Jólagjafirnar á Landspítalanum talsvert dýrari í ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2020 09:02 Ásta Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landspítalanum. Landspítalinn Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landspítalanum, segir að kostnaður við jólagjafir til starfsmanna spítalans þetta árið hafi verið talsvert meiri en venjulega. Alls hafi spítalinn greitt 36 milljónir króna fyrir sjö þúsund króna gjafabréf í Skechers og Omnom súkkulaði til sinna sex þúsund starfsmanna. Vísir vakti athygli á því á laugardag að starfsmenn spítalans gerðu sumir hverjir athugasemd við að gjafabréfið í Skechers, sem var upp á sjö þúsund krónur, dugði ekki fyrir einu skópari í búðinni. Ódýrasta parið í Skechers kostar 7038 krónur og virðist vera um barnastærðir að ræða. Þá kom fram að fjölmargar deildir spítalans íhugi að safna gjafabréfum saman og gefa til góðs málefnis. Að minnsta kosti einn aðili hefur, í framhaldi af umfjöllun Vísis, boðið starfsfólki Landspítalans að nýta gjafabréfið sitt hjá sér en um er að ræða krána Session bar. „Jólagjafir starfsfólks Landspítala eru alltaf mjög hóflegar, enda yrði það mögulega litið hornauga af jafnt starfsfólki sem almenningi ef þessi upphæð væri há. Skiljanlega eru alltaf skiptar skoðanir um hvaða birgjar verða fyrir valinu hverju sinni, en valið byggist á tilboðaleit sem hefur verið unnin af sama starfsmanni Landspítala í mörg ár,“ segir Ásta. „Við leggjum áherslu á að boðið sé upp á vandaðar vörur hjá viðkomandi birgjum en einnig vegur þungt hversu mikinn afslátt þeir eru tilbúnir að gefa okkur, þannig að upphæð gjafabréfsins sé sem hæst. Einnig er mikilvægt að gjafakortið renni ekki út innan of skamms tíma.“ Þannig er um fjögurra ára gjafabréf að ræða hjá Skechers. Gjafabréfið rennur út árið 2024. Landspítalinn samdi við búsáhaldaverslunina Kokku í fyrra og fengu starfsmenn Landspítala þá gjafabréf andvirði 8500 króna. Samið var við 66°N árið 2018. „Það er skiljanlegt að sumt starfsfólk sé ósátt við að þrátt fyrir þungt starfsár þá hafi vinnustaðurinn ekki efni á að gefa því dýrar jólagjafir. Heildarupphæðin í ár var reyndar talsvert hærri en venjulega, eða um 36 m.kr. alls til þessara tveggja birgja.“ Ásta segir það ekki hafa farið fram hjá sér að starfseiningar spítalans séu sumar að sameinast um að gefa sín gjafabréf áfram til góðgerðarmálefna, og eins hafi einhverjir vinnustaðir í atvinnulífinu ákveðið að taka á móti gjafabréfunum sem greiðslu fyrir þeirra vörur. „Þetta er allt saman vel til fundið og gaman að jólagjafir okkar skuli örva hugmyndaflug fólks og efla hlýhug í samfélaginu, nú þegar margir eiga um sárt að binda.“ Vísir fjallar um jólagjafir stofnana og fyrirtækja til starfsmanna sinna. Hvað fékkst þú í jólagjöf? Endilega sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Landspítalinn Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Starfsfólk Landspítalans fær að nota jólagjöfina á Session Kráin Session Craft Bar auglýsti á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að starfsmenn Landspítalans muni geta notað sjö þúsund króna gjafabréf sem þeir fengu í jólagjöf frá spítalanum á kránni. 12. desember 2020 17:40 Starfsfólk Landspítalans þarf að borga með jólagjöfinni sinni í ár Um sex þúsund starfsmenn Landspítalans hafa fengið jólagjöf sína í hendur. Um er að ræða sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers sem er að finna í Kringlunni og Smáralind. Auk þess fylgdi súkkulaði frá Omnom. 12. desember 2020 06:00 S4S keypti allt hlutafé í Ellingsen fyrir tæpar 250 milljónir króna Verslunarrisinn S4S keypti allt hlutafé í útivistarversluninni Ellingsen fyrir tæpar 246 milljónir króna, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi félagsins fyrir síðasta ár. 22. ágúst 2018 10:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Vísir vakti athygli á því á laugardag að starfsmenn spítalans gerðu sumir hverjir athugasemd við að gjafabréfið í Skechers, sem var upp á sjö þúsund krónur, dugði ekki fyrir einu skópari í búðinni. Ódýrasta parið í Skechers kostar 7038 krónur og virðist vera um barnastærðir að ræða. Þá kom fram að fjölmargar deildir spítalans íhugi að safna gjafabréfum saman og gefa til góðs málefnis. Að minnsta kosti einn aðili hefur, í framhaldi af umfjöllun Vísis, boðið starfsfólki Landspítalans að nýta gjafabréfið sitt hjá sér en um er að ræða krána Session bar. „Jólagjafir starfsfólks Landspítala eru alltaf mjög hóflegar, enda yrði það mögulega litið hornauga af jafnt starfsfólki sem almenningi ef þessi upphæð væri há. Skiljanlega eru alltaf skiptar skoðanir um hvaða birgjar verða fyrir valinu hverju sinni, en valið byggist á tilboðaleit sem hefur verið unnin af sama starfsmanni Landspítala í mörg ár,“ segir Ásta. „Við leggjum áherslu á að boðið sé upp á vandaðar vörur hjá viðkomandi birgjum en einnig vegur þungt hversu mikinn afslátt þeir eru tilbúnir að gefa okkur, þannig að upphæð gjafabréfsins sé sem hæst. Einnig er mikilvægt að gjafakortið renni ekki út innan of skamms tíma.“ Þannig er um fjögurra ára gjafabréf að ræða hjá Skechers. Gjafabréfið rennur út árið 2024. Landspítalinn samdi við búsáhaldaverslunina Kokku í fyrra og fengu starfsmenn Landspítala þá gjafabréf andvirði 8500 króna. Samið var við 66°N árið 2018. „Það er skiljanlegt að sumt starfsfólk sé ósátt við að þrátt fyrir þungt starfsár þá hafi vinnustaðurinn ekki efni á að gefa því dýrar jólagjafir. Heildarupphæðin í ár var reyndar talsvert hærri en venjulega, eða um 36 m.kr. alls til þessara tveggja birgja.“ Ásta segir það ekki hafa farið fram hjá sér að starfseiningar spítalans séu sumar að sameinast um að gefa sín gjafabréf áfram til góðgerðarmálefna, og eins hafi einhverjir vinnustaðir í atvinnulífinu ákveðið að taka á móti gjafabréfunum sem greiðslu fyrir þeirra vörur. „Þetta er allt saman vel til fundið og gaman að jólagjafir okkar skuli örva hugmyndaflug fólks og efla hlýhug í samfélaginu, nú þegar margir eiga um sárt að binda.“ Vísir fjallar um jólagjafir stofnana og fyrirtækja til starfsmanna sinna. Hvað fékkst þú í jólagjöf? Endilega sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Vísir fjallar um jólagjafir stofnana og fyrirtækja til starfsmanna sinna. Hvað fékkst þú í jólagjöf? Endilega sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Landspítalinn Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Starfsfólk Landspítalans fær að nota jólagjöfina á Session Kráin Session Craft Bar auglýsti á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að starfsmenn Landspítalans muni geta notað sjö þúsund króna gjafabréf sem þeir fengu í jólagjöf frá spítalanum á kránni. 12. desember 2020 17:40 Starfsfólk Landspítalans þarf að borga með jólagjöfinni sinni í ár Um sex þúsund starfsmenn Landspítalans hafa fengið jólagjöf sína í hendur. Um er að ræða sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers sem er að finna í Kringlunni og Smáralind. Auk þess fylgdi súkkulaði frá Omnom. 12. desember 2020 06:00 S4S keypti allt hlutafé í Ellingsen fyrir tæpar 250 milljónir króna Verslunarrisinn S4S keypti allt hlutafé í útivistarversluninni Ellingsen fyrir tæpar 246 milljónir króna, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi félagsins fyrir síðasta ár. 22. ágúst 2018 10:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Starfsfólk Landspítalans fær að nota jólagjöfina á Session Kráin Session Craft Bar auglýsti á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að starfsmenn Landspítalans muni geta notað sjö þúsund króna gjafabréf sem þeir fengu í jólagjöf frá spítalanum á kránni. 12. desember 2020 17:40
Starfsfólk Landspítalans þarf að borga með jólagjöfinni sinni í ár Um sex þúsund starfsmenn Landspítalans hafa fengið jólagjöf sína í hendur. Um er að ræða sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers sem er að finna í Kringlunni og Smáralind. Auk þess fylgdi súkkulaði frá Omnom. 12. desember 2020 06:00
S4S keypti allt hlutafé í Ellingsen fyrir tæpar 250 milljónir króna Verslunarrisinn S4S keypti allt hlutafé í útivistarversluninni Ellingsen fyrir tæpar 246 milljónir króna, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi félagsins fyrir síðasta ár. 22. ágúst 2018 10:00