Veldu Vestmannaeyjar Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Helga Kristín Kolbeins og Trausti Hjaltason skrifa 14. desember 2020 08:01 Aukin lífsgæði og meira frelsi Búsetu í Vestmannaeyjum fylgja fjölmargir ótvíræðir kostir, stuttar vegalengdir og má segja að þú fáir fleiri klukkustundir í sólahringinn sem þú getur nýtt í óviðjafnanlegri náttúru í stað þess að sitja t.d. fastur í umferðarteppu. Tíminn er án efa ein takmarkaðasta og því dýrmætasta auðlind einstaklingsins sem þú færð einfaldlega meira af í Vestmannaeyjum. Í dag eru engir biðlistar á leikskóla sveitarfélagsins og 12 mánaða börn komast inn á leikskóla. Grunnskólar og tónlistarskóli sveitarfélagsins búa yfir metnaðarfullu starfsliði, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, stofnun ársins, er framúrskarandi menntastofnun og er möguleiki á stað- og fjarnámi á háskólastigi í Vestmannaeyjum. Þjónustustig er gott í Vestmannaeyjum, frábærir veitingastaðir og fjölbreyttar verslanir í fallegum og lifandi miðbæ. Íþrótta- og tómstundastarf í fremstu röð Mikil og sterk íþróttahefð einkennir Vestmannaeyjar og hafa félagslið ÍBV íþróttafélags m.a. verið í fremstu röð í knattspyrnu og handknattleik og alið af sér fjölmarga afreksmenn og þjálfara sem leitt hafa landslið til góðra verka. Skipulögð æskulýðsstarfsemi er öflug í samfélaginu en nýverið var sett á laggirnar rafíþróttadeild og hefur fimleikafélaginu Rán vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár og iðkendafjöldi þeirra aukist. Sunddeild, körfuknattleikur, skákfélag, blak, badminton, Ægir íþróttafélag fatlaðra, skátahreyfingin, hlaupahópur, sjósundshópur, björgunarsveitin, leikfélagið og skotfimifélag svo eitthvað sé nefnt. Góðgerðarfélög og önnur félagasamtök eru einnig fjölmenn í Eyjum og auðga samfélagið með gjafmildi, samfélagslegri ábyrgð og menningarviðburðum. Almannaheillastarfsemi er öflug í sveitarfélaginu, möguleikarnir eins og dæmin sanna nær ótæmandi og í Vestmannaeyjum ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Gleði og samheldni Vestmannaeyingar eru ekki síst þekktir fyrir að halda uppi stuði enda fá þeir söngtextana og gleðina með brjóstamjólkinni en þjóðhátíðarhefð Eyjamanna, með hvítu tjöldunum, brennunni, flugeldunum og brekkusöngnum er eitthvað sem enginn leikur eftir, þó margir reyni. Þessi samkennd er ekki bara tengd gleðistundum því á erfiðum tímum þegar vandi, sorg eða hætta steðjar að sameinast samfélagið í að vinna bug á vandanum, hvort sem það er eldgos, aflabrestur, eða heimsfaraldur og hefur samtakamátturinn án efa verið það afl sem helst hefur tryggt byggð í Vestmannaeyjum. Hagkvæmt að búa í Vestmannaeyjum Í Vestmannaeyjum er húsnæðisverð viðráðanlegt ólíkt því á höfuðborgarsvæðinu og eldsneytiskostnaður í lágmarki þar sem vegalengdir eru stuttar. Fjölbreytni í atvinnulífi fer vaxandi og hefur einstaklingum fjölgað sem flytjast til Vestmannaeyja, taka störf sín með sér og sinna fjarvinnu í rólegheitum og náttúrufegurð landsbyggðarinnar, þar sem hægt er að njóta þess að fara heim í hádegishléinu, já eða skella sér upp á eldfjall. Sækjum fram Undirrituð telja mikilvægt fyrir Vestmannaeyjabæ að grípa tækifærið sem auknir möguleikar á fjarvinnu og fjarnámi vegna áhrifa heimsfaraldurs hafa veitt og vilja beina sjónum landsmanna að þeim möguleika að búa og starfa í Vestmannaeyjum. Í Vestmannaeyjum er í boði úrvalsþjónusta fyrir einstaklinga og fjölskyldufólk sem er veitt af hálfu sveitarfélagsins, ríkisins, íþróttafélaga, þjónustufyrirtækja, félagasamtaka og íbúa sem saman hafa skapað það öfluga samfélag sem einkennir Vestmannaeyjar. Í okkar huga er það engin spurning, Veldu Vestmannaeyjar! Höfundar eru bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Aukin lífsgæði og meira frelsi Búsetu í Vestmannaeyjum fylgja fjölmargir ótvíræðir kostir, stuttar vegalengdir og má segja að þú fáir fleiri klukkustundir í sólahringinn sem þú getur nýtt í óviðjafnanlegri náttúru í stað þess að sitja t.d. fastur í umferðarteppu. Tíminn er án efa ein takmarkaðasta og því dýrmætasta auðlind einstaklingsins sem þú færð einfaldlega meira af í Vestmannaeyjum. Í dag eru engir biðlistar á leikskóla sveitarfélagsins og 12 mánaða börn komast inn á leikskóla. Grunnskólar og tónlistarskóli sveitarfélagsins búa yfir metnaðarfullu starfsliði, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, stofnun ársins, er framúrskarandi menntastofnun og er möguleiki á stað- og fjarnámi á háskólastigi í Vestmannaeyjum. Þjónustustig er gott í Vestmannaeyjum, frábærir veitingastaðir og fjölbreyttar verslanir í fallegum og lifandi miðbæ. Íþrótta- og tómstundastarf í fremstu röð Mikil og sterk íþróttahefð einkennir Vestmannaeyjar og hafa félagslið ÍBV íþróttafélags m.a. verið í fremstu röð í knattspyrnu og handknattleik og alið af sér fjölmarga afreksmenn og þjálfara sem leitt hafa landslið til góðra verka. Skipulögð æskulýðsstarfsemi er öflug í samfélaginu en nýverið var sett á laggirnar rafíþróttadeild og hefur fimleikafélaginu Rán vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár og iðkendafjöldi þeirra aukist. Sunddeild, körfuknattleikur, skákfélag, blak, badminton, Ægir íþróttafélag fatlaðra, skátahreyfingin, hlaupahópur, sjósundshópur, björgunarsveitin, leikfélagið og skotfimifélag svo eitthvað sé nefnt. Góðgerðarfélög og önnur félagasamtök eru einnig fjölmenn í Eyjum og auðga samfélagið með gjafmildi, samfélagslegri ábyrgð og menningarviðburðum. Almannaheillastarfsemi er öflug í sveitarfélaginu, möguleikarnir eins og dæmin sanna nær ótæmandi og í Vestmannaeyjum ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Gleði og samheldni Vestmannaeyingar eru ekki síst þekktir fyrir að halda uppi stuði enda fá þeir söngtextana og gleðina með brjóstamjólkinni en þjóðhátíðarhefð Eyjamanna, með hvítu tjöldunum, brennunni, flugeldunum og brekkusöngnum er eitthvað sem enginn leikur eftir, þó margir reyni. Þessi samkennd er ekki bara tengd gleðistundum því á erfiðum tímum þegar vandi, sorg eða hætta steðjar að sameinast samfélagið í að vinna bug á vandanum, hvort sem það er eldgos, aflabrestur, eða heimsfaraldur og hefur samtakamátturinn án efa verið það afl sem helst hefur tryggt byggð í Vestmannaeyjum. Hagkvæmt að búa í Vestmannaeyjum Í Vestmannaeyjum er húsnæðisverð viðráðanlegt ólíkt því á höfuðborgarsvæðinu og eldsneytiskostnaður í lágmarki þar sem vegalengdir eru stuttar. Fjölbreytni í atvinnulífi fer vaxandi og hefur einstaklingum fjölgað sem flytjast til Vestmannaeyja, taka störf sín með sér og sinna fjarvinnu í rólegheitum og náttúrufegurð landsbyggðarinnar, þar sem hægt er að njóta þess að fara heim í hádegishléinu, já eða skella sér upp á eldfjall. Sækjum fram Undirrituð telja mikilvægt fyrir Vestmannaeyjabæ að grípa tækifærið sem auknir möguleikar á fjarvinnu og fjarnámi vegna áhrifa heimsfaraldurs hafa veitt og vilja beina sjónum landsmanna að þeim möguleika að búa og starfa í Vestmannaeyjum. Í Vestmannaeyjum er í boði úrvalsþjónusta fyrir einstaklinga og fjölskyldufólk sem er veitt af hálfu sveitarfélagsins, ríkisins, íþróttafélaga, þjónustufyrirtækja, félagasamtaka og íbúa sem saman hafa skapað það öfluga samfélag sem einkennir Vestmannaeyjar. Í okkar huga er það engin spurning, Veldu Vestmannaeyjar! Höfundar eru bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun