Innlent

Víðir ætti að losna úr einangrun á næstunni

Birgir Olgeirsson skrifar
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi almannavarna. 
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi almannavarna.  Vísir/Vilhelm

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, ætti að losna úr einangrun á næstunni að sögn sóttvarnalæknis.

„Ég talaði við hann í gær og honum leið ágætlega. Þetta er allt að koma sem betur fer hjá honum,“ segir Þórólfur.

Víðir greindist með veiruna 25. nóvember og hefur undanfarið glímt við lungnabólgu.

„Hann er búinn að vera ansi lengi í einangrun og líklega smitandi eftir svona langan tíma,“ segir Þórólfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×