Fyrstu bílar með bóluefni farnir af stað Sylvía Hall skrifar 13. desember 2020 14:43 Flutningarnir marka stóran áfanga í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn vestanhafs. AP/Morry Gash Fyrstu flutningabílarnir sem flytja bóluefni um Bandaríkin voru sendir af stað frá verksmiðju Pfizer í borginni Portage í Michigan-ríki í dag. Brottför vörubílanna er sögð marka upphaf að umfangsmestu bólusetningu í sögu Bandaríkjanna. Þrjár milljónir skammta voru fluttar með fyrstu bílum sem ætlaðir eru heilbrigðisstarfsfólki og íbúum hjúkrunarheimila. Búist er við því að skammtarnir verði komnir til 145 dreifingaraðila strax á morgun, 425 staðir bætast svo við á þriðjudag og síðustu 66 á miðvikudag, að því er fram kemur í frétt AP. Bóluefnið verður síðan flutt á sjúkrahús og aðra staði sem geta geymt það við viðunandi aðstæður, en geyma þarf bóluefnið í 94 gráðu frosti. Pfizer hefur pakkað bóluefninu inn í þurrís og fylgja mælar sem fylgjast með því að hitastig geymslukassanna verði aldrei of hátt. Bóluefnið er geymt í þurrís.AP/Morry Gash Lyfja- og matvælaeftirlit Bandaríkjanna samþykkti neyðarleyfi fyrir bóluefni Pfizer og BioNTech á föstudag. Bóluefnið, sem veitir allt að 95% vörn gegn kórónuveirunni, reyndist samkvæmt úttekt stofnunarinnar vera bæði öruggt og árangursríkt. Áætlað er að skammtar verði komnir á alla þá staði sem sjá um bólusetningar innan þriggja vikna. Forstjóri lyfja- og matvælaeftirlit fullyrti að leyfið hafi verið veitt á vísindalegum grundvelli eftir greinagóða úttekt á bóluefninu. Einhverjir höfðu lýst yfir áhyggjum af því að ferlinu hefði verið flýtt þar sem Hvíta húsið hafði beitt miklum þrýstingi að fá leyfi fyrir helgi, en forstjórinn segir það af og frá. Nú þegar eru bólusetningar hafnar í Bretlandi en upp hafa komið nokkur tilvik þar sem einstaklingar hafa fengið alvarleg ofnæmisviðbrögð. Lyfja- og matvælaeftirlit Bandaríkjanna hefur komið þeim tilmælum áleiðis að fólk með þekkt ofnæmi fyrir innihaldsefnum bóluefnisins eigi ekki að fá bólusetningu. Klippa: Fyrstu bílar með bóluefni farnir af stað Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Bandaríkjamenn hefja bólusetningar á mánudaginn Bóluefni Pfizer og BioNTech var í gær veitt neyðarleyfi í Bandaríkjunum og hefst bólusetning með því á mánudag. Skammtar fyrir þrjár milljónir verða fluttar til Bandaríkjanna nú um helgina. 12. desember 2020 20:21 Bóluefni Pfizer skrefi nær því að verða samþykkt í Bandaríkjunum Ráðgjafanefnd ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur lýst yfir stuðningi við notkun á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. Gert er ráð fyrir því að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) muni fylgja þeirri niðurstöðu. 10. desember 2020 22:57 Pfizer-skammtar fyrir tíu þúsund manns væntanlegir um áramótin Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa undirritað samning við bóluefnaframleiðandann Pfizer. Samningurinn kveður á um 170 þúsund skammta til Íslands sem dugir fyrir 85 þúsund manns. Áætlað er að fyrstu skammtarnir frá Pfizer berist um áramót, alls rúmlega 21 þúsund skammtar sem duga fyrir 10.600 manns. 11. desember 2020 13:48 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira
Þrjár milljónir skammta voru fluttar með fyrstu bílum sem ætlaðir eru heilbrigðisstarfsfólki og íbúum hjúkrunarheimila. Búist er við því að skammtarnir verði komnir til 145 dreifingaraðila strax á morgun, 425 staðir bætast svo við á þriðjudag og síðustu 66 á miðvikudag, að því er fram kemur í frétt AP. Bóluefnið verður síðan flutt á sjúkrahús og aðra staði sem geta geymt það við viðunandi aðstæður, en geyma þarf bóluefnið í 94 gráðu frosti. Pfizer hefur pakkað bóluefninu inn í þurrís og fylgja mælar sem fylgjast með því að hitastig geymslukassanna verði aldrei of hátt. Bóluefnið er geymt í þurrís.AP/Morry Gash Lyfja- og matvælaeftirlit Bandaríkjanna samþykkti neyðarleyfi fyrir bóluefni Pfizer og BioNTech á föstudag. Bóluefnið, sem veitir allt að 95% vörn gegn kórónuveirunni, reyndist samkvæmt úttekt stofnunarinnar vera bæði öruggt og árangursríkt. Áætlað er að skammtar verði komnir á alla þá staði sem sjá um bólusetningar innan þriggja vikna. Forstjóri lyfja- og matvælaeftirlit fullyrti að leyfið hafi verið veitt á vísindalegum grundvelli eftir greinagóða úttekt á bóluefninu. Einhverjir höfðu lýst yfir áhyggjum af því að ferlinu hefði verið flýtt þar sem Hvíta húsið hafði beitt miklum þrýstingi að fá leyfi fyrir helgi, en forstjórinn segir það af og frá. Nú þegar eru bólusetningar hafnar í Bretlandi en upp hafa komið nokkur tilvik þar sem einstaklingar hafa fengið alvarleg ofnæmisviðbrögð. Lyfja- og matvælaeftirlit Bandaríkjanna hefur komið þeim tilmælum áleiðis að fólk með þekkt ofnæmi fyrir innihaldsefnum bóluefnisins eigi ekki að fá bólusetningu. Klippa: Fyrstu bílar með bóluefni farnir af stað
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Bandaríkjamenn hefja bólusetningar á mánudaginn Bóluefni Pfizer og BioNTech var í gær veitt neyðarleyfi í Bandaríkjunum og hefst bólusetning með því á mánudag. Skammtar fyrir þrjár milljónir verða fluttar til Bandaríkjanna nú um helgina. 12. desember 2020 20:21 Bóluefni Pfizer skrefi nær því að verða samþykkt í Bandaríkjunum Ráðgjafanefnd ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur lýst yfir stuðningi við notkun á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. Gert er ráð fyrir því að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) muni fylgja þeirri niðurstöðu. 10. desember 2020 22:57 Pfizer-skammtar fyrir tíu þúsund manns væntanlegir um áramótin Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa undirritað samning við bóluefnaframleiðandann Pfizer. Samningurinn kveður á um 170 þúsund skammta til Íslands sem dugir fyrir 85 þúsund manns. Áætlað er að fyrstu skammtarnir frá Pfizer berist um áramót, alls rúmlega 21 þúsund skammtar sem duga fyrir 10.600 manns. 11. desember 2020 13:48 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira
Bandaríkjamenn hefja bólusetningar á mánudaginn Bóluefni Pfizer og BioNTech var í gær veitt neyðarleyfi í Bandaríkjunum og hefst bólusetning með því á mánudag. Skammtar fyrir þrjár milljónir verða fluttar til Bandaríkjanna nú um helgina. 12. desember 2020 20:21
Bóluefni Pfizer skrefi nær því að verða samþykkt í Bandaríkjunum Ráðgjafanefnd ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur lýst yfir stuðningi við notkun á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. Gert er ráð fyrir því að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) muni fylgja þeirri niðurstöðu. 10. desember 2020 22:57
Pfizer-skammtar fyrir tíu þúsund manns væntanlegir um áramótin Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa undirritað samning við bóluefnaframleiðandann Pfizer. Samningurinn kveður á um 170 þúsund skammta til Íslands sem dugir fyrir 85 þúsund manns. Áætlað er að fyrstu skammtarnir frá Pfizer berist um áramót, alls rúmlega 21 þúsund skammtar sem duga fyrir 10.600 manns. 11. desember 2020 13:48