Lars þegar búinn að hafna einu landsliðsþjálfarastarfi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2020 08:00 Lars Lagerbäck var látinn fara sem þjálfari norska landsliðið. Við starfi hans tók Ståle Solbækken. GETTY/QUALITY SPORT IMAGES Lars Lagerbäck hafnaði tilboði um að taka við landsliði Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Lars var nýverið látinn taka pokann sinn sem landsliðsþjálfari Noregs. Svíinn er fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins og hefur verið orðaður við endurkomu í það starf, eða annað starf hjá KSÍ. Það eru þó fleiri sem hafa áhuga á Lars og Expressen í Svíþjóð greinir frá því að Sameinuðu arabísku furstadæmin hafi viljað fá hann sem landsliðsþjálfara. Per Joar Hansen, sem var aðstoðarþjálfari Lars með norska landsliðið, segir við Dagbladet í Noregi að þeir hafi nýverið hafnað tilboði um að taka við landsliði. Samkvæmt heimildum Expressen voru það Sameinuðu arabísku furstadæmin sem báru víurnar í Lars og vildu fá hann til að koma liðinu á HM 2022 í Katar. Sameinuðu arabísku furstadæmin leituðu ekki langt yfir skammt og réðu Bert van Marwijk, manninn sem var rekinn úr starfi landsliðsþjálfara fyrir ári. Fyrir nokkrum dögum sagðist Ari Freyr Skúlason vilja fá Lars aftur sem landsliðsþjálfara Íslands. „Ég væri til í að sjá Lars taka við íslenska landsliðinu á nýjan leik. Hann byrjaði þetta ævintýri sem hefur verið í gangi undanfarin ár,“ sagði Ari. Í síðustu viku greindi Ríkharð Óskar Guðnason frá því í Sportinu í dag að KSÍ vildi fá Lars í starf einhvers konar ráðgjafa eða tæknilegs stjórnanda yfir bæði karla- og kvennalandsliðinu. Lars stýrði Íslandi á árunum 2012-16 með frábærum árangri. Undir stjórn hans og Heimis Hallgrímssonar komst íslenska liðið á sitt fyrsta stórmót, EM 2016, þar sem það fór alla leið í átta liða úrslit. Fótbolti Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Lars var nýverið látinn taka pokann sinn sem landsliðsþjálfari Noregs. Svíinn er fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins og hefur verið orðaður við endurkomu í það starf, eða annað starf hjá KSÍ. Það eru þó fleiri sem hafa áhuga á Lars og Expressen í Svíþjóð greinir frá því að Sameinuðu arabísku furstadæmin hafi viljað fá hann sem landsliðsþjálfara. Per Joar Hansen, sem var aðstoðarþjálfari Lars með norska landsliðið, segir við Dagbladet í Noregi að þeir hafi nýverið hafnað tilboði um að taka við landsliði. Samkvæmt heimildum Expressen voru það Sameinuðu arabísku furstadæmin sem báru víurnar í Lars og vildu fá hann til að koma liðinu á HM 2022 í Katar. Sameinuðu arabísku furstadæmin leituðu ekki langt yfir skammt og réðu Bert van Marwijk, manninn sem var rekinn úr starfi landsliðsþjálfara fyrir ári. Fyrir nokkrum dögum sagðist Ari Freyr Skúlason vilja fá Lars aftur sem landsliðsþjálfara Íslands. „Ég væri til í að sjá Lars taka við íslenska landsliðinu á nýjan leik. Hann byrjaði þetta ævintýri sem hefur verið í gangi undanfarin ár,“ sagði Ari. Í síðustu viku greindi Ríkharð Óskar Guðnason frá því í Sportinu í dag að KSÍ vildi fá Lars í starf einhvers konar ráðgjafa eða tæknilegs stjórnanda yfir bæði karla- og kvennalandsliðinu. Lars stýrði Íslandi á árunum 2012-16 með frábærum árangri. Undir stjórn hans og Heimis Hallgrímssonar komst íslenska liðið á sitt fyrsta stórmót, EM 2016, þar sem það fór alla leið í átta liða úrslit.
Fótbolti Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira