Innlent

Sjö innan­lands­smit og öll í sótt­kví

Sylvía Hall skrifar
BE3A7098-2
Vísir/Vilhelm

Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru öll í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is  Fimm greindust á landamærunum og er beðið niðurstöðu mótefnamælingar.

Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir að ekki mega lesa of mikið úr tölunum. Alla jafna séu ekki jafn mörg sýni tekin um helgar og á virkum dögum.

„Hafa ber í huga að tölur um helgar geta stundum ekki alveg sýnt rétta mynd því færri fara í sýnatöku heldur en á virkum dögum,“ segir Jóhann í samtali við Vísi.

Fólki í sóttkví fjölgar milli daga og eru nú 347 samanborið við 292 í gær. Færri eru í einangrun í dag samanborið við gærdaginn, en nú eru 163 í einangrun – fimmtán færri en voru í gær.

33 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu.

Alls hafa nú 5.557 greinst með veiruna frá upphafi faraldursins og 5.366 lokið einangrun. 28 hafa látist hér á landi af völdum kórónuveirunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×