Lars þegar búinn að hafna einu landsliðsþjálfarastarfi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2020 08:00 Lars Lagerbäck var látinn fara sem þjálfari norska landsliðið. Við starfi hans tók Ståle Solbækken. GETTY/QUALITY SPORT IMAGES Lars Lagerbäck hafnaði tilboði um að taka við landsliði Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Lars var nýverið látinn taka pokann sinn sem landsliðsþjálfari Noregs. Svíinn er fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins og hefur verið orðaður við endurkomu í það starf, eða annað starf hjá KSÍ. Það eru þó fleiri sem hafa áhuga á Lars og Expressen í Svíþjóð greinir frá því að Sameinuðu arabísku furstadæmin hafi viljað fá hann sem landsliðsþjálfara. Per Joar Hansen, sem var aðstoðarþjálfari Lars með norska landsliðið, segir við Dagbladet í Noregi að þeir hafi nýverið hafnað tilboði um að taka við landsliði. Samkvæmt heimildum Expressen voru það Sameinuðu arabísku furstadæmin sem báru víurnar í Lars og vildu fá hann til að koma liðinu á HM 2022 í Katar. Sameinuðu arabísku furstadæmin leituðu ekki langt yfir skammt og réðu Bert van Marwijk, manninn sem var rekinn úr starfi landsliðsþjálfara fyrir ári. Fyrir nokkrum dögum sagðist Ari Freyr Skúlason vilja fá Lars aftur sem landsliðsþjálfara Íslands. „Ég væri til í að sjá Lars taka við íslenska landsliðinu á nýjan leik. Hann byrjaði þetta ævintýri sem hefur verið í gangi undanfarin ár,“ sagði Ari. Í síðustu viku greindi Ríkharð Óskar Guðnason frá því í Sportinu í dag að KSÍ vildi fá Lars í starf einhvers konar ráðgjafa eða tæknilegs stjórnanda yfir bæði karla- og kvennalandsliðinu. Lars stýrði Íslandi á árunum 2012-16 með frábærum árangri. Undir stjórn hans og Heimis Hallgrímssonar komst íslenska liðið á sitt fyrsta stórmót, EM 2016, þar sem það fór alla leið í átta liða úrslit. Fótbolti Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sjá meira
Lars var nýverið látinn taka pokann sinn sem landsliðsþjálfari Noregs. Svíinn er fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins og hefur verið orðaður við endurkomu í það starf, eða annað starf hjá KSÍ. Það eru þó fleiri sem hafa áhuga á Lars og Expressen í Svíþjóð greinir frá því að Sameinuðu arabísku furstadæmin hafi viljað fá hann sem landsliðsþjálfara. Per Joar Hansen, sem var aðstoðarþjálfari Lars með norska landsliðið, segir við Dagbladet í Noregi að þeir hafi nýverið hafnað tilboði um að taka við landsliði. Samkvæmt heimildum Expressen voru það Sameinuðu arabísku furstadæmin sem báru víurnar í Lars og vildu fá hann til að koma liðinu á HM 2022 í Katar. Sameinuðu arabísku furstadæmin leituðu ekki langt yfir skammt og réðu Bert van Marwijk, manninn sem var rekinn úr starfi landsliðsþjálfara fyrir ári. Fyrir nokkrum dögum sagðist Ari Freyr Skúlason vilja fá Lars aftur sem landsliðsþjálfara Íslands. „Ég væri til í að sjá Lars taka við íslenska landsliðinu á nýjan leik. Hann byrjaði þetta ævintýri sem hefur verið í gangi undanfarin ár,“ sagði Ari. Í síðustu viku greindi Ríkharð Óskar Guðnason frá því í Sportinu í dag að KSÍ vildi fá Lars í starf einhvers konar ráðgjafa eða tæknilegs stjórnanda yfir bæði karla- og kvennalandsliðinu. Lars stýrði Íslandi á árunum 2012-16 með frábærum árangri. Undir stjórn hans og Heimis Hallgrímssonar komst íslenska liðið á sitt fyrsta stórmót, EM 2016, þar sem það fór alla leið í átta liða úrslit.
Fótbolti Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sjá meira