Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Kristján Már Unnarsson skrifar 11. desember 2020 22:35 Sigmundur Fríðar Þórðarson, formaður íbúasamtaka Þingeyrar. Egill Aðalsteinsson Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. Miðað við aflann úr fiskeldinu í Dýrafirði ætti Þingeyri að upplifa stærra blómaskeið en var þegar togararnir voru tveir. „Það er verið að tala um tíu þúsund tonn hérna í firðinum,“ segir Sigmundur Fríðar Þórðarson, formaður íbúasamtaka Þingeyrar, í fréttum Stöðvar 2. Frá Þingeyri við Dýrafjörð.Egill Aðalsteinsson „Sléttanes og Framnes, sem voru hér áður, voru með heildarárskvóta átta þúsund tonn. Þeir eru með tíu þúsund tonn hérna, laxeldið hérna í firðinum. Það er ekkert smotterí.“ -Það er að skaffa meiri afla heldur en togararnir tveir gerðu til samans? „Nákvæmlega,“ segir Sigmundur. Fjórir þjónustubátar eru gerðir út frá Þingeyri til að sinna fiskeldi Arctic Fish, sem skapar tíu manns atvinnu á staðnum. Formaður íbúasamtakanna vill að nærsamfélagið fái meira. Hann vill sjá gjöld á fiskeldisfyrirtækin fyrir að nota firðina. „Að þeir greiði gjöld til samfélagsins.“ -Og þá til sveitarfélaganna? „Þá er ég að tala um til sveitarfélaganna." Fiskeldisbáturinn Hafnarnes við bryggju á Þingeyri.Egill Aðalsteinsson „Og eins og þetta er í dag þá fer allur afli héðan til Bíldudals í vinnslu. Það er annað sveitarfélag. Þeir fá að landa og þeir fá fiskinn. Ekki Ísafjarðarbær. Ísafjarðarbær skaffar aðstöðuna fyrir þá hérna. Það er náttúrlega mikil vinnsla í kringum þetta allt saman hér. En við viljum sjá miklu, miklu meira. Ég hefði helst viljað vinna þetta allt hérna heima,“ segir formaður íbúasamtaka Þingeyrar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fiskeldi hefur verið lýst sem stærsta tækifæri Vestfjarða til að snúa við byggðaþróun. Fiskeldi Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Skattar og tollar Byggðamál Tengdar fréttir Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. 25. nóvember 2020 23:45 Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11 Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Helgi ráðinn sölustjóri Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Reiðarhögg fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Sjá meira
Miðað við aflann úr fiskeldinu í Dýrafirði ætti Þingeyri að upplifa stærra blómaskeið en var þegar togararnir voru tveir. „Það er verið að tala um tíu þúsund tonn hérna í firðinum,“ segir Sigmundur Fríðar Þórðarson, formaður íbúasamtaka Þingeyrar, í fréttum Stöðvar 2. Frá Þingeyri við Dýrafjörð.Egill Aðalsteinsson „Sléttanes og Framnes, sem voru hér áður, voru með heildarárskvóta átta þúsund tonn. Þeir eru með tíu þúsund tonn hérna, laxeldið hérna í firðinum. Það er ekkert smotterí.“ -Það er að skaffa meiri afla heldur en togararnir tveir gerðu til samans? „Nákvæmlega,“ segir Sigmundur. Fjórir þjónustubátar eru gerðir út frá Þingeyri til að sinna fiskeldi Arctic Fish, sem skapar tíu manns atvinnu á staðnum. Formaður íbúasamtakanna vill að nærsamfélagið fái meira. Hann vill sjá gjöld á fiskeldisfyrirtækin fyrir að nota firðina. „Að þeir greiði gjöld til samfélagsins.“ -Og þá til sveitarfélaganna? „Þá er ég að tala um til sveitarfélaganna." Fiskeldisbáturinn Hafnarnes við bryggju á Þingeyri.Egill Aðalsteinsson „Og eins og þetta er í dag þá fer allur afli héðan til Bíldudals í vinnslu. Það er annað sveitarfélag. Þeir fá að landa og þeir fá fiskinn. Ekki Ísafjarðarbær. Ísafjarðarbær skaffar aðstöðuna fyrir þá hérna. Það er náttúrlega mikil vinnsla í kringum þetta allt saman hér. En við viljum sjá miklu, miklu meira. Ég hefði helst viljað vinna þetta allt hérna heima,“ segir formaður íbúasamtaka Þingeyrar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fiskeldi hefur verið lýst sem stærsta tækifæri Vestfjarða til að snúa við byggðaþróun.
Fiskeldi Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Skattar og tollar Byggðamál Tengdar fréttir Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. 25. nóvember 2020 23:45 Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11 Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Helgi ráðinn sölustjóri Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Reiðarhögg fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Sjá meira
Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. 25. nóvember 2020 23:45
Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11