Þingmenn ná ekki saman um neyðarpakka Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2020 12:39 Mitch McConnell of Kentucky, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings. Aðstoðarmenn hans hafa sagt öðrum þingmönnum að líklegast sé engin leið að samkomulagi í deilunum um neyðarpakkann. AP/Sarah Silbiger Vinna þverpólitísks hóps bandarískra þingmanna að 900 milljarða dala neyðarpakka virðist engum árangri ætla að skila. Þá helst vegna andstöðu Repúblikana við að veita ríkjum og borgum Bandaríkjanna fjárhagslega aðstoð og deilum þingmanna sín á milli. Þá vilja leiðtogar Repúblikanaflokksins veita fyrirtækjum vernd gegn lögsóknum sem tengjast faraldrinum en Demókratar segja það koma niður á réttindum verkafólks. Fjölmiðlar vestanhafs segja ekki mikið vanta upp á svo viðræðunum yrði slitið að fullu og að deilurnar hafi jafnvel komið niður á samþykkt fjárlagafrumvarps sem ætlað er að koma í veg fyrir að loka þurfi bandarískum alríkisstofnunum um tíma. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti fjárlagafrumvarp á miðvikudaginn en það tryggir bara ríkisreksturinn út næstu viku og öldungadeildin á þar að auki eftir að samþykkja það. Margir að ota sínum tota Í frétt Washington Post segir að margir þingmenn virðist vera að reyna að ná fram sínum eigin persónulegu markmiðum og mörg þeirra séu ekki í takt við markmið annarra. Meðal þeirra eru Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins og Jash Hawley, öldungadeildarþingmaður Repbúlikanaflokksins. Þeir krefjast þess að þingið samþykki að senda öllum fjölskyldum Bandaríkjanna 1.200 dala ávísun, annars muni þeir ekki samþykkja fjárlagafrumvarp. Öldungadeildarþingmaðurinn Rand Paul hefur einnig sagt að hann muni ekki samþykkja fjárlagafrumvarpið. Það er þó út af öðru frumvarpi, sem snýr að fjármögnun varnarmála Bandaríkjanna. Honum finnst bæði að útgjöld ríkisins séu of mikil og vill að hluti frumvarpsins sem á að gera Donald Trump, forseta erfiðara að fækka hermönnum í Afganistan á síðustu dögum forsetatíðar hans, verði fjarlægður. Trump sjálfur hefur hótað að beita neitunarvaldi sínu gegn varnarmálafrumvarpinu en það var samþykkt með það stórum meirihluta í fulltrúadeildinni og er talið njóta álíka stuðnings í öldungadeildinni að forsetinn fráfarandi gæti ekki beitt neitunarvaldi sínu. Leitogar tala lítið saman Politico segir að vika sé liðin síðan Nancy Pelosi og Mitch McConnell, leiðtogar Demókrataflokksins annars vegar og Repúblikanaflokksins hins vegar, hafi talað saman og það hafi verið fyrsta almennilega samtal þeirra í margar vikur. Í umfjöllun Politico segir að sú upplausn sem sé uppi í Washington sé til marks um mikla bilun í stjórnkerfi Bandaríkjanna. Að á hátindi einnar mestu heilbrigðiskrísu Bandaríkjanna geti stjórnmálamenn ekki náð saman og forseti Bandaríkjanna sýni málinu engan áhuga. Síðasti neyðarpakki sem þingið samþykkti var í apríl. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Þá vilja leiðtogar Repúblikanaflokksins veita fyrirtækjum vernd gegn lögsóknum sem tengjast faraldrinum en Demókratar segja það koma niður á réttindum verkafólks. Fjölmiðlar vestanhafs segja ekki mikið vanta upp á svo viðræðunum yrði slitið að fullu og að deilurnar hafi jafnvel komið niður á samþykkt fjárlagafrumvarps sem ætlað er að koma í veg fyrir að loka þurfi bandarískum alríkisstofnunum um tíma. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti fjárlagafrumvarp á miðvikudaginn en það tryggir bara ríkisreksturinn út næstu viku og öldungadeildin á þar að auki eftir að samþykkja það. Margir að ota sínum tota Í frétt Washington Post segir að margir þingmenn virðist vera að reyna að ná fram sínum eigin persónulegu markmiðum og mörg þeirra séu ekki í takt við markmið annarra. Meðal þeirra eru Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins og Jash Hawley, öldungadeildarþingmaður Repbúlikanaflokksins. Þeir krefjast þess að þingið samþykki að senda öllum fjölskyldum Bandaríkjanna 1.200 dala ávísun, annars muni þeir ekki samþykkja fjárlagafrumvarp. Öldungadeildarþingmaðurinn Rand Paul hefur einnig sagt að hann muni ekki samþykkja fjárlagafrumvarpið. Það er þó út af öðru frumvarpi, sem snýr að fjármögnun varnarmála Bandaríkjanna. Honum finnst bæði að útgjöld ríkisins séu of mikil og vill að hluti frumvarpsins sem á að gera Donald Trump, forseta erfiðara að fækka hermönnum í Afganistan á síðustu dögum forsetatíðar hans, verði fjarlægður. Trump sjálfur hefur hótað að beita neitunarvaldi sínu gegn varnarmálafrumvarpinu en það var samþykkt með það stórum meirihluta í fulltrúadeildinni og er talið njóta álíka stuðnings í öldungadeildinni að forsetinn fráfarandi gæti ekki beitt neitunarvaldi sínu. Leitogar tala lítið saman Politico segir að vika sé liðin síðan Nancy Pelosi og Mitch McConnell, leiðtogar Demókrataflokksins annars vegar og Repúblikanaflokksins hins vegar, hafi talað saman og það hafi verið fyrsta almennilega samtal þeirra í margar vikur. Í umfjöllun Politico segir að sú upplausn sem sé uppi í Washington sé til marks um mikla bilun í stjórnkerfi Bandaríkjanna. Að á hátindi einnar mestu heilbrigðiskrísu Bandaríkjanna geti stjórnmálamenn ekki náð saman og forseti Bandaríkjanna sýni málinu engan áhuga. Síðasti neyðarpakki sem þingið samþykkti var í apríl.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira