Óvenju hlýtt miðað við árstíma en of snemmt að segja til um jólaveðrið Sylvía Hall skrifar 12. desember 2020 08:02 Fyrstu dagar desembermánaðar hafa verið óvenju hlýir. Þessi mynd var tekin fyrir ári síðan, þegar Reykjavík var í vetrarbúningi. Vísir/Vilhelm Meðalhiti fyrstu tíu daga desembermánaðar er 0,2 stigum hærri en hefur verið að meðaltali síðustu tíu árin í Reykjavík. Dagarnir voru þó hlýrri á sama tíma árið 2016 en að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands er vissulega óvenjulega hlýtt. Trausti Jónsson veðurfræðingur ritar færslu um hlýindin á bloggsíðu sinni þar sem hann fer stuttlega yfir þessa fyrstu tíu daga. Útlit er fyrir að hlýindin haldi eitthvað áfram næstu daga, en Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur segir of snemmt að segja til um hvort höfuðborgarbúar megi búast við hvítum jólum í ár. „Þessi hlýindi halda nú eitthvað áfram í vikunni en það er aðeins að kólna þegar líður á vikuna. Það verður frekar hlýtt fram á miðvikudag eða fimmtudag, þá kólnar aðeins. Það fer að snjóa eitthvað fyrir norðan en það er ekki alveg strax hægt að fara að spá eitthvað um jólasnjóinn hér syðra,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Hann segir það sennilega skýrast eftir helgi hvort von sé á snjókomu fyrir sunnan, en segist sammála því að óvenju milt veður sé á höfuðborgarsvæðinu miðað við árstíma. „Það er óvenjulega heitt. Það var átta stiga hiti í morgun og það eru ellefu stig á Skrauthólum á Kjalarnesi núna. Þetta er nánast vorveður, það vantar bara birtuna,“ segir Þorsteinn en bætir við að hitatölurnar ættu að fara lækkandi næstu daga. „Hitinn er að fara niður á við þegar líður á næstu viku, svo það er ekki útilokað að það verði jólasnjór einhvers staðar en það er of snemmt að segja til um það núna. Það gæti hlýnað eitthvað aftur.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag og þriðjudag: Norðaustan 13-20 m/s, hvassast við SA-ströndina. Rigning á austanverðu landinu og slydda með norðurströndinni, en annars þurrt að kalla. Hiti 1 til 7 stig, mildast syðst. Á miðvikudag og fimmtudag:Strekkings norðaustlæg átt og dálítil snjókoma eða slydda norðanlands, en rigning austast og hiti nærri frostmarki. Þurrt sunnan heiða og hiti 0 til 6 stig. Á föstudag:Útlit fyrir áframhaldanadi norðaustanátt og slyddu eða snjókomu með köflum, en þurrt að kalla á S- og V-landi. Heldur kólnandi veður. Veður Jól Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Trausti Jónsson veðurfræðingur ritar færslu um hlýindin á bloggsíðu sinni þar sem hann fer stuttlega yfir þessa fyrstu tíu daga. Útlit er fyrir að hlýindin haldi eitthvað áfram næstu daga, en Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur segir of snemmt að segja til um hvort höfuðborgarbúar megi búast við hvítum jólum í ár. „Þessi hlýindi halda nú eitthvað áfram í vikunni en það er aðeins að kólna þegar líður á vikuna. Það verður frekar hlýtt fram á miðvikudag eða fimmtudag, þá kólnar aðeins. Það fer að snjóa eitthvað fyrir norðan en það er ekki alveg strax hægt að fara að spá eitthvað um jólasnjóinn hér syðra,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Hann segir það sennilega skýrast eftir helgi hvort von sé á snjókomu fyrir sunnan, en segist sammála því að óvenju milt veður sé á höfuðborgarsvæðinu miðað við árstíma. „Það er óvenjulega heitt. Það var átta stiga hiti í morgun og það eru ellefu stig á Skrauthólum á Kjalarnesi núna. Þetta er nánast vorveður, það vantar bara birtuna,“ segir Þorsteinn en bætir við að hitatölurnar ættu að fara lækkandi næstu daga. „Hitinn er að fara niður á við þegar líður á næstu viku, svo það er ekki útilokað að það verði jólasnjór einhvers staðar en það er of snemmt að segja til um það núna. Það gæti hlýnað eitthvað aftur.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag og þriðjudag: Norðaustan 13-20 m/s, hvassast við SA-ströndina. Rigning á austanverðu landinu og slydda með norðurströndinni, en annars þurrt að kalla. Hiti 1 til 7 stig, mildast syðst. Á miðvikudag og fimmtudag:Strekkings norðaustlæg átt og dálítil snjókoma eða slydda norðanlands, en rigning austast og hiti nærri frostmarki. Þurrt sunnan heiða og hiti 0 til 6 stig. Á föstudag:Útlit fyrir áframhaldanadi norðaustanátt og slyddu eða snjókomu með köflum, en þurrt að kalla á S- og V-landi. Heldur kólnandi veður.
Veður Jól Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira