Tryggvi og Haukur Helgi loka Íslendingahringnum í beinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2020 15:30 Haukur Helgi Pálsson í leik með íslenska körfuboltalandsliðinu á Eurobasket. Getty sampics/Corbis Það er Íslendingaslagur í spænsku körfuboltadeildinni í kvöld þegar Morabanc Andorra fær Casademont Zaragoza í heimsókn í frestuðum leik úr 9. umferð ACB deildarinnar. Íslenskir landsliðsmenn eru í báðum liðum því Haukur Helgi Pálsson spilar með heimamönnum í Morabanc Andorra en Tryggvi Snær Hlinason er í liði gestanna frá Casademont Zaragoza. Þetta verður í fyrsta sinn sem þeir Tryggvi og Haukur mætast með sínum liðum í spænsku deildinni en báðir hafa þeir þegar mætt Martin Hermannssyni í Íslendingaslag í vetur. Martin Hermannsson hafði betur með Valencia í báðum þeim leikjum og var með 15 stig og 17,5 framlagsstig að meðaltali í leik. Eftir leikinn í kvöld verða íslensku strákarnir búnir að loka hringnum það er allir búnir að mætast að minnsta kosti einu sinni í deildinni í vetur. Haukur Helgi Pálsson missti af síðasta landsleikjaverkefni vegna kórónuveirusmit en er farinn að spila aftur. Haukur átti mjög fínan leik í Evrópukeppninni í vikunni þegar hann skoraði 21 stig og setti niður fimm þrista í 101-106 tapi á móti rússneska liðinu Lokomotiv Kuban Krasnodar. Það var gaman að sjá að Haukur er að finna taktinn á ný eftir veikindin og hann reynir að kóróna góða viku í kvöld. Hann er líka kominn með konu og barn út til sín sem hafði greinilega mjög góð áhrif á hann á móti Rússunum. Tryggvi Snær Hlinason hefur aðeins gefið eftir í síðustu leikjum en Bárðdælingurinn var með 6 stig, 4 fráköst, 3 varin skot og 3 troðslur í síðasta leik. Tryggvi er áfram efstur í deildinni í troðslum (2,3 í leik) og skotnýtingu (83 prósent) Tryggvi Snær Hlinason er með 9,4 stig, 5,8 fráköst og 14,4 framlagsstig að meðaltali í tólf deildarleikjum á tímabilinu. Haukur Helgi Pálsson er með 8,8 sitg, 2,0 fráköst og 8,1 framlagsstig að meðaltali í átta deildarleikjum á tímabilinu. Haukur er á lista yfir bestu þriggja stiga nýtinguna en hann hefur nýtt 40 prósent skota sinna fyrir utan sem setur hann í 41. sæti. Leikur Morabanc Andorra og Casademont Zaragoza hefst klukkan 17.30 í kvöld en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 17.20. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Innbyrðis leikir íslensku strákanna í ACB 2020-21: 25. september Valencia Basket - MoraBanc Andorra 91-76 Martin Hermannsson 14 stig, 4 stoðsendingar, 50% í 3ja (17 í framlag) Haukur Helgi Pálsson 6 stig, 2 stolnir, 40% í 3ja (2 í framlag) 24. október Valencia Basket - Casademont Zaragoza 93-84 Martin Hermannsson 16 stig, 2 stoðsendingar, 80% í 3ja (18 í framlag) Tryggvi Snær Hlinason 11 stig, 9 fráköst, 2 stoðsendingar, 100% skotnýting 3 varin (20 í framlag) 11. desember MoraBanc Andorra - Casademont Zaragoza ??-?? Fjöldi sigurleikja í Íslendingaslögum í ACB 2020-21: Martin Hermannsson 2 Haukur Helgi Pálsson 0 Tryggvi Snær Hlinason 0 Stigahæsti Íslendingurinn á vellinum: Martin Hermannsson 2 Haukur Helgi Pálsson 0 Tryggvi Snær Hlinason 0 Framlagshæsti Íslendingurinn á vellinum: Martin Hermannsson 1 Tryggvi Snær Hlinason 1 Haukur Helgi Pálsson 0 Spænski körfuboltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira
Íslenskir landsliðsmenn eru í báðum liðum því Haukur Helgi Pálsson spilar með heimamönnum í Morabanc Andorra en Tryggvi Snær Hlinason er í liði gestanna frá Casademont Zaragoza. Þetta verður í fyrsta sinn sem þeir Tryggvi og Haukur mætast með sínum liðum í spænsku deildinni en báðir hafa þeir þegar mætt Martin Hermannssyni í Íslendingaslag í vetur. Martin Hermannsson hafði betur með Valencia í báðum þeim leikjum og var með 15 stig og 17,5 framlagsstig að meðaltali í leik. Eftir leikinn í kvöld verða íslensku strákarnir búnir að loka hringnum það er allir búnir að mætast að minnsta kosti einu sinni í deildinni í vetur. Haukur Helgi Pálsson missti af síðasta landsleikjaverkefni vegna kórónuveirusmit en er farinn að spila aftur. Haukur átti mjög fínan leik í Evrópukeppninni í vikunni þegar hann skoraði 21 stig og setti niður fimm þrista í 101-106 tapi á móti rússneska liðinu Lokomotiv Kuban Krasnodar. Það var gaman að sjá að Haukur er að finna taktinn á ný eftir veikindin og hann reynir að kóróna góða viku í kvöld. Hann er líka kominn með konu og barn út til sín sem hafði greinilega mjög góð áhrif á hann á móti Rússunum. Tryggvi Snær Hlinason hefur aðeins gefið eftir í síðustu leikjum en Bárðdælingurinn var með 6 stig, 4 fráköst, 3 varin skot og 3 troðslur í síðasta leik. Tryggvi er áfram efstur í deildinni í troðslum (2,3 í leik) og skotnýtingu (83 prósent) Tryggvi Snær Hlinason er með 9,4 stig, 5,8 fráköst og 14,4 framlagsstig að meðaltali í tólf deildarleikjum á tímabilinu. Haukur Helgi Pálsson er með 8,8 sitg, 2,0 fráköst og 8,1 framlagsstig að meðaltali í átta deildarleikjum á tímabilinu. Haukur er á lista yfir bestu þriggja stiga nýtinguna en hann hefur nýtt 40 prósent skota sinna fyrir utan sem setur hann í 41. sæti. Leikur Morabanc Andorra og Casademont Zaragoza hefst klukkan 17.30 í kvöld en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 17.20. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Innbyrðis leikir íslensku strákanna í ACB 2020-21: 25. september Valencia Basket - MoraBanc Andorra 91-76 Martin Hermannsson 14 stig, 4 stoðsendingar, 50% í 3ja (17 í framlag) Haukur Helgi Pálsson 6 stig, 2 stolnir, 40% í 3ja (2 í framlag) 24. október Valencia Basket - Casademont Zaragoza 93-84 Martin Hermannsson 16 stig, 2 stoðsendingar, 80% í 3ja (18 í framlag) Tryggvi Snær Hlinason 11 stig, 9 fráköst, 2 stoðsendingar, 100% skotnýting 3 varin (20 í framlag) 11. desember MoraBanc Andorra - Casademont Zaragoza ??-?? Fjöldi sigurleikja í Íslendingaslögum í ACB 2020-21: Martin Hermannsson 2 Haukur Helgi Pálsson 0 Tryggvi Snær Hlinason 0 Stigahæsti Íslendingurinn á vellinum: Martin Hermannsson 2 Haukur Helgi Pálsson 0 Tryggvi Snær Hlinason 0 Framlagshæsti Íslendingurinn á vellinum: Martin Hermannsson 1 Tryggvi Snær Hlinason 1 Haukur Helgi Pálsson 0
Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Innbyrðis leikir íslensku strákanna í ACB 2020-21: 25. september Valencia Basket - MoraBanc Andorra 91-76 Martin Hermannsson 14 stig, 4 stoðsendingar, 50% í 3ja (17 í framlag) Haukur Helgi Pálsson 6 stig, 2 stolnir, 40% í 3ja (2 í framlag) 24. október Valencia Basket - Casademont Zaragoza 93-84 Martin Hermannsson 16 stig, 2 stoðsendingar, 80% í 3ja (18 í framlag) Tryggvi Snær Hlinason 11 stig, 9 fráköst, 2 stoðsendingar, 100% skotnýting 3 varin (20 í framlag) 11. desember MoraBanc Andorra - Casademont Zaragoza ??-?? Fjöldi sigurleikja í Íslendingaslögum í ACB 2020-21: Martin Hermannsson 2 Haukur Helgi Pálsson 0 Tryggvi Snær Hlinason 0 Stigahæsti Íslendingurinn á vellinum: Martin Hermannsson 2 Haukur Helgi Pálsson 0 Tryggvi Snær Hlinason 0 Framlagshæsti Íslendingurinn á vellinum: Martin Hermannsson 1 Tryggvi Snær Hlinason 1 Haukur Helgi Pálsson 0
Spænski körfuboltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira