Trump frestar því að samstarfsmenn hans fái bóluefni gegn Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 14. desember 2020 07:19 Trump segist sjálfur ekki fá bólusetningu strax en hann hlakki til að fá hana þegar þar að komi. AP/Patrick Semansky Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að fresta þeim fyrirætlunum að samstarfsmenn hans í Hvíta húsinu skyldu verða með þeim fyrstu í Bandaríkjunum til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. Frá þessu greindi Trump á Twitter í gær skömmu eftir að New York Times hafði greint frá því að þeir starfsmenn Hvíta hússins sem starfa næst forsetanum yrðu á meðal þeirra fyrstu til að vera bólusettir í landinu. Í tísti sínu sagði Trump að starfsmenn í Hvíta húsinu myndu vera bólusettir síðar nema ítrustu nauðsyn bæri til. Sjálfur kvaðst hann ekki fá bóluefni á næstunni en hann hlakkaði til þess að vera bólusettur þegar þar að kæmi. People working in the White House should receive the vaccine somewhat later in the program, unless specifically necessary. I have asked that this adjustment be made. I am not scheduled to take the vaccine, but look forward to doing so at the appropriate time. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 14, 2020 Dreifing á bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19 hefst í dag í Bandaríkjunum. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Bandaríkjamenn grátt en hvergi í heiminum hafa fleiri greinst með veiruna eða látist vegna Covid-19. Tala látinna nálgast nú 300 þúsund manns. Bóluefni Pfizer og BioNTech er það fyrsta sem fær leyfi hjá Bandarísku lyfjastofnuninni (FDA) og nú er komið að því að dreifa efninu um landið. Heilbrigðisstarfsmenn og íbúar á öldrunarheimilum verða fyrstir til að fá bólusetningu en gert er ráð fyrir að hægt verði að bólusetja um þrjár milljónir manna í fyrstu atrennu. Fleiri bóluefni eru nú á lokastigum rannsókna og er vonast til að þau komi á markað í upphafi næsta árs eða jafnvel fyrr. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Frá þessu greindi Trump á Twitter í gær skömmu eftir að New York Times hafði greint frá því að þeir starfsmenn Hvíta hússins sem starfa næst forsetanum yrðu á meðal þeirra fyrstu til að vera bólusettir í landinu. Í tísti sínu sagði Trump að starfsmenn í Hvíta húsinu myndu vera bólusettir síðar nema ítrustu nauðsyn bæri til. Sjálfur kvaðst hann ekki fá bóluefni á næstunni en hann hlakkaði til þess að vera bólusettur þegar þar að kæmi. People working in the White House should receive the vaccine somewhat later in the program, unless specifically necessary. I have asked that this adjustment be made. I am not scheduled to take the vaccine, but look forward to doing so at the appropriate time. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 14, 2020 Dreifing á bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19 hefst í dag í Bandaríkjunum. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Bandaríkjamenn grátt en hvergi í heiminum hafa fleiri greinst með veiruna eða látist vegna Covid-19. Tala látinna nálgast nú 300 þúsund manns. Bóluefni Pfizer og BioNTech er það fyrsta sem fær leyfi hjá Bandarísku lyfjastofnuninni (FDA) og nú er komið að því að dreifa efninu um landið. Heilbrigðisstarfsmenn og íbúar á öldrunarheimilum verða fyrstir til að fá bólusetningu en gert er ráð fyrir að hægt verði að bólusetja um þrjár milljónir manna í fyrstu atrennu. Fleiri bóluefni eru nú á lokastigum rannsókna og er vonast til að þau komi á markað í upphafi næsta árs eða jafnvel fyrr.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira