Innlent

„Hann átti góðan dag í gær“

Birgir Olgeirsson skrifar
Víðir Reynisson. 
Víðir Reynisson.  Vísir/Vilhelm

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er sagður á batavegi í Covid-veikindum sínum.

Víðir greindist með kórónuveiruna 25. nóvember síðastliðinn og hefur undanfarið glímt við lungnabólgu vegna veirusýkingarinnar.

„Ég hef ekki heyrt í honum í dag en ég hef fregnir af því að hann hafi átt góðan dag í gær. Ég á eftir að heyra í honum í dag og sjá hvernig hann hefur það,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um Víði.

Rögnvaldur Ólafsson deildarstjóri almannavarnadeildar, segir Víði fara batnandi en hann glími enn við lungnabólg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×