Allt fullt af rauðbrúnum könglum á Sitkagrenitrjám Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. desember 2020 20:04 Trén eru þakin könglum, sem eru full af fræjum. Mest er um köngla ofarlega í trjákrónunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Könglar á sitkagrenitrjám á Suður og Vesturlandi eru nánast að sliga trén því sjaldan eða aldrei hefur sést jafn mikið af könglum á trjánum. Þetta er blómgun trjánna en sitkagreni þroskar fræ í miklu magni á um það bil tíu ára fresti. Þegar farið er um skóga á Suðurlandi og Vesturlandi og horft upp með sitkagrenitrjám má víða sjá trén þakin af könglum en elstu menn segjast varla muna eftir eins mikið af könglum í ár. „Já, það er rétt, þetta skýrist fyrst og fremst af góðu sumri í fyrra, sem var ótrúlega hlýtt og gott sunnan og vestanlands, það er að skila sér núna í könglum á gréninu og það er óvenjuleg mikið núna á Suður og Vesturlandi, það hefur verið heldur minna í öðrum landshlutum,“ segir Trausti Jóhannsson skógarvörður á Suðurlandi. Trén eru eiginlega að sligast undan könglunum Trausti Jóhannsson, skógarvörður á Suðurlandi, sem hefur sjaldan eða aldrei séð eins mikil af könglum á sitkagréni og í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson „.Já, þau eru það, alveg brún. Við höfum fengið hringingar um að fólk hefur haldið að það sé eitthvað að trjánum hjá sér og haldið að þau séu að drepast en það er langt því frá. Þetta er bara góð frjósemi trjánna, alveg gríðarleg, og mjög auðvelt að ná miklu fræi núna af greni og birkinu líka, það hefur verið rosalega mikið í ár,“ bætir Trausti við. En er Skógræktin að tína mikið af könglum og nýta sér fræin inn í þeim til frekari skógræktar? „Já, við gerum það, við tökum könglana og klengjum úr þeim fræið og ræktum ný tré úr því og síðan höfum við verið að taka þessa fallegu köngla af stafafuru, rauðgreni og lerki og markaðssetja, sem jólaköngla,“ segir skógarvörður Suðurlands. Könglar eru vinsælt skreytinga- og föndurefni í jólamánuðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Þegar farið er um skóga á Suðurlandi og Vesturlandi og horft upp með sitkagrenitrjám má víða sjá trén þakin af könglum en elstu menn segjast varla muna eftir eins mikið af könglum í ár. „Já, það er rétt, þetta skýrist fyrst og fremst af góðu sumri í fyrra, sem var ótrúlega hlýtt og gott sunnan og vestanlands, það er að skila sér núna í könglum á gréninu og það er óvenjuleg mikið núna á Suður og Vesturlandi, það hefur verið heldur minna í öðrum landshlutum,“ segir Trausti Jóhannsson skógarvörður á Suðurlandi. Trén eru eiginlega að sligast undan könglunum Trausti Jóhannsson, skógarvörður á Suðurlandi, sem hefur sjaldan eða aldrei séð eins mikil af könglum á sitkagréni og í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson „.Já, þau eru það, alveg brún. Við höfum fengið hringingar um að fólk hefur haldið að það sé eitthvað að trjánum hjá sér og haldið að þau séu að drepast en það er langt því frá. Þetta er bara góð frjósemi trjánna, alveg gríðarleg, og mjög auðvelt að ná miklu fræi núna af greni og birkinu líka, það hefur verið rosalega mikið í ár,“ bætir Trausti við. En er Skógræktin að tína mikið af könglum og nýta sér fræin inn í þeim til frekari skógræktar? „Já, við gerum það, við tökum könglana og klengjum úr þeim fræið og ræktum ný tré úr því og síðan höfum við verið að taka þessa fallegu köngla af stafafuru, rauðgreni og lerki og markaðssetja, sem jólaköngla,“ segir skógarvörður Suðurlands. Könglar eru vinsælt skreytinga- og föndurefni í jólamánuðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira