Bóluefni Pfizer skrefi nær því að verða samþykkt í Bandaríkjunum Sylvía Hall skrifar 10. desember 2020 22:57 Pfizer-bóluefnið er sagt veita öfluga vörn gegn veirunni. Jakub Porzycki/NurPhoto/Getty Ráðgjafanefnd ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur lýst yfir stuðningi við notkun á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. Gert er ráð fyrir því að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) muni fylgja þeirri niðurstöðu. AP-fréttaveitan greinir frá því að nefndin hafi komist að þessari niðurstöðu í kvöld með sautján atkvæðum gegn fjórum, en einn sat hjá við atkvæðagreiðslu. Ráðgjafanefndin telur bóluefnið vera öruggt og virki vel á fólk yfir sextán ára aldri. Lokaniðurstöðu er að vænta frá matvæla- og lyfjaeftirlitinu, en verði bóluefnið samþykkt er gert ráð fyrir því að ráðist verði í umfangsmikla bólusetningu á landsvísu. Heilbrigðisstarfsfólk og íbúar á hjúkrunarheimilum yrðu þar í fyrsta forgangshópi og almenningur myndi svo fylgja í vor. Hátt í 300 þúsund Bandaríkjamenn hafa látið lífið af völdum veirunnar og eru því miklar vonir bundnar við að bólusetning hefti útbreiðslu veirunnar svo um munar fljótlega eftir að hún hefst. Smitum hefur fjölgað verulega milli daga og greindust tæplega 220 þúsund Bandaríkjamenn í gær. Ráðgjafanefndinni er lýst sem nokkurskonar vísindadómstóli, þar sem bóluefnið er tekið fyrir og sérfræðingar rýna í fyrirliggjandi gögn. Dr. Dorian Fink hjá matvæla- og lyfjaeftirlitinu sagði nauðsynlegt að slík skoðun færi fram. „Almenningur krefst þess og á það skilið að umfangsmikil, heildstæð og sjálfstæð skoðun fari fram á gögnunum.“ Áætlað er að bóluefni Moderna verði tekið fyrir síðar í mánuðinum, en það var sagt veita allt að 95 prósenta vörn gegn veirunni. Bóluefni Johnson & Johnson eru einnig á áætlun, sem og bóluefni AstraZeneca. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Tölvuþrjótar stálu gögnum um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Evrópu, EMA, hefur orðið fyrir netaárás og hefur gögnum sem tengjast Covid-19 bóluefni verið stolið. 9. desember 2020 21:02 Stefnir á að bólusetja 100 milljónir á sínum fyrstu 100 dögum í embætti Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, stefnir á að 100 milljón Bandaríkjamenn verði bólusettir fyrir kórónuveirunni á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. 8. desember 2020 22:46 Virknin 70% en skammtastærðinni mögulega breytt Bóluefni AstraZeneca og vísindamanna við Oxford-háskóla hefur 70% virkni ef horft er til heildarniðurstaða prófana. Virknin reyndist 90% hjá litlum hluta þátttakenda sem fékk óvart ranga skammtastærð en hjá meirihlutanum reyndist virknin 62%. 8. desember 2020 16:59 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
AP-fréttaveitan greinir frá því að nefndin hafi komist að þessari niðurstöðu í kvöld með sautján atkvæðum gegn fjórum, en einn sat hjá við atkvæðagreiðslu. Ráðgjafanefndin telur bóluefnið vera öruggt og virki vel á fólk yfir sextán ára aldri. Lokaniðurstöðu er að vænta frá matvæla- og lyfjaeftirlitinu, en verði bóluefnið samþykkt er gert ráð fyrir því að ráðist verði í umfangsmikla bólusetningu á landsvísu. Heilbrigðisstarfsfólk og íbúar á hjúkrunarheimilum yrðu þar í fyrsta forgangshópi og almenningur myndi svo fylgja í vor. Hátt í 300 þúsund Bandaríkjamenn hafa látið lífið af völdum veirunnar og eru því miklar vonir bundnar við að bólusetning hefti útbreiðslu veirunnar svo um munar fljótlega eftir að hún hefst. Smitum hefur fjölgað verulega milli daga og greindust tæplega 220 þúsund Bandaríkjamenn í gær. Ráðgjafanefndinni er lýst sem nokkurskonar vísindadómstóli, þar sem bóluefnið er tekið fyrir og sérfræðingar rýna í fyrirliggjandi gögn. Dr. Dorian Fink hjá matvæla- og lyfjaeftirlitinu sagði nauðsynlegt að slík skoðun færi fram. „Almenningur krefst þess og á það skilið að umfangsmikil, heildstæð og sjálfstæð skoðun fari fram á gögnunum.“ Áætlað er að bóluefni Moderna verði tekið fyrir síðar í mánuðinum, en það var sagt veita allt að 95 prósenta vörn gegn veirunni. Bóluefni Johnson & Johnson eru einnig á áætlun, sem og bóluefni AstraZeneca.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Tölvuþrjótar stálu gögnum um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Evrópu, EMA, hefur orðið fyrir netaárás og hefur gögnum sem tengjast Covid-19 bóluefni verið stolið. 9. desember 2020 21:02 Stefnir á að bólusetja 100 milljónir á sínum fyrstu 100 dögum í embætti Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, stefnir á að 100 milljón Bandaríkjamenn verði bólusettir fyrir kórónuveirunni á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. 8. desember 2020 22:46 Virknin 70% en skammtastærðinni mögulega breytt Bóluefni AstraZeneca og vísindamanna við Oxford-háskóla hefur 70% virkni ef horft er til heildarniðurstaða prófana. Virknin reyndist 90% hjá litlum hluta þátttakenda sem fékk óvart ranga skammtastærð en hjá meirihlutanum reyndist virknin 62%. 8. desember 2020 16:59 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Tölvuþrjótar stálu gögnum um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Evrópu, EMA, hefur orðið fyrir netaárás og hefur gögnum sem tengjast Covid-19 bóluefni verið stolið. 9. desember 2020 21:02
Stefnir á að bólusetja 100 milljónir á sínum fyrstu 100 dögum í embætti Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, stefnir á að 100 milljón Bandaríkjamenn verði bólusettir fyrir kórónuveirunni á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. 8. desember 2020 22:46
Virknin 70% en skammtastærðinni mögulega breytt Bóluefni AstraZeneca og vísindamanna við Oxford-háskóla hefur 70% virkni ef horft er til heildarniðurstaða prófana. Virknin reyndist 90% hjá litlum hluta þátttakenda sem fékk óvart ranga skammtastærð en hjá meirihlutanum reyndist virknin 62%. 8. desember 2020 16:59