir einnig verið teknir úr umferð sem líklegir eru til að margir komi við, eins og hárþurrkur og aðrir sameiginlegir hlutir. Þá hafi sprittbrúsum verið komið fyrir víðs vegar um laugarsvæðin. Hægt er að hlusta á viðtali við Steinþór í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Tengdar fréttir Frumflutti nýtt jólalag á bakka Vesturbæjarlaugar Lalli töframaður var með uppákomu á sundlaugarbakka Vesturbæjarlaugar í hádeginu. Í tilefni að opnun lauganna flutti hann fyrir sundlaugargesti lagið Jólasund af nýútkominni jólaplötu sinni, Gleðilega hátíð. Myndband af uppákomunni má finna hér neðar í fréttinni. 10. desember 2020 14:56 Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný. 10. desember 2020 07:11 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
„Við opnuðum klukkan hálf sjö í morgun og það fór rólega af stað. Það var samt töluvert af gestum en í venjulegu árferði og þegar komið er fram í miðjan desember þá er farið að draga aðeins úr aðsókn þannig að þetta fer rólega af stað. En samt, það hefur gengið vel á öllum stöðum,“ sagði Steinþór þegar hann ræddi sundlaugamál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segist ekki vita hversu margir hafi mætt í sund í Reykjavík í dag. „Það voru biðraðir í morgun við staðina en síðan hefur gengið alveg ágætlega og það er auðvitað enn í gangi skólasund og annað þannig að þau eru ekki talin inn í þessa takmörkun, grunnskólabörnin, en það hefur allt gengið vel. Það var ekki eins og var þegar við opnuðum um miðjan maí,“ segir Steinþór. Snjalllausnir koma til greina Einhverjar laugar hafa tekið upp á því að sýna á netinu í rauntíma hve margir séu ofan í lauginni. Steinþór segir hafa komið til greina að innleiða slíkt kerfi í sundlaugum Reykjavíkur. „Það er hluti af ýmsum snjalllausnum sem verið er að taka í notkun í Reykjavíkurborg. Það er ekki í sundlaugunum okkar núna eins og er og við teljum enn handvirkt ofan í laugarnar en það er ekki hægt að sjá það, ekki eins og staðan er í dag. Það geta alveg komið tímar að við getum ekki tekið við öllum. Svo er það líka þannig þegar takmörk eru að við viljum að fólk passi upp á tvo metrana og að menn hafi grímunotkun í huga. Manni fannst það í laugunum í morgun, og manni fannst það bara almennt, að grímunotkun var í gangi. Við höfum lagt áherslu á það að fólk haldi þessu bili og fólk sýni tillitssemi,“ segir Steinþór. Aukin þrif og sóttvarnir í fyrirrúmi Ekki er grímuskylda í gildi í sundlaugunum en Steinþór segir grímuskylduna orðna almenna og fólk noti grímurnar þegar það kemur inn í almenningsrými en taki þær svo niður þegar það fer inn í búningsklefa. „Það er ekki að fara með grímurnar í pottana. En ef fólk er ekki með grímur eru til sölu grímur í laugunum. Þannig að við leggjum áherslu á það að verið sé að fara eftir öllum þeim fyrirmælum sem okkur ber að fara eftir. Við erum þakklát fyrir að geta opnað og þess vegna viljum við að allir taki tillit hver til annars,“ segir hann. Hann segir að vel sé hugað að sóttvörnum inni í búningsklefum, þar sem sameiginlegir snertifletir eru margir. Þrif hafi verið aukin á öllum snertiflötum. Víðast hvar hafa hlutir einnig verið teknir úr umferð sem líklegir eru til að margir komi við, eins og hárþurrkur og aðrir sameiginlegir hlutir. Þá hafi sprittbrúsum verið komið fyrir víðs vegar um laugarsvæðin. Hægt er að hlusta á viðtali við Steinþór í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Tengdar fréttir Frumflutti nýtt jólalag á bakka Vesturbæjarlaugar Lalli töframaður var með uppákomu á sundlaugarbakka Vesturbæjarlaugar í hádeginu. Í tilefni að opnun lauganna flutti hann fyrir sundlaugargesti lagið Jólasund af nýútkominni jólaplötu sinni, Gleðilega hátíð. Myndband af uppákomunni má finna hér neðar í fréttinni. 10. desember 2020 14:56 Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný. 10. desember 2020 07:11 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Frumflutti nýtt jólalag á bakka Vesturbæjarlaugar Lalli töframaður var með uppákomu á sundlaugarbakka Vesturbæjarlaugar í hádeginu. Í tilefni að opnun lauganna flutti hann fyrir sundlaugargesti lagið Jólasund af nýútkominni jólaplötu sinni, Gleðilega hátíð. Myndband af uppákomunni má finna hér neðar í fréttinni. 10. desember 2020 14:56
Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný. 10. desember 2020 07:11
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48