Rúnar Kárason segir landsliðsferlinum lokið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. desember 2020 14:16 Rúnar Kárason mun ekki leika fleiri landsleiki. Mynd/AFP Skyttan Rúnar Kárason hefur farið mikinn með liði sínu Ribe-Esbjerg í Danmörku undanfarið. Hann segir hins vegar að landsliðsferli sínum sé lokið. Þetta kom fram í viðtali Rúnars við handbolti.is sem birt var í dag. „Ég er sáttur með stöðu mála. Náði að leika hundrað landsleiki, skora mörg mörk og taka þátt í nokkrum stórmótum. Er stoltur að hafa fengið tækifæri til að leika með landsliðinu í eitt hundrað skipti og það er góður áfangi finnst mér,“ sagði hinn 32 ára gamli Rúnar um stöðu sína hjá íslenska landsliðinu. Rúnar var ekki valinn í 35 manna hóp Guðmunds Guðmundssonar fyrir HM í Egyptalandi en hann segir það ekki skipta sig miklu máli. Hann telur sig hafa leikið sinn síðasta leik og að landsliðsferli hans sé lokið. „Langaði ekki að vera þarna“ „Þegar ég kom til æfinga landsliðsins í lok desember 2018 sagði ég Guðmundi að ég hafi verið meiddur sé ekki í toppstandi. Fengi ég að æfa skynsamlega þá hefði ég trú á að ég kæmist í gang fyrir HM.“ „Þegar á reyndi þá var ég ekki tilbúinn í slaginn, líkamlega var ég ekki á þeim stað sem til þurfti það var ljóst. Á æfingamóti í Noregi skömmu fyrir HM leið mér ekki vel og tókst ekki að gera það sem ég vildi geta gert,“ segir Rúnar. Skömmu síðar var ljóst að hann væri ekki lengur inn í myndinni hjá Guðmundi. Landsliðsþjálfarinn hafði kallað Teit Örn Einarsson inn í hópinn. „Guðmundur sagði mér í framhaldinu að vegna þess að mér hefði ekki tekist að spila mig í það form sem vonir stóðu til þá færi ég ekki með á HM. Þá um leið fann ég fyrir miklum létti af því að mig langaði ekki að vera þarna,“ segir Rúnar. Skyttan öfluga segir að bæði Guðmundur og Gunnar Magnússon hafi haft samband síðan en staða hans sé sú sama. Hann sé ekki tilbúinn í leiki með íslenska landsliðinu og það sé ekki sanngjarnt af honum að halda mönnum sem vilji vera í hóp utan hóps. „Held að sú ákvörðun mín að stíga til hliðar þegar Guðmundur ákvað að velja mig ekki í hópinn á sínum tíma hafi verið best fyrir alla. Ég er að minnsta kosti mjög sáttur,“ sagði Rúnar Kárason að lokum við handbolti.is. Handbolti Danski handboltinn Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Handbolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Fleiri fréttir Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali Rúnars við handbolti.is sem birt var í dag. „Ég er sáttur með stöðu mála. Náði að leika hundrað landsleiki, skora mörg mörk og taka þátt í nokkrum stórmótum. Er stoltur að hafa fengið tækifæri til að leika með landsliðinu í eitt hundrað skipti og það er góður áfangi finnst mér,“ sagði hinn 32 ára gamli Rúnar um stöðu sína hjá íslenska landsliðinu. Rúnar var ekki valinn í 35 manna hóp Guðmunds Guðmundssonar fyrir HM í Egyptalandi en hann segir það ekki skipta sig miklu máli. Hann telur sig hafa leikið sinn síðasta leik og að landsliðsferli hans sé lokið. „Langaði ekki að vera þarna“ „Þegar ég kom til æfinga landsliðsins í lok desember 2018 sagði ég Guðmundi að ég hafi verið meiddur sé ekki í toppstandi. Fengi ég að æfa skynsamlega þá hefði ég trú á að ég kæmist í gang fyrir HM.“ „Þegar á reyndi þá var ég ekki tilbúinn í slaginn, líkamlega var ég ekki á þeim stað sem til þurfti það var ljóst. Á æfingamóti í Noregi skömmu fyrir HM leið mér ekki vel og tókst ekki að gera það sem ég vildi geta gert,“ segir Rúnar. Skömmu síðar var ljóst að hann væri ekki lengur inn í myndinni hjá Guðmundi. Landsliðsþjálfarinn hafði kallað Teit Örn Einarsson inn í hópinn. „Guðmundur sagði mér í framhaldinu að vegna þess að mér hefði ekki tekist að spila mig í það form sem vonir stóðu til þá færi ég ekki með á HM. Þá um leið fann ég fyrir miklum létti af því að mig langaði ekki að vera þarna,“ segir Rúnar. Skyttan öfluga segir að bæði Guðmundur og Gunnar Magnússon hafi haft samband síðan en staða hans sé sú sama. Hann sé ekki tilbúinn í leiki með íslenska landsliðinu og það sé ekki sanngjarnt af honum að halda mönnum sem vilji vera í hóp utan hóps. „Held að sú ákvörðun mín að stíga til hliðar þegar Guðmundur ákvað að velja mig ekki í hópinn á sínum tíma hafi verið best fyrir alla. Ég er að minnsta kosti mjög sáttur,“ sagði Rúnar Kárason að lokum við handbolti.is.
Handbolti Danski handboltinn Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Handbolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Fleiri fréttir Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Sjá meira